Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1920, Page 6
262 JÓN BISKUP VÍDALÍN [EIMREIÐIM þegar hann þarf að finna dæmi máli sínu til stuðnings. Þá sést skýrt, að það er ekki tilviljunin ein, sem lætur honum íljúga í hug eitthvert og eitthvert ritningarorð, heldur beinn kunnugleiki. Það er jafnan fyrir að vita, hvert hann leitar að dæmum sínum. það er stök undan- tekning, ef hann víkur út fyrir biblíuna, en þaðan koma líka þegar í stað fylkingarnar reiðubúnar, frá elstu tímum og yngstu. »það verði mér ekki«, segir hann í prédikun á 3. s.d. e. páska, »að eg hrósi mér af nokkrum hlut, nema af krossi Drottins vors Jesú Krists, segir st. Páll, Gal. 6; aðrir hrósa sér af auðlegð sinni og nægtum, eins og hinn ríki dári, Lúk. 12; nokkrir af metorðum sínum, eins og Nebúkadnesar, Dan. 4; sumir af afli og karl- mensku, eins og Golíat, 1. Sam. 17; Heródes af sinni málsnilli, Post.gb. 12, og gaf eigi Guði dýrðina; Pílatus af makt sinni, Jóh. 19, er hann þóttist hafa vald til að krossfesta Jesúm og að láta hann lausan; hinir af stórum ættum eins og Gyðingar, er sögðust hafa Abraham fyrir föður, Jóh. 8; . . . hinn óguðlegi Lamech hrósaði sér af fólskunni fyrir kvinnum sínum, Gen. 4, og eru honum allir þeir líkir, er stæra sig af ódygðunum; þá hefir And- skotinn sýnt sitt meistarastykki í hjarta syndarans, þegar hann fyrst kemur honum til að drýgja glæpinn, og síðan að láta sér vænt um hann þykja« o. s. frv. Eða dæmin upp á það, hvernig ágirndin flekar menn, í prédikun á 1. s.d. í föstu, út af því, að Satan býður frelsaranum öll riki veraldarinnar og þeirra dýrð. »Er það mála sannast«, segir Vídalín, »að margur hefir lotið Andskotanum fyrir minna; minna var það, sem Balam vann til þess, að hann vildi formæla ísrael, Núm. 22; minni var gulltungan og kápan og þeir tvö hundruð siklar silfurs, sem Achan misti lífið fyrir, Jós. 7; eigi var Nabots víngarður svo mikils virði, sem Achab tapaði fyrir lífinu, ríkinu og allri sinni velferð, 1. Kong. 21; eigi var hátíðaklæðnaðucinn og þau tvö hundruð centener silfurs, sem Gezi laug út af Naman hinum sýrlenska, 2. Kong. 5, mikið að reikna hjá þessu, og hvað voru þeir 30 silfurpeningar, sem Júdas keypti, Matt. 27, fyrir skapara himins og jarðar?« —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.