Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 31
3i
Og þegar Gunnar hugsaði sér þessa mánuði án Gözku, þá
fundust honum þeir vera kaldir, ömurlegir og gleðisnauðir. En
hið göfuga hugsanalíf hennar lýsti upp hina trúarlitlu sál hans,
færði henni birtu og yl.
Hann fann æ betur, því lengra sem leið, að hún var sannari
en fjöldinn og hugsaði dýpra. Hún skapaði trú í hjarta hans,
gerði hann sælli og ánægðari, en hann hafði nokkru sinni áður
verið.
Pau töluðu fram Og aftur um trúmál, um trúna á hið góða í
mönnunum.
Pá fann hann hversu innileg trú hennar var. Hún hafði
glæðst mikið, þegar sorgirnar heimsóttu hana. Pegar styrjöldin
geisaði á æskustöðvum hennar, og vinir eða ættingjar dóu eða
hurfu, svo enginn vissi neitt um þá.
Hún hafði trúað honum fyrir því, að hún átti unnusta í
styrjöldinni. Rúdolf var nafn hans.
Af honum hafði hún aldrei frétt neitt, síðan er hann fór frá
Danmörku, um það bil og styrjöldin byrjaði. Ef til vill var hann
fangi óvinanna, — ef til vill særður — eða fallinn.
fau höfðu bygt allar sínar framtíðarvonir á Ástralíuferðinni.
En nú, — mundi Rúdolf koma aftur?
Höfðu brennheit tárin ekki hrært Maríu guðsmóður til með-
aumkvunar með henni? Hélt hún ekki verndarhendi sinni yfir
ástvininum dag og nótt? —
Gunnar ympraði á því við hana eitt sinn, að ef Rúdolf félli,
þá myndi trú hennar veikjast.
En hún neitaði því harðlega. Hún hélt því fram, að sorgin
mundi stæla og herða andlega krafta hennar, gefa trúnni byr
undir báða vængi.
»Hvað þarf ég að óttast?< sagði hún eitt sinn. »Pví skyldi
ég ekki vera vongóð og halda fast við trúna. Rúdolf kemur, ef
hann lifir, hingað til mín. Og komi hann ekki, þá fer ég til hans.<
Látlaus úðarigning allan daginn.
fað var komið undir kvöld. Gunnar og Larsen höfðu verið
að plægja rúgakurinn. Peir voru orðnir holdvotir, svo þeir hættu
í fyrra lagi.
Klárarnir voru líka orðnir dasaðir og ólundarlegir. Peir drógu