Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Page 44

Eimreiðin - 01.09.1920, Page 44
300 BIFREIÐ NR. 13 [EIMREIÐIN hálf. — Segið, að einhver stúlka hafi boðið yður í Bíó eða »Herinn«. Getið þér það ekki?« Imba hristi höfuðið. »Eg er hrædd um að það þyki eitthvað skrítið. — En ef til vill — ef eg finn eitthvert ráð til þess. — En þér megið ekki verða reiður, ef eg kem ekki. — V7erið þér nú sælir á meðan«. Þrátt fyrir tilkenninguna um öklann hljóp Imba við fót heim undir húsið. Hún var hrædd við spurningarnar, sem yrðu lagðar fyrir hana. Hún kom ætíð beina leið af saumastofunni, og nú var klukkan víst nærri 9. Hún gekk rakleitt inn í eldhúsið. Óþefinn af hálf- skemdri grásleppu lagði á móti henni. Mamma hennar var að færa upp úr pottinum, þreytuleg og stúrin, eins vant var. Villi og Stjáni börðust um gamlan pjáturkassa. Það heyrðist ekki mannsins mál. En þó tók út yfir allan þjófabálk, þegar þeir veltu um vöggunni, og Stína litla — tveggja mánaða angi — ætlaði hreint að kafna. »þvi hjálparðu ekki mömmu með krakkana, Imba«, heyrðist kallað reiðilega innan úr stofunni. Röddin var rödd Gvendar. Lá hann í legubekknum og las »Vísi«, en reis á olnboga, þegar hann heyrði gauraganginn í eldhús- inu. — »það er ljóti ófögnuðurinn, þessir krakkar«, taut- aði hann gremjulega fyrir munni sér. Eg vildi að það væri stjórnin, sem sendi þá, sú skyldi fá á baukinn. Minsta kosti skyldi landssjóði fá að blæða. — Alt tómar bölvaðar auglýsingar!« — Nú var það »Vísir«, sem varð fyrir barðinu á Gvendi. »Villi beit mig í fingurinn!« »Og Stjáni lamdi mig!« æptu bræðurnir, hver í kapp við annan. »Og þú stendur þarna, Ingibjörg, eins og þú værir mál- laus og heyrnarlaus!« sagði mamma hennar, um leið og hún helti úr soðpottinum. Imba tók Stínu litlu upp og huggaði hana. »Aumingja barnið, hún er víst fjarska svöng«, hugsaði Imba, þegar Stína reyndi til að sjúga báðar hendurnar. »Verst hvað hún gat verið lík honum Þorgrími, — en við hverju var að búast!« »Ljótan, hvað þú kemur seint, Ingibjörg. Eg var að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.