Eimreiðin - 01.09.1920, Qupperneq 14
270
JÓN BISKUP VÍDALlN
[EIMREIÐIN
Mara, Exód. 15; þvoum því hjartað, sem er brunnur illsk-
unnar, af hverju fram koma vondar hugsanir, Matt. 15,
með kristilegri iðran, hreinsum fæturna með sama hætti,
og hinn óguðlegi láti af sínum vegi, leggjum svo þessa
fórn upp á Drottins altari. Þegar Aron hafði helgað sam-
kundutjaldbúðina og verkfæri þjónustugerðarinnar og lagt
brennifórnina upp á altarið, þá gekk eldur út frá Drotni
og fortærði því, Levít. 9; þegar hin nýja tjaldbúð Guðs,
sem er hjarta eins ángraðs syndara, þegar hún er helguð
og hreinsuð með iðraninni, þá mun Heilagur Andi í því
birtast í einum eldsloga, og uppkveikja í þess manns
hjarta eina brennandi elsku til Guðs, er honum svo
margar syndir hefir tilgefið------—. Þegar Gídeon hafði
lagt brennifórnina upp á klettinn, eftir því sem engill
Drottins bauð honum, þá rétti engillinn sinn staf út, er
var í hans hendi og snerti fórnina, og þar spratt eldur upp
af bjarginu, og fortærði kjötinu og þeim ósýrðu brauðum,
Dóm. 6; legg þína tórn, kristinn maður, upp á þann stein,
sem uppbyggjendurnir forsmáðu, Sálm. 118, þann útvalda
hyrningastein, er Guð hefir sett í Zíon, Jesúm Kristum,
Jes. 28; þar mun eldur út frá honum ganga, já einn
brennandi elskunnar og trúarinnar eldur, sem upptendrar
þína fórn, svo Guð, sem býr i hæðunum, lykli einn sæt-
leiks ilm þar af«. Eða þetta (sd. e. miðföstu); »Hvað kann
mig það vanta, sem Kristur sé mér ekki? Vil eg hafa mat
og drykk, þá segir Kristur; mitt hold er sannarleg fæða
og mitt blóð sannur drykkur, Jóh. 6; vil eg klæðnað hafa,
íklæðið yður Herranum Kristi, segir postulinn, Róm. 13;
er eg sjúkur og þarf lækningar við, þá er Kristur lífsins
tré, hvers blöð að>]þéna til heiðingjanna lækningar, Opinb.
22; ef eg vil ugglaus búa, þá flytur hann mig út í einn
sterkan kastala; min sál vonar upp á hann alleina, því
hann er mín von, mitt traust, Sálm. 18, mín hjálp og
mín hlíf, svo eg mun ei falla. — — Kvíði eg við dauð-
anum, þá er Kristur upprisan og lífið, Jóh. 11; og þótt
eg deyi mun eg samt lifa, eftir því sem hann lofað liefir,
vilji eg hafa andlega farsæld, hvers kann eg að óska, sem
Kristur sé mér ekki? Par hann er mér af Guði gerður til