Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 1
EIMREIÐIN]
Jón biskup Yidalin
og postilla hans.
257
Lútherska kirkjan á íslandi hefir eignast að minsta
kosti tvö klassisk verk: Passíusálmana og Vídalínspostillu.
Þessar guðsorðabækur eru og verða jafn klassiskar, þótt
ef til vill verði hætt að nota þær að staðaldri til upp-
byggingar, því að það er ekki annað en »vegur allrar
veraldar«, að mannaverk öll fyrnist og fjarlægist, er langt
líður frá, og nýr hugsunarháttur og breyttur tíðarandi
gerir nýjar og breyttar kröfur. Annars má naumast á
milli þessara meistaraverka sjá. hað er að vísu satt, að
Passíusálmarnir hafa komið miklu oftar út, og þeir hafa
líka haldið valdi sínu lengur og betur, svo að enn verður
ekki séð fyrir endann á því, í stað þess að Vídalíns-
postilla mun nú svo að segja vera fallin úr sögunni sem
húslestrabók, en þessu má heldur ekki jafna saman, því
að aðstaðan er svo afar ólík. Þess var engin von, að post-
illan gæti komið jafn oft út og Passíusálmarnir, því að
bæði er hún svo margfalt stærri og djrrari bók, og auk
þess kemur fleira til greina. Passíusálmana þurfti hvert
mannsbarn að eiga. Með þá sátu allir á heimilinu, en
aftur á móti var nóg að postillan væri ein til á heimil-
inu, og þótt í henni væri lesið á hverjum helgidegi, eins
og til stóð, þá gat hún enst afar lengi. Og ástæðan til
þess, að Passíusálmarnir hafa haldið valdi sínu lengur en
postillan, er einnig ljós og beint við. Það liggur í eðli
ágætra Ijóða, að þau komast nær hjarta manna, en nokk-
urt annað mál, og eins hitt, að þau eru jafnan óháðari
ákveðnum stefnum og aldaranda en ræður, og fullnægja
því kröfum fleiri tíma. Það er skáldsins höfuð máttur, að
standa ofar dægurþrasi og grípa það, sem er kjarni máls-
ins bak við tísku-hýði hvers einstaks tíma, en prédikar-
inn hlýtur ávalt að vera að meira eða minna leyti háður
ákveðinni guðfræði-stefnu, »sem í dag stendur, en á
morgun verður í ofn kastað«. Þá er og enn á það að
17