Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 34
34 ekki. Ég get þaö ekki. Augu mín eru þur og tilfinningarnar kaldar. Og þó elskaði ég hann, — einu sinni.« »Gazka! Ég skil þig ekki.« »Segðu þetta ekki. Pú einn skilur mig, því þú elskar mig. Rúdolf elskaði mig ekki«. »Gazka!« »Rúdolf er dáinn — fyrir mér. Ég ætlaði að segja meira áðan: Hann lifir. Pað er aðeins fyrir mér, sem hann er dáinn. Hann er líklega giftur nú, rússneskri stúlku. Ástralíudraumurinn minn var öðruvísi en hans. Rúdolf hugsaði bara um, að þar gætum við orðið rík. En sleppum því. Éessi stúlka hefir gert svo mikið fyrir hann. Hún hjúkraði honum dauðvona. Hann segir, að hann eigi henni lífið að launa.« »Og svo giftist hann henni af tómri þakklátsemi!« »Ég get ekki láð honum það. Við vorum ólíkari en ég hélt. Hversu ólíkar voru ekki skoðanir okkar um Ástralíu, framtíðar- landið okkar. Aldrei drógu peningarnir mig eða vonin um þá. Vonir mínar voru hamingjuríkir sólskinsdraumar. Landið steig upp fyrir hugskotssjónum mínum grænt og skrúðklætt. Par var friður og hamingja. Par var engin harðstjórn. Engin kúgun. Én frelsið breiddi faðminn á móti mér. Par fanst mér, að ég mundi geta neytt krafta minna, sem voru bundnir og kúgaðir, auðgað anda minn, drukkið alla andans fegurð í djúpum teigum. Par hélt ég, að ég gæti orðið góð Og göfug, og hjálpað öðrum í baráttunni til þess að verða það. • En svo sá ég, að þetta var aðeins táldraumur. Nú er alt svo breytt. Pegar styrjöldin var komin í algleyming, fanst mér syrta að úr öllum áttum. Öll dýrðin hvarf. Alt það góða, sem ég hafði gert mér í hugarlund, að núlifandi kynslóðir myndu leiða til sigurs, var aðeins táldraumur, sem hug-myndaflug mitt skapaði.« • »Hefirðu þá alveg mist trúna á, að þessir draumar geti ræzt?« »Nei. Aðrar kynslóðir munu koma, sem leiða göfgustu hug- sjónir mannanna til sigurs. Trúleysið minkar hröðum fetum. Og trúin á annað líf eykst að sama skapi.« »Ég skil þig Gazka. Hjá þér finn ég alvöru trúarinnar svo ljóslega. Ég trúi, af því ég elska þig, af því að ást þín hefir skapað trú mína.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.