Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Page 31

Eimreiðin - 01.09.1920, Page 31
EIMREIÐIN] í ÞÝSKALANDI 287 óhreinan körfuhattsgarm á höfðinu og slitin kápa slapir um magran líkamann. Tærnar gægjast berar út úr rifn- um skóm. Andlitið er tálgað og varirnar eins og frosnar saman. Allar raunir heimsins eru rispaðar í þennan svip. Hún heldur á nokkrum póstkortum og réttir þau fram. Enginn lítur við henni. Allir ganga fram hjá henni* allir þeir sem fleygt hafa út peningum þetta kvöld ganga talandi og brosandi fram hjá henni. Laga silkiklútana um hálsinn á sér, hneppa að sér frökkunum og stíga upp í vagnana, sem bíða. Enginn, ekki einn, víkur neinu að henni. Skamt frá henni stendur annar vesalingur, fyrirlitin vændiskona, — hún er lika að bíða. Nú gengur hún til gömlu konunnar og laumar skildingi í holan, skorpinn lófann. Eitthvað, sem ekki líkist mannsrödd, segir eitt- hvað, sem ekki skilst. Svo þokast þetla gamla kuldaskar heim á leið, styður hendi við mjöðm og dregst áfram. — Á höfuðgötunum þjóta bílarnir og mannstrauminn leggur eftir gangstéttunum beggja vegna. Pað úir og grúir af betlurum, götusölum og strætiskonum. Örkumla- hermenn liggja flötum beinum á götunni og rétta fram húfuræfil, — blindingjar, limlestir og taugabrjálaðir. Gam- all svartskeggjaður kroppinbakur stendur á götuhorni með áletrað pappaspjald á brjóstinu. — »Alblindur« — en við hlið sér augnasvein, 10 ára gamlan berfætling. Rosknar konur, úttaugaðar, magrar og gulnaðar, standa og bjóða brauð með pilsu á, póstkort, blóm, sígarettur, eldspýtur. Götusala er bönnuð, þær bera varninginn í handtöskum og halda þeim opnum svo hann sjáist, gjóta augum skelk- aðar út undan sér, því ef lögreglan sést er skelt í lás og lagt á flótta. Hvað geta þær unnið sér inn með þessari verslun? Eldspýtustokkur kostar 50 pfenninga í búðum, þær selja hann á 60 eftir að búðum er lokað. Selji þær 10 hafa þær grætt 1 mark, það er fyrir tveim eldspýtu- stokkum. Vændiskonum borgarinnar hefir fjölgað um allan helm- ing. Tímarnir eru harðir og mennirnir fallnir. Föður-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.