Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Side 42

Eimreiðin - 01.09.1920, Side 42
298 BIFREIÐ NR. 13 [EIMREIÐIN lítil umferð er, — skal eg sýna yður, hvað hart eg get ekið«, og um leið setti hann vagninn með hægð af stað. »Eg hefi aldrei sest upp í bifreið fyr«, sagði Imba og fór dálítið hjá sér, »aldrei komið á hestbak, aldrei ekið í vagni fyr en þetta! Jú, það er satt! Eg ók einu sinni í fiskivagni, og stúlkurnar ýttu á eftir, — eg var ósköp litil þá: var að færa mömmu kaffi. — Nei! eg ek ekki í bif- reið á hverjum degi«. »Eg hafði óljósan grun um það. — Þér verðið að koma með mér inn að ám, eða suður Hafnarfjarðarveginn«. »Nei, þakk’ yður fyrir: mamma mundi aldrei leyfa mér það«. »Þurfið þér endilega að segja henni það, — eg þekki margar stúlkur, sem geta ekki um alt við gamlingana heima hjá sér«. »Þér þekkið ekki mömmu eða Þorgrím. t*au eru voða ströng; skal eg segja yður; — einkum Þorgrímur. — Einu sinni bauð Ella Einars mér á Bíó. Eg hélt þau ætluðu af göflum að ganga, þegar eg kom heim, — sérstaklega Þorgrímur — «. »Nei! er það nú virkilega. Það er mikið, að slíkt mið- alda fyrirkomulag skuli eiga sér stað nú á tímum. — Svei mér ef sumir foreldrar standa ekki í þeirri meiningu, að þau eigi krakkana, þrjátíu ár, eða lengur. En slikt er alveg óþolandi. Hvaða Jósep er það, sem ræður svona yfir yður? — Fáið þér aldrei að skemta yður?« »Þorgrímur, meinið þér. Það er maðurinn, sem mamma býr með. — Eg hefi farið tvisvar á »Herinn« með honum og einu sinni á bæna samkomu«. Pilturinn skellihló. »Hvað hafið annars þér fyrir stafni, ungfrú góð?« Biturleikinn sem Imba hafði fundið til upp á síðkastið, braust nú út—: »Eg vinn, vinn frá morgni til kvölds: alla daga frá 8 til 8, og þegar eg kem heim á kvöldin, lætur mamma mig gera eitthvað, þangað til eg fer að hátta um ellefu. — Annars mundi Þorgrímur skamma hana —. Ella, Bína, og allar hinar stúlkurnar, skemta sér á hverju kvöldi. — Allar ungar stúlkur skemta sér, nema eg. —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.