Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Page 122

Eimreiðin - 01.09.1920, Page 122
378 RITSJÁ [EIMREIÐIN Nokkrar útlendar merkis-bækur. Bókaforlagið H. Aschehoug & Co., sern telja má eitt helsta bókaforlag á Norðurlöndum og hefir bækistöð í Kristjaniu og Kaupmannahöfn, hefir sent Eimreiðinni til umsagnar nokkrar merkar bækur, er það hefir gefið út. Og með því að Eimreiðin þykist vita, að bækur með þessu sniði muni tæplega koma út á íslensku i bráð, en á hinn bóginn fjöldi manna hér, sem getur haft bókanna full not þótt á norsku (eða norsk—dönsku) sé, þá vill hún benda mönnum á þær með nokkrum orðum, hverjaum sig. Bækurnar er auðvelt að fá hér á landi í bókaverslun Ár- sæls Árnasonar. 1. Kulturens Historie, i populær fremstilling ved norske for- fattere, under redaktion av K. Visted. Bók þessi er i 3 allstórum bindum og er efninu skift þannig, að 1. bindi er um »materiel kultur«, 2. bindi »social kultur« og 3. bindi »aandelig kultur«. Bað er ekki smáræðis fróðleikur, sem námfús maður getur ausið úr þessari menningarsögu heimsins. Hér er hægt að rekja ræturnar að þeirri menningu, sem vér nú lifum í, sjá hvernig hún hefir æxlast lið fram af lið og hvernig svo að segja einn ættboginn kemur fram af öðrum, en byltingar og hafrót sýnast oft og einatt ætla að leggja alt í rúst. Hér er hægt að fá hand- hæg og ljós svör við mörgum spurningum. Hvernig hafa atvinnu- vegirnir þroskast frá frumstiginu til þess sem nú er? Hvernig hefir verslun og viðskiftum verið hagað? Hvernig hafa búningar manna verið og bústaðir? Hvernig er skriftin til orðin og hvern- ig hefir hún þroskast? Eða þá tungumálið sjálft, eða skáldskap- urinn eða trúarbrögðin eða vísindin? Og hvernig hefir stjórnar- fyrirkomulagið verið frá fyrstu tímum, sem sagnir ná til, og fram á vora daga? Alt þetta og tjölda margt fleira er rætt í þess- ari bók, hver kafli af manni, sem sérstaklega hefir lagt stund á þá grein, og er þetta nú lagt hér fram fyrir hvern þann, sem hefir augu til að sjá með og langar til að vita eitthvað. Bókin er með fjölda mynda og mjög vönduð að frágangi, og afar-ódýr eftir stærð og frágangi. Kostar bókin ób. kr. 24,00. 2. Nordmœnd i det 19de aarhundrede, udgivet af Gerhard Gran I.—III. bindi. Nítjánda öldin er blómaöld hins nýja Noregs eftir doða og lægingu næstu alda á undan. Pað er næstum þvi ótrúlegt, hvað norska þjóðin hefir eignast af afburðamönnum á þessum tíma og ekki furða þótt einmitt slikt verk sem þetta komi út hjá þeim. Bókin er í 3 allstórum bindum og eru þar æfisögur allra lielstu manna Noregs á 19. öldinni í hvaða grein sem er, stjórn- málamenn, trúvakningamenn, skáld, listamenn o. s. frv., og alt ritað af ágætum rithöfundum. Pað er heldur ekki svo að skilja,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.