Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Side 16

Eimreiðin - 01.09.1920, Side 16
272 JÓN BISKUP VÍDALÍN [ElMREIÐIN þegar mælskan og orðgnóttin ætla að sprengja af sér öll bönd og alt form. Ræðurnar eru jafnan með mjög svipuðu formi. Fyrst er exordium eða inngangur, sem á að leiða lesandann að umtalsefninu. Það byrjar nálega ætíð með einhverri tilvitnun og er fremur þurt, fer út um heima og geima, og er dálitið erfitt að sjá, hvert það stefnir. Það er eins og hann hafi það til þess að sækja í sig veðrið undir sjálfa ræðuna. Þó kemur fyrir, að hitinn grípur hann strax, og verður exordíum þá með fullum mælskueinkennum Vídalíns, eins og t. d. í hinni meistara- legu ræðu á föstudaginn langa. Oft hefir þessum inngangi verið alveg slept, þegar bókin var notuð til húslestra. Exordium sveigist jafnan síðast að umialsejninu, og er einkennilegt að athuga, hve umtalsefnin eru að jafnaði með litlu meistarabragði hjá slíkum snillingi. Þau eru oft bæði einkennilega sniðhöll við það, sem guðspjailið sýnist gefa tilefni til, og hversdagsleg. Enda verður því ekki neilað, að Vídalín heldur sér engu dauðahaldi við þau, en lætur mál sitt koma víða við. Þetta stendur nokkuð í sambandi við það, hve þrálátlega Vídalín heldur sér að þessu eina, að prédika afturhvarf frá syndum og spillingu til náðarstöðunnar hjá Guði, svo að efni ræðanna verður oft býsna svipað, hvað sem umtalsefninu líður. Þó má ekki misskilja þessi orð mín svo, að Vídalín sé að hjakka í sama farið í mörgum ræðum sínum. Því fer fjarri, því að auðlegð hans sýnist ótæmandi, heldur á eg við það, að ræðan sveigist iðulega að svipuðu efni, hvað sem því eiginlega umtalsefni líður. Þá kemur sjálf ræðan, útleggingin. Byrjar hann hana venjulega glæsilega, en þó hægt og stilt, og »undirbyggir« ákaflega vandlega, hleður ritningarorðum og skarplegum ályktunum í fastan grunnmúr. Svo er stundum eins og hann alt í einu þykist vera búinn að búa nógu vel um sig, og rýkur upp með afskaplegum krafti. Stundum er það eitt orð eða setning, sem kemur honum af stað, og stundum efnið sjálft, og er þá fljótur að tala sig í hita. Fáar munu þær prédikanir vera í postillunni, að hann taki ekki einhvern slíkan sprett. Sérstaklega mundu margir •
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.