Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 45
EIMREIÐINl BIFREIÐ NR. 13 301 vona, að þú gætir klárað kjólinn hennar Stínu. Þú hefir vonandi munað eftir sniðunúm í fötin hans Villa? Eg þarf að byrja á þeim í kvöld, annars hefir. hann ekkert til að fara í á sunnudaginn, grey-tusku-skinnið að tarna«. »Eg er svo voða þreytt«, sagði Imba og stundi við, — »eg vildi að eg mætti fara svolítið út á eftir«. »Út núna!« sagði Þorgrímur. — Hann kom inn í þessu. »Altaf viljið þið vera úti á flandri, þessar ungu stúlkur, — réttu mér sápu og handklæði, Imba. — Út í soll og synd, það eru ykkar ær og kýr! Eg held að það verði nú ekki af því í þetta sinn, ef eg má ráða. — Farðu með matinn inn í stofuna, Ingibjörg!« Hún hafði ekki nokkra lyst á matnum. Aldrei hafði henni fundist jafn ömurlega óvistlegt heima, alt var á úi og strúi. Og nú byrjaði gauragangurinn og ólætin á ný. — Villi og Stjáni fóru að rífast um grásleppuhaus, en Stína skældi, milli þess sem hún saug »snuðið«, sem Þor- grímur hafði fundið á gólfinu og stungið upp í hana. Gvendur greip báðum höndum um höfuðið, beit á jaxl, og talaði eitthvað um hávaðan. »Eg fer ofan á »Land«, eða í »Bíó«, eða einhvern árann, það er ekki fyrir mensk- ar manneskjur að vera í þessu argi. Náðu fötunum mínum og brúnu stígvélunum, Imba«. Þegar hún hafði gert það, og stilt til friðar milli bræðr- anna, flýtti hún sér upp á loft. Stúlka, sem var fyrir norð- an í síld, hafði lánað henni herbergið sitt yfir sumarið, annars svaf hún í flatsæng í stofunni. Hún settist þreytulega á rúmið, og hugsaði ráð sín, og niðurstaðan varð sú, að reyna að biðja mömmu sína að lofa sér út, og láta ekki Þorgrím heyra það, því þá voru erindislokin auðsæ. — En hvað átti hún að segja, þegar hún yrði spurð hvert hún ætlaði? Var það synd að skrökva því, að Ella hefði boðið henni? Einu sinni hafði þó Ella boðið henni, gat hún ekki notað það boð núna? Hafði ekki majórinn — eða hvað hann nú var — sagt: »þó syndir þínar séu rauðari en blóð« — og svo sungið á eftir: »Hvítari en snjór, h-v-í-t-a-r-i en snjór«. — Hann hefði ekki verið að segja það, ef það væri ekki satt. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.