Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 58

Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 58
5« fénaður á landinu sé talinn í búnaðarskýrslunum, þv( að sjálfsagt hefir sauðfénu fjölgað töluvert á þesöhm 6 árum. Geitfé er enn nauðafátt, en fer þó heldur fjölgandi og hefir síðasta árið fjölgað um 79 (úr 846 upp í 925) og sfðustu 5 árin (1909—13) um 464 (úr 561 upp í 925). Hrossum hefir fjölgað um 1,313 (úr 45,847 upp í 47,160), og hefir þeim þá fjölgað um nokkuð á fjórða þúsund tvö síðustu árin (1912—1913), en áður hafði þeim heldur farið fækkandi á undanförnum árum. Túnin voru 1913 talin á öllu landinu 61,278 dagsláttur eða 19,613 hektarar. Eftir því ættu túnin að hafa minkað um 177 dag- sláttur eða 66 hektara. En þetta nær náttúrlega engri átt, og sýnir aðeins, hvað lítið er að marka skýrslur manna um túnastærðina, sem fæstir bændur munu vita nákvæmlega um. Samkvæmt jarðabótaskýrsl- um búnaðarfélaganna voru 1912 grædd út tún samtals 450 dagsláttur (eða 143,6 ha.) og kemur það illa heim við, að þau hafi minkað um 177 dagsláttur. Kálgarðar og annað sáðland er 1913 talið 348 hektarar, en 347 árið áður (1912). Eftir því á aðeins 1 ha. að hafa bæzt við, en samkvæmt jarðabótaskýrslunum 1912 hefðu það átt að vera nál. 11 ha. Töðufail 1913 hefir orðið heldur minna (695,000 hestar) en næsta ár á undan (706,000 hestar), en þó nokkuð meira en meðal- töðufall undanfarandi ára. Aftur hefir útheyskapurinn (1,359,000 hestar) orðið rýrari en meðalheyskapur næstu 5 ára á undan (1912: 1,429,000 hestar). í heild sinni mun þó mega telja árið 1913 meðalheyskaparár í samanburði við næstu 5 árin á undan, þótt mjög væri hann misjafn eftir landshlutum. Uppskera af rótarávöxtum hefir orðið rýrari 1913 heldur en nokkurt undanfarið ár síðan 1907. Af kartöflum fengust ekki nema 22,000 tunnur (1912: 33,000 tunnur) og af rófum ekki nema 11,000 tunnur (1912: 17,000 tunnur). Meðaluppskera næstu 5 ára á undan var 29,000 tunnur af kartöflum og 16,000 tunnur af rófum. Mótekjan var 1913 257,000 hestar, sem er nokkru minna en 1912 (280,000 hestar), en jafnt meðaltali næstu 5 ára á undan. Hrísrifið varð 12,000 hestar, sem er talsvert meira en meðaltal síðustu 5 ára (1908—12: 10,000 hestar), og hefir aðeins eitt ár (1912) verið meira (14,000 hestar). Verzlunarviðskiftin við útlönd námu 1913 alls nálega 36 milj. kr. (aðfl. 16,7 milj. og útfl. 19,1 milj.). Er það meiri viðskifta- velta en nokkurt undanfarið ár, nál. 4 milj. kr. meiri en næsta ár á undan (1912) og 5o°/o meiri en 1909. Um aldamótin 1900 nam viðskiftaveltan ekki nema 15!/a milj. kr. — Utfluttar vörur hafa 1913 numið 2,4 milj. kr. meira en aðfluttu vörurnar, og ætti þá viðlíka upp- hæð í peningum að hafa runnið inn í landið, eða landið minkað skuldir sínar við útlönd að því skapi. Af útfíuttum vörum verða fiskiafurðirnar þyngstar á metun- um. Pær námu 1913 alls 131/* milj. kr. eða framundir 7/10 af verð- hæð allrar útfluttu vörunnnar. Fer útflutningur þeirra sívaxandi og hefir verðhæð þeirra síðan um aldamótin 1900 aukist um rúml. i6o°/o-

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.