Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 30
286
í ÞÝSKALANDI
[EIMUEIÐIN
að horfa, rennilegt hvítmálað hjólaskip, með breiðum
göngupöllum og bekkjum við borðstokkinn.
Hlýtt er í veðri og stafalogn. Báturinn rennur meá
þýsku ströndinni. Ur blómguðum lundum rísa fögur land-
setur mót suðri, með svölum og turnum, trjágörðum um-
hverfis, litmiklum blómbeðum og grasvöllum til leika. En
niðri í fjörunni skýtur bryggjum fram i vatnið með bað-
skýlum á sporðinum og hvítum kænum ruggandi vi5
festar.
Hinumegin vatnsins standa lágar bygðir undir ásum og
hálsum, vöxnum myrkum viði, en ofar og að baki rísa
snjófgaðir tindar Alpanna í Ijósri sólmóðu, í hörkulegri ró.
Eg halla mér á borðstokkinn gripinn af útsýninu til
beggja handa.
Eg stíg á land í Friedrichshafen, sem er snotur smá-
bær, prýddur ríkulegum trjágróðri. Gullregnið drúpir,
kirsuberjatréin standa í hvítum blóma. Eg geng upp í bæ-
inn og drekk angan hans, mæti hvítklæddum stúlkum,
dökkbærðum, svarteygum og alvarlegum. Eg geng strand-
lengjuna, — gufubátar renna fyrir landi með sumarbúið
fólk, fram um alt vatnið snotrir róðrarbátar. í einum
þeirra sita ungar konur og syngja.
Hvítfuglinn flögrar yfir ládauðu vatninu.
Himininn er blár og með ljúfum vorblæ.
IV.
A Berlinargötum.
Sumir lifa lífinu í hægindastólum og á silkisvæflum.
Aðrir í stöðugu návigi við hungrið, á heitum og rykug-
um strætum.
Klukkan er að verða hálf-tólf og út úr frægum skemti-
skála berast hóparnir út á götuna. Hvítar fjaðrir, silki-
hattar, hlýir skinnkragar, rauðir blómvendir, vindlaglóð
og þykkir mekkir — auði og lífsnautn bregður fyrir í
ótal myndum.
Undir laufríku tréi, sem stendur andspænis dyrunum,
húkir gömul kona, bogin og veikluleg. Hún ber beyglaðan.