Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Page 40

Eimreiðin - 01.01.1917, Page 40
40 inn, sem strauk sporin hennar, færa honum kveðju hennar, kyssir vanga hans, eins og hann kysti spor hennar. Penna litla sveig hefi ég knýtt til minningar um Gözku — og Gunnar, ástvin hennar. Pau eru nú bæði horfin til »ókunna landsins.* Eg veit eigi, hvar leiði hans er. En hann hvílir í fjarlægu landi, ásamt fjölda- mörgum öðrum, sem létu líf sitt á vígvöllunum. Hann hafði gróðursett hegg á leiði hennar. Á vorin, þegar alt vaknar á ný, berst angan hans með blæn- um — langar leiðir. þann ilm hefi ég fundið, þá er ég stóð við leiði hennar. það var eins og mér með honum bærust fagnaðarrik hugskeyti úr öðru lífi. þessi unaðslegi sæluilmur hefir síðan búið í sál minni. Og hann vísar mér leiðina heim, heim til »ódauðleikalandsins mikla.c Aprll 1916. AXEI. THORSTEINSON. I Gamlar minningar. II. MINNINGAR UM JÓN SIGURÐSSON. I. Ég las í 84. árg. »Skírnis,c að allir þeir, er einhver kynni hefðu haft af Jóni Sigurðssyni, ættu að skrifa endurminnningar sínar um hann. Éetta líkar mér vel, og vil því ekki láta á mér standa, að segja frá því, er ég man um hann, og hvað okkur fór á milli þá tvo vetur, er ég dvaldi í Khöfn, 1858—59 og 1859—•60. Ég kom til Khafnar f september 1858. Og um sama leyti kom frændi konu Jóns, Þorlákur Ó. Jóhnson, einnig til Hafnar, og bjugg- um við í sama húsi um veturinn. Þá var það einhverju sinni, að Þorlákur kemur til mín og segir: »Þú mátt til að heimsækja Jón Sigurðsson, eins og flestir íslendingar gera; ég skal koma með þér.c

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.