Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 56
PálIna Magnúsdóttir Um „ástarsögur“ og aðrar sögur Astin hefur löngum verið yrkisefni höfunda. Fólk vill gjarnan lesa um ástir og örlög annarra. Þessar sögur hafa þróast og breyst í aldanna - rás, en uppistaðan er yfirleitt sú sama. Margar þessara bóka hafa komist í flokk heimsbókmennta, samanber sögur Bronte systra og Jane Austen. Því hefur reyndar verið haldið fram að ástarsögur dagsins í dag séu allar byggðar á sögum Jane Austen, þ.e. að ástarsöguhöfundar samtímans sjái flestir fyrirmynd í bókum hennar, og þá sér í lagi þeir höfundar sem láta sögur sínar gerast á þeim tíma sem Jane Austen (1775- 1817) var uppi, þ.e. á öndverðri 19. öid, en sá tími hefur verið kallaður Regency tíminn í Englandi. Sögur hennar þykja líka lýsa vel daglegu lífi fyrirfólks á þessum tíma. Mikið hefur verið rætt og skrifað um þessi bókmenntaverk og margar sögurnar hafa verið kvikmyndaðar undanfarið og sýndar við fádæma vin- sældir. Annar höfundur sem oft er vitnað í er Georgette Heyer (1902- 1975), sem einnig skrifaði gjarnan sögur sem gerðust á meðal fyrirfólks í Englandi á 19. öld. Munurinn á Heyer og Austen liggur í því að Austen skrifaði sögur sem gerðust í hennar samtíma á meðan Heyer skrifaði sögulegar skáldsögur. Heyer þykir hafa unnið heimavinnuna sína ákaflega vel, því það er sjaldan sem maður rekst á staðreyndavillur í sögum hennar. En hvað eru ástarsögur? Á engilsaxnesku heita þær „rom- ance“. Á íslensku köllum við þær einfaldlega ástarsögur. En ást- arsögur geta verið margs konar, og þeim er gjarnan skipt niður í nokkra flokka sem skiptast svo niður í undirflokka. Fyrst ber að nefna svokallaðar sögulegar ástarsögur (histor- ical romances) sem gerast í fortíðinni ein eiga sér oft litla stoð í sögulegum raunveruleika. Þar eru vinsælastar sögur sem gerast á Regency-tímanum í Englandi, þ.e. 1810-1830. Annar flokkur sögulegra sagna eru Vestra-sögur, sögur sein gerast á tfmum landnema í Bandarfkjunum. Nútímasögur (contemporary romances) gerast í nútímanum. Þeim er gjarnan skipt niður eftir innihaldi, s.s. ráðgátur (myst- eries), hrollvekjur (thrillers) og spennusögur (suspense). Þriðji flokkurinn sem hefur verið mjög vinsæll síðustu misseri eru framtíðarsögur eða tímaflakk (time travels). Margir höfundar leika sér að því að skrifa fyrir alla þessa flokka, aðrir halda sér við einn ákveðinn flokk, telja sig farast það best úr hendi. Einn höfundur, Jayne Ann Krentz skrifar undir sitthvoru nafninu, allt eftir því fyrir hvaða flokk sagna hún skrifar. T.d. heitir hún Amanda Quick þegar hún skrifar Regency-sögur, Jayne Ann Krentz þegar hún skrifar nútíma- sögur og Jayne Castle þegar hún skrifar framtíðarsögur. Henni hefur tekist að skapa sér nafn undir öllum þessum heitum, og þetta einfaldar valið fyrir lesendur, ekki satt?! Sumir lesa nefni- lega aðeins einn ákveðinn flokk sagna. Undirrituð byrjaði á sínum tíma á að lesa eingöngu Regency-sögur, og leit ekki við öðru, en það kemur þó að því að það dugir ekki, því þó mikið sé gefið út af ástarsögum í dag, eru þær misjafnar að gæðum og það er ekki það mikið gefið út af vel skrifuðum sögum að hægt sé að halda sig eingöngu við eina tegund sagna, sé maður for- fallinn ástarsögufíkill! Um hvað fjalla þessar ágætu sögur? I stuttu máli fjalla þær um konur og mennina í lífi þeirra. Aldur persónanna er misjafn, sérstaklega fer það eftir því hvenær sögurnar gerast. Ef um er að ræða sögulegar ástarsögur eru konurnar gjarnan komnar á hill- una á þeirra tíma mælikvarða, sem sagt um það bil 24 ára, og hetjan er 9 eða 13 árum eldri. Ekki veit ég hvers vegna, en 9 og 13 eru töfratölur í þjóðfræðinni, kannski er það skýringin. Kvenhetjur í nútímanúm eru eldri, helst um þrítugt og jafnvel eldri en það. Sennilegasta skýringin á því er að lesendur þessara sagna eru á þeim aldri. Hin síðari ár eru kvenhetjurnar jafnvel komnar um og yfir fertugt, hafa komið sér áfram í lífinu, og heimurinn snýst ekkert endilega um það að ná sér í karlmann. Þær eru oft sáttar við hlutskipti sitt í lífinu, og ástin kemur oft sem bónus inn í líf þeirra. Því miður hefur orðið ástarsögur nokkuð neikvæða merkingu í hugum fólks. Að margra áliti eru ástarsögur eitthvað sem lesið er af illa gefnu fólki, ómenntuðu og jafnvel taugaveikluðu. Lesir þú ástarsögur, áttu erfitt með að greina á milli raunveru- leika og ímyndunar. „Vælu-skælu“ bækur er líka stundum notað yfir þennan ágæta flokk bókmennta. Þegar þú hefur lesið eina hefur þú lesið þær allar. En hvað er rétt í þessum efnum? Erlcndar kannanir sýna að ástarsögur eru t.d. 48.6% af mark- aðnum í Bandaríkjunum (kiljur) og 45% lesenda ástarsagna eru háskólamenntaðir og meðallesandinn er 39 ára gamall og vinnur utan heimilis. Meðaltekjur lesenda í Bandaríkjunum eru 2.8 milljónir á ári. Og konur sem lesa ástarsögur njóta ásta með maka sínu 74% oftar en konur sem ekki lesa ástarsögur! Ef þú hefur gaman af höfundum eins og Robert Ludlum, Stephen King, Dick Francis eða jafnvel Mary Higgins Clark, þá er það í fínu lagi. Þetta eru afþreyingahöfundar sem óhætt er að lesa á kvöldin, þegar maður vill gleyma amstri dagsins og skemmta sér í ró og næði. Þú leggur frá þér bókin að lestri lokn- um og engum dettur í hug að þú sért veruleikafirrt á eftir. Þetta er sérkennilegt þegar maður hugsar um það að bækur Stephen King fjalla um gæludýr sem snúa til baka frá gröfum sínum, eða stúlku sem getur kveikt í hverju sem er. Engum dettur í hug að 56 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.