Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 13
EIMREIÐINI
JÓN BISKUP VÍDALÍN
269
En alt þetta hefði Jón Vídalín getað haft til að bera,
án þess að ná þessari yfirburða kennimannsfrægð, og
þetta hafa án efa sumir aðrir haft til að bera engu siður
en hann. En svo kemur hér til þaulvígði þátturinn, sem
áður var nefndur, sá hæfileiki, sem hann hefir án efa
haft í ríkara mæli en flestir eða allir kennimenn aðrir á
íslandi, þetta sem sameinar alt hitt og gerir það arðber-
andi, og það er málsnild hans.
Jón Vídalín er fyrst og síðast mælskumaður »orator«.
Orðin streyma af vörum hans eða úr penna lians, eins
og stanslaust, hrynjandi iðukast. Mælskan tekur svo alla
hans ágætu hæfileika í þjónustu sína, skörungsskap hans,
vandlætingasemi, lærdóm, mannþekkingu, trúarhita, og
livað sem er, og vefur það í geisladýrð glæsilegrar mál-
snildar.
t*að er málsnildin, sem gerir biblíuþekkingu hans arð-
berandi. Fátt er jafn vandasamt og það, að fara vel með
lilvitnanir, og því meiri verður vandinn, sem meira er að
því gert. Án mælskunnar hefði úr öllum þessum tilvitn-
unum orðið hrófatildur og ógreiðfær urðarvegur, sem
menn hefðu fljótt orðið sárfættir og leiðir að ganga. En
mælskan tekur við því og hleður því upp í stæltar skraut-
byggingar, og svo undarlega beina og greiðfæra vegi,
að menn hafa orðið seinþreyttir að fara þá. Kemur
þetta t. d. fram í því, þegar hann er að »undirbyggja«
efni sitt, hlaða svo að segja ótakandi vigi úr málmslegn-
um ritningarorðum, til þess svo að gera þaðan hinar
skörpu útrásir gegn löstum og spillingu. Það er mælskan,
sem kallar ritningarorðin oft og einatt fram i heilum fylk-
ingum, og lætur hvert um sig bera sín boð til áheyrend-
anna. T. d. á almenna bænadaginn: »Ó guðs börn! vér
erum að sönnu allir þvegnir í skírnarlauginni, í hverja
Jesú dýrmæta blóð er út runnið, en vorir fætur hafa síðan
gengið á vondum vegi, og daglega eigum vér leið gegnum
fen og óvegi þessarar veraldar. Enginn er svo vel skófat-
aður, Efes. 6, svo reiðubúinn að framfylgja evangelio
friðarins, að ei slettist nokkuð upp á — —. Það er ekki
nóg að vera skirður í Jórdan, vér skulum og skírast í