Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 56
56 og er það í rauninni ekki nein ný kenning;-því forfeður vorir í heiðni trúðu líka á endurfæðingu manna, sem meðal annars má sjá af þess- um orðum í Sæmundar-Eddu um Helga Hundingsbana: »H e 1 g i ok Sigrún er kallat at væri endrborin. Hét hann þá Helgi Haddingja- skati, en hún Kára Hálfdánardóttir, svá sem kveðit er í Káruljóðum, ok var hún þá valkyija.« Og á öðrum stað segir um Sigrúnu: »Hún varð valkyija ok reið lopt og lög. Hún var Sváfa endrborin.« Og á þriðja staðnum segir svo um Helga Hjörvarðsson og unnustu hans Sváfu valkyrju: »Helgi ok Sváfa er sagt at væri endrborin.* Trúin á endurfæðingu eða endurholdgun liggur og til grundvallar fyrir nafn- giftum forfeðra vorra, eða þeim sið, sem enn helst, að láta böm heita í höfuðið á dánum ættingjum, þvi það var álitið nauðsynlegt fyrir hinn dána, til að geta endurfæðst, og gott fyrir barnið, er heitið var höfuðið á göfgum manni eða að einhverju leyti framúrskarandi. í sam- bandi við þetta stendur og trú manna á, að dauðir menn stundum »vitji nafns« í draumi og biðji þungaða konu að láta fóstrið, er hún gangi með, heita í höfuðið á sér. Endurholgunarkenningin er því enganveginn ný kenning, heldur gamall uppvakningur í ofurlítið breyttri mynd, að sínu leyti eins og andatrú »spíritistanna« er svo náskyld draugatrúnni gömlu, að segja má, að hún sé nú orðin »endurborin« á íslandi. Kenningar guð- spekinga og andatrúarmanna eru og harla skyldar og hafa margt sameiginlegt. 1 sambandi við endurholgunarkenninguna trúa guðspekingar á þrenskonar heima: efnisheiminn (eða jarðheiminn), sálarheima og hugheima (eða himnaríki) og þá líka þrenskonar líkama manna: jarðneskan líkama (efnislíkama), sálarlíkama og huglíkama. »Vér lifum, á meðan vér dveljum á hinu jarðneska tilverustigi, samtímis í þremur heimum* (bls. iói). »Vér störfum í sálarlíkama vorum á meðan jarðneski líkaminn sefur. . . .Vér störfum í honum bæði nætur og daga; á nóttunni i sálarheimum, en á daginn er hann hreyfimagn eða aflvaki jarðneska lfkamans« (bls. 159). Kenning guðspekinga er að mörgu leyti huggunarrík, einkum fyrir olbogabörn heimsins, mædda og þjáða, og hún getur haft göfgandi á- hrif. En að tala um s a n n a n i r fyrir nenni er bezt að láta niður falla. I’ær eru auðvitað engar til. Hér er um trú eina að ræða, hugsmíðar og getgátur, sem getur máske verið eins gott og margt annað af því tægi — þó hætt sé við, að flestar dulspekikenningar verði til þess eins, að vekja upp hjátrú og hégiljur í landinu. V. G. SIGFtJS SIGFÚSSON: DULSÝNIR. Safn frá mörgum árum. Rvík 1915 (Sigf. Eym.). í kveri þessu, sem er 70 bls., er sagt frá draumum, sýnum og ýmsum öðrum dularfullum fyrirbrigðum, og er kverinu skift niður í 30 kapítula. Er það allskemtilegt aflestrar, af því framsetningin er svo ljós og lipur og málið svo gott, — en hjátrúarkent er það í meira lagi, enda virðist nú sem ný draugatrúar- og hjátrúar-alda sé að færast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.