Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Page 1

Eimreiðin - 01.09.1920, Page 1
EIMREIÐIN] Jón biskup Yidalin og postilla hans. 257 Lútherska kirkjan á íslandi hefir eignast að minsta kosti tvö klassisk verk: Passíusálmana og Vídalínspostillu. Þessar guðsorðabækur eru og verða jafn klassiskar, þótt ef til vill verði hætt að nota þær að staðaldri til upp- byggingar, því að það er ekki annað en »vegur allrar veraldar«, að mannaverk öll fyrnist og fjarlægist, er langt líður frá, og nýr hugsunarháttur og breyttur tíðarandi gerir nýjar og breyttar kröfur. Annars má naumast á milli þessara meistaraverka sjá. hað er að vísu satt, að Passíusálmarnir hafa komið miklu oftar út, og þeir hafa líka haldið valdi sínu lengur og betur, svo að enn verður ekki séð fyrir endann á því, í stað þess að Vídalíns- postilla mun nú svo að segja vera fallin úr sögunni sem húslestrabók, en þessu má heldur ekki jafna saman, því að aðstaðan er svo afar ólík. Þess var engin von, að post- illan gæti komið jafn oft út og Passíusálmarnir, því að bæði er hún svo margfalt stærri og djrrari bók, og auk þess kemur fleira til greina. Passíusálmana þurfti hvert mannsbarn að eiga. Með þá sátu allir á heimilinu, en aftur á móti var nóg að postillan væri ein til á heimil- inu, og þótt í henni væri lesið á hverjum helgidegi, eins og til stóð, þá gat hún enst afar lengi. Og ástæðan til þess, að Passíusálmarnir hafa haldið valdi sínu lengur en postillan, er einnig ljós og beint við. Það liggur í eðli ágætra Ijóða, að þau komast nær hjarta manna, en nokk- urt annað mál, og eins hitt, að þau eru jafnan óháðari ákveðnum stefnum og aldaranda en ræður, og fullnægja því kröfum fleiri tíma. Það er skáldsins höfuð máttur, að standa ofar dægurþrasi og grípa það, sem er kjarni máls- ins bak við tísku-hýði hvers einstaks tíma, en prédikar- inn hlýtur ávalt að vera að meira eða minna leyti háður ákveðinni guðfræði-stefnu, »sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað«. Þá er og enn á það að 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.