Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 4
Einar Ólafsson Saga af manni sem fór að finna til einkennilegra breytinga á sér Honum leið einhvern veginn einkennilega þennan morgun. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað það var en fannst hann vera öðru . vísi en hann átti að sér. Hann fór á fætur, hitaði kaffi, þvoði sér og rakaði, ristaði brauðsneið og smurði á hana appelsínumauki, drakk appelsínusafa með og svo einn bolla af kaffi. Honum leið eitthvað undarlega. En hann fór í jakkann og frakkann og tók strætisvagninn á sama tíma og vant var. Hann þekkti flest andlitin í vagninum en hafði aldrei heilsað neinum. Honum fannst fólkið horfa á sig. Hann hafði þvegið sér, rakað sig og greitt sér eins og venjulega. Hann var eins klæddur og vant var. Sennilega var þetta bara vitleysa. Þegar hann sökkti sér ofan í vinnu sína á bókasafninu hvarf þessi tilfinning. Næstu daga fann hann öðru hverju til einhverra óþæginda. En hann gat ekki greint þau. Hann vissi ekki hvort þau voru líkam- leg eða sálræn. Honum fannst hann ekki ná almennilega upp í efstu hillurnar í safninu. Var hann að stirðna? Hann ætti kannski að stunda leikfimi. Einn morgun fannst honum ermarnar á skyrtunni of langar. Og þegar hann var kominn í skóna lágu buxurnar niður á ristarnar. Hann hafði alltaf gætt þess að hafa buxurnar af réttri sídd. Hann girti sig aftur, en það sótti í sama farið. í strætisvagninum fannst honum hann vera hálf rindilslegur. Æ nei, þetta hlaut að vera ímyndun. Hann þurfti æ oftar að stíga upp á tröppu til að ná í bók. Og fötin fóru honum verr með hverjum deginum. Hann lét stytta buxurnar. Hann keypti skyrtu sem var númeri minni. Og honum leið betur í nokkra daga. En það sótti í sama farið aftur. Buxurn- | ar urðu of síðar. Skyrturnar of ermalangar. Honum dugði ekki lengur að stíga upp í neðstu tröppu til að ná upp í efstu hillu. Hann þurfti að stíga upp í aðra og þriðju tröppu. Vinnufélagarnir minntust ekki á neitt. Og honum fannst ekki lengur horft á sig í strætisvagninum. Nema þegar langt var síðan buxurnar hans höfðu verið styttar. Svo dugði ekki Iengur að stytta buxurnar. Jakkinn var orðinn of stór og frakkinn líka. Hann keypti sér alfatnað og gætti þess að hafa fötin of lítil. Þau stóðu á beini. Eftir nokkra daga voru þau passleg og svo urðu þau of stór. Honum leið æ verr í þrengslunum í strætisvagninum. Honum fannst hann vera að sökkva í mannhafið. Honum leið betur þegar hann var kominn inn milli bókahillanna á safninu. Þar hafði honum alltaf liðið vel. Honum þótti alltaf verra að vera í afgreiðslunni. Sumir viðskiptavinirnir gátu verið hranalegir og óþolinmóðir. Hann hafði alltaf reynt að skjóta sér undan að vera í afgreiðslunni. En nú var enn verra að vinna þar. Hann þurfti | alltaf að líta upp til viðskiptavinarins. Hann kom fyrir skemli j innan við afgreiðsluborðið. Honum leið skár þegar hann stóð upp á honum. En hann varð að stíga niður af honum ef hann þurfti að aðstoða lánþegann. Hann reyndi að útskýra, benda, reyndi örvæntingarfullur að komast hjá því að stíga niður af skemlinum. Og hann gat aðeins notað hann þegar hann var einn í afgreiðslunni. Hvað mundu vinnufélagar hans segja ef þeir sæju hann standa uppi á skemli? Það varð líka stöðugt erfiðara að vinna við uppröðun í hillur eða að ná í bækur úr efstu hillunum. Það kom að því að lausu tröppurnar dugðu ekki lengur. Hann varð að klifra upp í efsta | þrepið, tylla tánni í næstu hillu fyrir ofan og teygja sig. En hann undraðist að vinnufélagar hans höfðu aldrei orð á þessum breytingum sem höfðu orðið á honum. Það var einstök nær- gætni. Það var orðið óbærilegt fyrir hann að vinna í afgreiðslunni. Hann náði varla upp á afgreiðsluborðið. Hann herti upp hugann og fór fram á að verða tekinn úr afgreiðslunni. Hann sagði það væri ómögulegt fyrir sig að vinna þar lengur, „eins og ég er á mig kominn,“ sagði hann. Yfirbókavörðurinn leit á hann annars | hugar og sagði að það hlytu að verða einhver ráð með það. Honum leið betur þegar hann var falinn milli bókahillanna þótt svo væri komið að hann þyrfti að beita ýtrustu útsjónarsemi til að ná upp í efstu hillurnar. Hann þurfti að príla upp eftir hill- unum þegar tröppurnar þraut og lagði sig oft í mikla hættu. Þess vegna ákvað hann kvöld eitt að smíða sér stiga sem næði upp í efstu hillu. Hann smíðaði sér léttan og nettan stiga. Hann var svo heppinn að eiga dálítið af timbri sem hann gat notað. Hann lauk smíðinni seint um kvöldið og ákvað að koma stiganum strax niður á safn. Hann pakkaði honum inn og pantaði sendi- ferðabíl. Hann kom honum fyrir í skoti bak við safnahúsið. Svo tók hann síðasta strætisvagn heim. Honum var létt í skapi. Hann mætti snemma morguninn eftir, á undan öllum öðrum. Innst inni í safninu tók hann utan af stiganum. Honum fannst hafa tekist vel til og hlakkaði til að nota hann. Svo hitaði hann kaffi, skrafaði við húsvörðinn og beið þess að hinir kæmu. Honum leið óvenju vel. Það var ekki l'yrr en undir hádegi að hann þurfti að nota stigann. Hann hafði setið á sér að prófa hann, en nú þurfti hann að setja stóra og þunga bók upp í efstu hillu. Hann kom stigan- um fyrir, skorðaði hann vel af og leit upp eftir honum. Hann hlakkaði til að taka þennan smíðisgrip sinn í notkun. Svo setti hann bókina undir arminn og klifraði upp. En þegar hann kom upp undir miðju fór stiginn að svigna. Hann hélt áfram ótrauður. BÓKASAFNIÐ 22. ÁHG. 199H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.