Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1917, Page 49
49 Pað er enginn hversdags meðalmaður, sem tekst að ná jafn-djúptækri lotning og aðdáun barna sinna, eins og skín út úr minningarorðum læknisins. Það má því með sanni segja, að útgefendunum hafi tekist að reisa föður sínum og afa fagurt minningarmark með þessum bækl- ingi, hvort sem skáldlegt gildi kvæða hans er meira eða minna. Skáldskapurinn virðist aldrei hafa verið neitt aðalatriði í lífi hans, heldur hefir góð hagyrðingsgáfa verið eitt af mörgu öðru, sem honum var til lista lagt. V. G. AXEL THORSTEINSON: LJÓÐ OG SÖGUR. Rvík 1916. »Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni,« segir máltækið, og má það hér til sanns vegar færa, er sonur skáldsins okkar góða, Stgr. Thorsteinssonar, birtist sem ný stjama á bókmentahimni voram. Að vísu er það enganveginn altítt, að börn erfi skáldgáfu feðra sinna. En það kemur þó fyrir. Og að minsta kosti hjá tveim af sonum Steingríms virðist skáldgáfan hafa gengið í erfðir. En hvað mikið þeir hafa fengið af þeim arfi, er of snemt um að dæma enn. f’að verður framttðin að sýna, er þeir þroskast betur. Það er ekki ætíð gott að átta sig á því, þegar stjörnurnar eru að kvikna eða renna upp, hve bjartar þær muni verða, þegar þær eru komnar upp á háloftið. í þessu kveri A. Th.s eru bæði ljóð og sögur, hérumbil helming- urinn af hvoru. Sögurnar eru 6, og allar svo laglegar og lausar við hina almennustu viðvaningsgalla, að full ástæða er til að gera sér vonir um, að höf. muni með þroska og aldri verða gott söguskáld. Fyrsta sagan iSkógarcldur« hefir áður verið prentuð í Eimr. (XXII, 20—24), og munu lesendur vorir hafa tekið eftir, hve óvenjulega vel hún er rituð, þö efnið sé ekki mikið. Það er ekki títt, að fá jafn- gallalausa ritsmíð frá byrjanda og óþroskuðum unglingi. Og hinar sögurnar bera líka allar vott um vandvirkni og góð tök á bæði frá- sögn, efni og máli. Einna bezt þeirra þykir oss *Komdu hittgad til sem þó er ekki nema brot, niðurlag lengri óprentaðrar sögu (sem vér höfum átt kost á að sjá 1 handriti), og mundi því njóta sín enn betur í sambandi við undanfarandi frásögn. En hún sómir sér þó einnig vel sem sjálfstæð saga. Hinn kafiinn, ljóðakaflinn, er ekki eins tilkomumikill og langtum við- vaningslegri. Að vísu eru þar mörg snotur kvæði, slétt og lipur, en veruleg tilþrif eru þar fá, og of oft soðin súpa af sama spaðbitanum. Bezt er þar kvæðið ■»Illvœtturin,« sem hefir tekist ljómandi vel. En yfirleitt standa kvæðin sögunum að baki, og sýna, að höf. er unglingur, þó þau hins- vegar bendi ótvírætt á, að hann muni líka geta orðið gott ljóðskáld, þegar meiri þroski færist yfir hann. 'Þar eru og rímgallar, sem auðgert hefði verið að laga, með því að víkja orðaröðinni ofurlítið við, ef höf. hefði haft nægilega næmt eyra fyrir því. Sem dæmi þessa má nefna: »Og þegar lífi þínu lýkur« (bls. 19) f. og þegar þínu lífi lýkur; »svo er hljóður fagri hrundaskarinn« (48) f. svo er hljóður hrunda fagri skarinn; »ég vil gjarna vinda garn í hnykla« (49) f. vinda gjarna vil ég garn í hnykla; »rýja skal ég allar rollur þínar« (49) f. rýja skal ég rollur allar þínar; »l(t ég í augum þínum leiftur 4

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.