Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 50

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 50
heldur skulu þau varðveitt hjá stofnuninni undir eftirliti Þjóð- skjalasafns. Ríkisútvarpinu er ekki skylt að varðveita íslenska hljóðritaútgáfu, en hefur þó gert það meira og minna frá upphafi og í safnadeild RÚV er að finna ítarlega skráningu á íslenskum hljóðritum frá upphafi og er hún í tölvutæku formi frá árinu 1991. Þjóðminjasafni Islands ber samkvæmt Þjóðminjalögum nr. 88 / 1989 (I. kafli, 7. gr.) „að safna, skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka minjar um menningarsögu þjóðarinnar og kynna þær almenningi. Til menningarsögulegra verðmæta teljast ... [m.a.]... myndir, kvikmyndir, hljóðritanir ... í Þjóðminjasafni er til töluvert af hljóðritum með þjóðfræðilegu efni á vaxhólkum, plötum og segulböndum. Einnig á safnið á þriðja hundrað útgefnar hljómplötur með íslenskum flytj- endum, einkum 78 snúninga plötur. Stofnun Árna Magnússonar á íslandi skal einnig samkvæmt Lögum um stofnunina nr. 70/1972 (3. gr.) „vinna að aukinni þekk- ingu á máli, bókmenntum og sögu íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar. Þetta gerir stofnunin með öflun og varðveislu gagna um þessi efni , sbr. 2. gr. , ... [m.a.] ... hljóðritun þjóðfræðiefnis ...“. í Stofnun Árna Magnússonar er því einnig til stórt segulbandasafn (um 2000 klukkutímar) með upptökum á sviði þjóðfræði og hefur mestur hluti þessa safns verið tölvuskráður. Meginuppstaða safnins er efni þriggja safnara. Að auki eru þar varðveitt afrit af þjóðfræðiefni Ríkisútvarpsins í eigu Þjóðminjasafns íslands og af upptökum Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Engin lagaskylda er enn um varðveislu á íslenskri myndbanda- útgáfu. Kvikmyndasafni ísiands ber hins vegar samkvæmt Lög- um um kvikmyndamál nr. 94/1984 ( 8. gr.), „að safna íslenskum kvikmyndum og kvikmyndum um íslenskt efni, hverju nafni sem þær nefnast og varðveita þær“. Önnur Norðurlönd Annars staðar á Norðurlöndum er starfsemi hinna ýmsu tón- listar- og nýsigagnasafna eðlilega margfalt umfangsmeiri og rekin af meiri metnaði en hér hefur tíðkast. Hér verður rakið örstutt yfirlit um tilhögun og aðgengi að tónlistarefni og nýsi- gögnum þjóðbókasafna á Norðurlöndum, þ.e. efni sem að hluta er sambærilegt við meginefniskost Tón- og mynddeildar. Danmörk Tónlistardeildin (Musikafdelingen) í Kongunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn sér um nótur, smáprent, handrit og ýmis sér- söfn tengd tónlist. „Statens Mediesamling “ í Árósum hefur hins vegar alfarið með danska hljóðritaútgáfu að gera. Statens Mediesamling, sem er deild í Statsbiblioteket í Árósum, var stofnuð 1987 og er þjóðarsafn danskra nýsigagna (Det nationale center fpr audiovisuelle medier). Þar er nú m.a. Safn útvarps- og sjónvarpsefnis (Radio/tv-samlingen) og Safn danskra hljóð- rita (Nationaldiskoteket), en árið 1989 tóku þeir í sína vörslu mikið hljóðritasafn Danska þjóðminjasafnins. í Árósum er tæknin notuð lil hins ítrasta til þess að gera efnið aðgengilegt og þar hafa mörg spennandi verkefni verið unnin undanfarin ár. Skemmtilegt dæmi er „Dansk lydhistorie pá Internet". Þar er hægt að smella á Danmerkurkort á skjánum og hlusta á tal og tónlist frá gamalli tíð. Finnland Þjóðbókasafn Finna (Háskóla- bókasafnið í Helsinki) varðveitir og skráir nótur og annað prentað tónlistarefni, en Háskólabóka- safnið í Jyváskyla sér um skrán- ingu hljóðrita og er gagnagrunn- urinn VIOLA samskrá Finna um tónlistarefni. Stofnun um finnsk hljóðrit (Finnish Institute of Re- corded Sound) hefur gefið út finnska hljóðritaskrá 1901-1982 og nýlega biriist hluti hennar, árin 1901-1945, á Netinu. Eitt af fjöl- mörgum þróunarverkefnum við Háskólabókasafnið í Helsinki er Tónlistargagnagrunnur Finnlands (Finlands musikdatabas) í umsjón bókasafns Sibeliusar Akademíunnar. Noregur Skráning og varðveisla á norskri hljóðritaútgáfu og myndefni var árið 1991 flutt í Tón- og myndsafnið (Lyd - og bildearkivet) í deild þjóðbókasafnsins í Mo i Rana. Nótur og annað tón- listarprent er skráð í Háskólabókasafninu í Oslo. Norðmönnum er mjög annt um varðveislu tón- og myndefnis og hafa nýlega birt á Netinu athyglisverða og ítarlega umfjöllun þar um: „Verneplan for norske lydfestinger“. Auk þess eru þeir í farar- broddi um stafræna miðlun hljóðs á Netið. Unnin hafa verið slík verkefni um útvarpsþætti, tónlistarhljóðrit og upplestur skálda og kynningu á þeim. Þess má geta að Landsbókasafn er aðili að síðastnefnda verkefninu, þar sem hafin er kynning á verkum tveggja íslenskra skálda þeirra Berglindar Gunnarsdóttur og Ingibjargar Haraldsdóttur. Svíþjóð Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi (þjóðbókasafn Svíþjóðar) sér um skráningu á nótum og öðru prentuðu tónlistarefni. Síðan árið 1979 hafa Svíar rekið af miklum myndarskap, sjálfstæða deild úr Konunglega bókasafninu. Þetta er ALB eða „Arkivet för ljud och bild“ í Stokkhólmi sem heldur utan um sænsk hljóðrit, útvarps- og sjónvarpsefni, myndbönd og kvikmyndir og gerir aðgengilegt til rannsókna um alla Svíðþjóð. „Statens Hirslurfyrir geilsadiska íTón- og myndadeild (Ljósmynd Sigríður Kristín Birnudóttir) 50 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.