Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 42
298
BIFREIÐ NR. 13
[EIMREIÐIN
lítil umferð er, — skal eg sýna yður, hvað hart eg get
ekið«, og um leið setti hann vagninn með hægð af stað.
»Eg hefi aldrei sest upp í bifreið fyr«, sagði Imba og
fór dálítið hjá sér, »aldrei komið á hestbak, aldrei ekið
í vagni fyr en þetta! Jú, það er satt! Eg ók einu sinni í
fiskivagni, og stúlkurnar ýttu á eftir, — eg var ósköp litil
þá: var að færa mömmu kaffi. — Nei! eg ek ekki í bif-
reið á hverjum degi«.
»Eg hafði óljósan grun um það. — Þér verðið að koma
með mér inn að ám, eða suður Hafnarfjarðarveginn«.
»Nei, þakk’ yður fyrir: mamma mundi aldrei leyfa
mér það«.
»Þurfið þér endilega að segja henni það, — eg þekki
margar stúlkur, sem geta ekki um alt við gamlingana
heima hjá sér«.
»Þér þekkið ekki mömmu eða Þorgrím. t*au eru voða
ströng; skal eg segja yður; — einkum Þorgrímur. — Einu
sinni bauð Ella Einars mér á Bíó. Eg hélt þau ætluðu
af göflum að ganga, þegar eg kom heim, — sérstaklega
Þorgrímur — «.
»Nei! er það nú virkilega. Það er mikið, að slíkt mið-
alda fyrirkomulag skuli eiga sér stað nú á tímum. —
Svei mér ef sumir foreldrar standa ekki í þeirri meiningu,
að þau eigi krakkana, þrjátíu ár, eða lengur. En slikt er
alveg óþolandi. Hvaða Jósep er það, sem ræður svona
yfir yður? — Fáið þér aldrei að skemta yður?«
»Þorgrímur, meinið þér. Það er maðurinn, sem mamma
býr með. — Eg hefi farið tvisvar á »Herinn« með honum
og einu sinni á bæna samkomu«.
Pilturinn skellihló. »Hvað hafið annars þér fyrir stafni,
ungfrú góð?«
Biturleikinn sem Imba hafði fundið til upp á síðkastið,
braust nú út—: »Eg vinn, vinn frá morgni til kvölds:
alla daga frá 8 til 8, og þegar eg kem heim á kvöldin,
lætur mamma mig gera eitthvað, þangað til eg fer að hátta
um ellefu. — Annars mundi Þorgrímur skamma hana —.
Ella, Bína, og allar hinar stúlkurnar, skemta sér á hverju
kvöldi. — Allar ungar stúlkur skemta sér, nema eg. —