Eimreiðin - 01.01.1917, Side 59
59
Árið 1901 nam útflutningur fiskiafurða ekki nema rúml. 5 milj. kr.,
eða um 56°/o af verði útfluttu vörunnar þá. Útflutningur land-
búnaðarafurða, sem 1901 ekki nam nema 1,9 milj. kr. (og 1912
tæpl. 33/;4 milj.), var 1913 komin upp í 5,3 milj. kr. eða hafðinálega
þrefaldast síðan 1901. Stafar sú hækkun nokkuð af auknum útflutningi
á flestum landbúnaðarafurðum, en þó miklu mest af hækkuðu verði
á þeim, og er það gleðiefni. Af einstökum vörutegundum, sem út-
flutningur hefir mest aukist af, má nefna saltkjöt (1913: 1,9 milj.
kr., en 1904 ekki nema rúml. ^/2 milj.), smjör (1913: 295,000 kr.,
en 1904 ekki nema 165,000 kr.), sauðargærur saltaðar (1913:
891,000 kr., en 1904 ekki nema 221,000 kr.) og ull (1913: 1,748,000
kr., en 1904 ekki nema 948,000 kr.).
Af tolltekjum landsins 1913 nam vínfanga og gosdrykkjatollur
21,734 kr., tóbakstollur 219,328 kr., kaffi- og sykurtollur 532,973 kr.,
te- og súkkulaðitollur 36,275 kr., vörutollur 388,194 kr., útflutnings-
gjald af fiski og lýsi 166,599 kr., og af hvalafurðum 8,211 kr. Alls
námu tolltekjumar þannig 1,373,314 kr. (þar af aðflutningsgj. 1,198,504
kr. og útflutningsgj. 174,810 kr.).
Verzlanir voru 1913 alls 538, og af þeim 463 innlendar, en
51 útlendar.
Verzlunarskuldir landsmanna 31. des. 1913 námu rúml. 61/*
milj. kr. (6,548,351 kr.), en innieign þeirra hjá verzlununum nam aftur
nál. I1/* milj. kr. (1,496,010 kr.), svo að skuldirnar sjálfar hafa ekki
numið nema 5 milj. kr. V. G.
íslenzk hringsjá.
ARNE MAGNUSSON: BREVVEKSLING MED TORFÆUS (ÞORMÓÐUR
TORFASON). Udgivet ved Kr. Kálund. Khöfn 1916.
Rit þetta er 448 + XXXII bls. í stóru broti, og eins og embættisbréf Árna
(sbr. Eimr. XXII, 234) gefið út á kostnað Carlsbergssjóðsins, með góðum skýringum
og athugasemdum og sérstaklega fróðlegum formála, sem gefur ágætt yfirlit yfir æfi
og ritstörf Þormóðar og samband hans og afstöðu til Arna Magnússonar. Eru í
safninu alls 174 bréf, 70 frá Árna, en 90 frá Þormóði og 13 frá konu hans til
Arna. Lýsa bréfin vel, hve mikill munur hefir verið á þessum tveimur fræðimönn-
um. Árni fullkominn vísindamaður og sígagnrýninn, en formóður fullur hjátrúar og
hindurvitna og í rauninni enginn vísindamaður, þótt hann yrði sagnaritari Dana-
konungs og afkastaði talsvert miklu. Og þó hefði skorturinn á allri gagnrýni
komið en berar fram í ritum lians, ef Arni Magnússon hefði ekki leiðbeint honum
og lagfært gallana, þar sem hann gat því við komið. V. G.