Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN] JÓN BISKUP VÍDALÍN 275 um smánarligasta krossins gálga; hans hörund er sund- urslitið af höggunum, sundurrifið af þyrnibroddum, sund- urstungið af nöglunum, sundurflakandi af sárum og benj- um og loksins sundurkramið, sundurkreistj^ og sundur- marið af Guðs eldligum reiðisvipum ’og|óbæriligum þunga þinna synda«. Svona talar ekki nema sá, sem hlotið hefir orðsnildarinnar gáfu í vöggugjöf. Og þessi dæmi mætti þó lengi telja. Sama er og að segja um líkingamál Vídalíns, því aldrei verður honum skotaskuld úr því að hitta smellnar og átakanlegar líkingar. Er ekki rúm til þess að fara út í það sem skyldi með dæmum, en nefna vil eg aðeins eitt, auk þess, sem flotið hefir með i þvi, sem eg hefi til fært í öðru sambandi, því svo má að orði kveða, að það sé á hverri blaðsíðu meira og minna. Hann er að tala um það, að spekingar ýmsir hafi margt stórviturlega sagt, en samt »er því altíð svo farið, að sá, sem drekkur úr óhreinum farveg, hann má vel vara sig við, að ekki fljóti saurindin í munninn með, og þó vatnið sýnist tært að vera, þá smakkar það altíð af leirnum, svo er og þelta: viiji menn af heims-spekinganna vatnsrennum drekka visdóminn, þá er altíð hætt við, að þar fljóti ibland nokkrar agnir hold- ligrar skynsemi, sem er reiði og fjandskapur gegn Guði, Róm. 8; því þótt þær séu útrunnar í upphafi af þeim sanna vísdóms brunni, þá fer þeim eins og öðru vatni, að það dregur dám af þeim farveg, sem það rennur um. Trúið mér, svo eru og spekinganna lækir, að þeir tapa sinum uppruna, þá þeir renna um leirveltu syndum spiltr- ar náttúruw. Oft hlýtur maður að dást að því,|hve vel Vídalin kemst út af hverju efni, þótt út líti í svip, eins og hann sé kominn í öngþveiti. Hann greiðir úr því öllu með þess- um orðum og setningum, sem hitta hvert á þann blett, sem þeim er ætlað að hitta. Hann sýnist hafa átt dæma- laust hægt með að orða hverja hugsun alveg eins og hann vildi hafa orðað hana, og hann leikur jafnt með öllum vopnum, líkingum, tilvitnunum, spaklegum röksemdum og kveikjandi orðum, svo að ofl dettur manni ósjálfrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.