Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 121
EIMREIÐINJ
RITSJÁ
377
þar níunda hvert ár.
En sumargrænt og fagurt,
í selda hestsins draumi
hið sokkna ættland kallar
úr hafsins djúpa straumi.
Best þykir mér kvæðið »Endursend« (bls. 30) er segir átakan-
legt æfmtýri með fáum orðum. Annars er kvæðið »Geðbrigði«
(bls. 45—49) það kvæðið, sem mest er lagt í, nokkurskonar »testa-
menti« skáidkonunnar. »Mold« (bls. 41) er ágætt dæmi upp á það,
hve djúpar og einlægar tilflnningar Hulda leggur inn í mörg
smákvæði sín, og hve mjúkt orðalag þeirra er.
Ljóðakver þetta er hið snotrasta að ytra frágangi og mynd
höfundarins framan við. M. J.
UM ÁBURÐ eftir Sigurð Sigurðsson skólastjóra á Hólum. Með
12 myndum. Bókav. Ársæls Árnasonar, Reykjavík 1920, 132 bls.
8vo.
Menn eru sem óðast að skilja það, einnig hér á landi, að það
er ekki annað drýgra i askana en bókvitið. Reynslan hefir að
vísu kent mönnum margt, og furðu nærgætnir hafa menn getað
orðið með glöggri eftirtekt, en það tekur tíma, afskaplegan tima
að safna slíkri reynslu, og það sem verst er, hana er mjög hæp-
ið að heimfæra upp á nýjar aðstæður, því að mánn vantar þekk-
inguna á því, hvað það eiginlega er, sem veldur hinu og þessu.
Hér keraur bókvitið til. Pað á ekki að útrýma reynslu feðranna,
því að þá væri illa farið. En það á að útskýra þessa reynslu og
vikka hana, sýna hvað þýðing heflr og hvað ekki og leiða rökin
að því, að þetta fyrirbrigði leiði af hinu, og gera mönnum kleift
að brjóta með þessu nýjar brautir.
Margvíslegri reynslu eru bændur hér búnir að safna um á-
burð. En hér kemur nú bókvit um hann, fyllra og samfeldara
en áður heflr birst á íslensku um það efni. Og búast má við,
að menn flnni hér hvortveggja, staðfestingu og skýringu á ýmsu,
sem reynslan hafði kent, og svo ýmislegt nýtt og nothæft. Er
ekki vafl á því, að þetta er nýt bók bændum og búaliði lands-
ins og óskandi að hún yrði notuð óspart, og yrði til þess að
eggja menn á, að gera nú tilraunir og safna enn reynslu, reistri á
þekkingu, i þessu efni.
Bókin er lipurt skrifuð eftir því sem efnið leyflr. Höfundur
notar ekki sögnina »vantar« ópersónulega, heldur segir t. d. ýms
efni vanta (f. vantar) en annars er málið lipurt og hreint. Jurta-
leyfar (f. -leifar) á bls. 94 mun vera prentvilla, þvi orðið er ann-
ars rétt skrifað í bókinni, en einmitt þessi villa, leyfar f. leifar,
er nú á timum mjög algeng og þarf að vara við henni. M. J.