Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Page 78

Eimreiðin - 01.09.1920, Page 78
334 J. C. POESTION [EIMREIÐIM íslenskri orðabók í tugi ára. Auk þessara rita um ísland hefir hann samið fjölda annara rita, t. d. um grískar skáldkonur, samið kenslubækur á þýsku í forníslensku, dönsku, norsku og sænsku1), enda hefir hann hlotið margskonar viðurkenningu fyrir. Hann hefir verið sæmdur ýmsum heiðursmerkjum, nýlega m. a. kommandörkrossi 2. fl. sænsku Wasaorðunnar og gerður að heiðursdoktor við háskólann í Graz fyrir 3 árum. í ávarpsskjali háskól- ans, er honum var sent, var honum þakkað fyrir vísinda- afrek sín, og flest austurrísk blöð, er mintust á útnefning þessa, gátu um leið helstu íslandsrita hans og mintust þess, að hann væri sá, er opnað hefði augu þýskumæl- andi þjóða fyrir fegurð og auðlegð nýíslenskra bókmenta. Þekkingu hans á Norðurlandatungum er og viðbrugðið og benti háskólinn í Berlín á hann fyrir nokkrum árum i bókmentadeilu einni og sagði um hann, að hann væri einasti sérfræðingur í Norðurlandamálum á öllu megin- landinu (»die einzige Autoritát auf dem Gebiete der nor- dischen Sprachen auf dem ganzen Kontinent«). Poestion er nú 67 ára gamall (f. 7. júní 1853) og átti samkvæmt nýsettum lögum Austurríkis að víkja úr embætti og fara á ettirlaun, er hann var orðinn 65 ára, en stjórnin hefir ekki séð sér fært að missa hann á meðan á flutning ríkis- bókasafnsins í Vínarborg stendur. Lengstan hluta æfinnar hefir hann verið bókavörður eða frá 1886, að hann varð eftirmaður Konst. v. Wurzbachs, er var forstöðumaður bókasafns innanríkisráðuneytisins og frægur rithöfundur. Poestion er einnig sérfræðingur í öllu, er að bókavarðar- störfum lýtur, og hefir mörg ár fengist við að semja stóra handbók fyrir bókaverði. 1906 var Poestion boðið hingað til lands, og ritaði hann þá ferðabók allmikla, er því miður mun ekki enn vera komin út. Minnist hann enn dvalar sinnar hér á íslandi og segir, að hún verði sér ógleymanleg. Pegar Poestion lýkur störfum sínum á bókasafninu kl. 4 á degi hverjum, fer hann að fást við íslandsfræði sín; 1) Sbr. Birkibeina 1913, bls. 42—44.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.