Eimreiðin - 01.09.1920, Page 39
EIMREIÐINJ
BIFREIÐ NR. 13
295
fín, og altaf var hún að skemta sér. — En hún fékk aldrei
nýja flik, ekki einu sinni þegar hún fermdist. — Ónei,
fermingarfötin hennar -voru gerð upp úr gömlum peysu-
fötum af frú Sigurðsson, — hjá henni hafði hún verið,
sumarið áður en hún fermdist. — Sviðakökkur sat í háls-
inum á Imbu og gerði henni erfitt um andardrátt.
»Það eru nú ekki aliir, sem geta haft það eins og þú,
Ella mín«, sagði Begga. Eg fæ mömmu ætíð þriðjunginn
af kaupinu minu, — það er svo sem engin borgun fyrir
fæði, húsnæði og þjónustu, en það sýnir vilja.
»Mér er sama, hvað þú gerir við kaupið þitt, Begga
litla. En það segi eg ykkur fyrir satt, að mér dytti ekki
í hug að láta fara með mig eins og t. d. hún Imba lætur
fara með sig. Henni Ellu minni dytti aldrei í hug, að
ganga með upplitaða tausvuntu og stoppaða olnbogana.
Svo er fyrir þakkandi, að eg er ekki slík rolu-ráfa«.
Imba fór að gráta.
»Skammastu þín ekki, Elín, að græta krakka-angann?«
sagði Begga stokkrjóð. »Mér finst þú ættir ekki að hrósa
þér af því eða benda á það til eftirbreytni, að liggja uppi
á foreldrunum. Eg er viss um, að þau hafa meiri byrði af
þér, en þegar þú varst barn í vöggu. En — bætti hún við,
þegar hún sá að fór að fjúka í Ellu — »það er synd,
hvernig farið er með aumingja skinnið hana Imbu, en dá-
lítið er það nú henni sjálfri að kenna, hún ætti ekki að að-
stoða þennan Þorgrím — ahem — sokk, til að liggja í
leti og ómensku«.
»Hann liggur ekki í leti og ómensku«, sagði Imba um
leið og hún þurkaði framan úr sér; »hann vinnur oftast,
þegar skip koma«.
Ella var að enda við að taka saman ræðustúf, til að
jafna um Böggu; en þegar hún heyrði svar Imbu, gat
hún ekki varist hlátri: »Imba greyið mitt, eg held þú eigir
það skilið, að halda fuglahræðutigninni, úr því þú vilt
óhreinka þig á því að verja ræfil, eins og Þorgrím, — þó
hann sé faðir »hálfsystkinanna«.
Loksins kom frú Villvaz. Stúlkurnar lögðu frá sér
saumana og fóru að tygja sig af stað.