Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 50
5°
þjóta* (57) f. í augum þínum lít ég leiftur þjóta; »una við bros og
ljóma augna þinna« (58) f. við bros og ljóma una augna þinna; »unz
líður skýjum hulinn lífs míns dagur (73) f. (betra) unz skýjum hulinn
líður l'fs míns dagur; »nú fyrir sjónum mínum sýnist rofa« (134) f.
nú fyrir mínum sjónum sýnist rofa; »og hjarta mínu brimið huggun
gefur* (134) f. og hjarta mínu huggun brimið gefur. í öllum þessum
dæmum mun hvert bragnæmt eyra finna muninn, og að stuðlarnir
stauda ekki á réttum stað í kvæðunum, þó lítið beri á því í einu eða
tveimur af dæmunum. En þetta eru viðvaningsgallar, sem sjálfsagt lagast
fljótt, þóit illa gengi öðru eins stórskáldi og dr. Grími Thomsen að
verða laus við þá.
Rímgalla teljum vér það og, að nota í og sk (eða st) sem stuðla
í sama vísuorði (t. d. »þar syngur fugl í skógarrunni,« bls. 18), sem
kemur allvíða fyrir í þessum kvæðum. En verri er þó sá rímgallinn,
þegar höfuðstafur er látinn vera í smáorði, sem á að réttu lagi að
vera áherzlulaust, t. d. »á litla, fríða, munninn þinn« (31), »sín ástar-
ljóð að fagna þér« (18), »unz hallar degi og nóttin byrja fer« (58),
»þitt nafn í heimskra munni ér forherðing* (134). Hverjum sem
les þessi 4 vísuorð útaf fyrir sig, hlýtur að finnast, að höfuðstafimir
í þeim muni vera /, d, h, og n, í litla, ástarljóð, hallar og nafn, því
þar á höfuðstafurinn að standa í vísuorðunum. En undanfarandi
stuðlar sýna, að ætlast er til, að höfuðstafirnir séu á, s, u og />.
Gölluð er og þessi vísa:
Hjartarætur hrygðin sker, en oft þó læt ég yfir þér
héðanaf græt ég með þér valla, angurstár um nætur falla.
Mundi ekki síðasta vísuorðið eiga að vera: af angri um nætur
árin falla — eða eitthvað á þá leið?
Málið er yfirleitt gott og vandað, svo að varla sér blett né
hrukku. Eiustakar undantekningar eru: »innispertur« (44), »höndinni«
(113) f. hendinni, og »ég dreymi« (63, 73, 74) f. mig dreymir.
Af prentvillum eru 3 leiðréttar aftan við bókina, en fleiri eru þær
til, ef vel er leitað, t. d. »veltinga« (49) f. vetlinga, »mína« (52) f.
mín, »er« (54) f. ert, »gluggunn« (107) f. gluggann, »vildurðu« (107)
f. vildirðu og »sitjast« (109) f. setjast.
Menn kunna nú að kalla þetta sparðatíning og segja um þennan
ritdóm, eins og faðir unga skáldsins kvað: »t(ndi spörðin eg held öll,
en eftir skildi berin«. Og þessu fer ekki mjög fjarri. En þetta er
með vilja gert. Vér höfum trú á því, að höf. sé efni í skáld, og
vitum, að hann hefir hug á að vanda sig og láta sér fara fram. En
þá er meira áríðandi fyrir hann, að bent sé á gallana, en að gengið
sé þegjandi fram hjá þeim og honum hossað eða hann »teygður á
eyrunum« með oflofi. Hins dyljumst vér ékki, að meira hefði mátt
fjölyrða um kostina og tilfæra einnig dæmi þeim til sönnunar. En
rúmið leyfði ekki hvorttveggja, af því Eimr. jafnan verður að hafa
ritdóma sína stutta. En á öðrum stað í þessu hefti flytjum vér sögu,
sem vér vonum að lesendur vorir telji hlutgenga og næga sönnun
þess, að höf. sé upprennandi söguskáld og ekki illa í ætt skotið.
V. G.