Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 32
32 ekki plóginn lengur eins og væri það leikur einn. — Heföi veriö sólskin Og dálítil gola, þá. — En því var nú ekki aö heilsa. Svo þeir héldu heim, gáfu hestunum og bryntu þeim. Síðan fóru þeir inn, þógu sér og höfðu fataskifti. Og er þeir voru seztir, í upphitaðri stofunni, með dagblöðin — og pípurnar, varð lundin létt og hugurinn rór. Gunnar fékk tvö bréf með póstinum. Kveðja frá vinum hans á æskustöðvunum. Hann las þau, teigaði hvert orð með eins mikilli nautn og þyrstur maður drekkur svaladrykk. Gazka fékk eitt bréf. Honum flaug í hug, hvort hún mundi hafa eins mikla ánægju af því, og hann af bréfunum sínum. Pað var karlmannshönd á umslaginu. Hann handlék það. Bréfið var þunt, í mesta lagi ein örk. Var það frá Rúdolfí Hann lagði það aftur á borðið. — Hvernig skyldi hún bera það, ef Rúdolf væri fallinn ? Var hann kannske þegar dáinn fyrir henni? Ósjálfrátt skaut þessari hugsun upp í huga hans. Hvernig var tilfinningum hennar varið nú? Voru þær hinar sömu og áður? Og ef svo var ekki, átti hann þá sök á því? Margt stóð skýrara fyrir honum í þessu andartaki. — Hafði hann unnið ást Gözku í fjærveru unnusta hennar? Hafði hann stigið nokkurt spor í þá átt? Nei. Hvorugt þeirra. Aldrei höfðu svo lítilfjörlegar hugsanir náð tökum á þeim. Ekki eitt orð höfðu þau sagt í þá átt. Og þó, — þó elskuðu þau hvort annað, í kyrþey. — — Karen litla sat á gólfinu, á sútuðu íslenzku gæruskinni, sem Gunnar hafði haft með sér til Danmerkur. Hún lék sér að því, að kenna brúðunum sínum pólsku. »Karen!« mælti hann. »Viltu hlaupa með þetta bréf til Gözku? Hún er víst framrni.* »Já. Ég ætla bara að færa Olgu í sokkana.c »Ertu núna fyrst að klæða 01gu?« sagði Gunnar brosandi.— Olga var ein af brúðunum. »Nei. En hún var í rófunum, skilurðu«. Hann brosti við, þegar hún kom til hans. »Ertu að hlæja að mér, — Islendingur ?«

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.