Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 20
fyrirmynd að því að lesa í tómstundum sínum. Skýringin á því að lestraráhugi foreldranna hefur ekki haft áhrif á börn þeirra gæti að hluta til falist í samskiptum innan fjölskyldunnar. Annars vegar er um að ræða fjölskyldulíf þar sem foreldrar leit- ast við að gera börn sín virk í tómstundum og vekja áhuga þeirra fyrir ýmsu sem þau geta tekið sér fyrir hendur, þar með talið að lesa. Foreldrar þessara barna sýna leslri þeirra áhuga og leggja áherslu á að um sé að ræða áhugamál sem þeir eiga sameiginlegt með börnum sínum. Hins vegar er um að ræða fjölskyldulíf sem er meira lokað, og þar sem foreldrar deila ekki áhuganum fyrir lestri með börnum sínum, heldur halda honum út af fyrir sig. Sú flokkun sem Van Lierop hefur sett fram á fjölskyldum þar sem annars vegar hagnýt og hins vegar formleg viðhorf eru ríkj- andi gagnvart lestri á ekki að öllu leyti við um fjölskyldurnar sem tóku þátt í rannsókninni. 1 nokkrum fjölskyldum létu for- eldrar í ljós þau viðhorf að bókmenntir og lestur hafi marg- víslegt gildi. Þessi viðhorf birtast börnum þeirra þó ekki í verki og foreldrunum hefur ekki tekist að vekja áhuga þeirra á því að lesa í tómstundum. Til að börn verði áhugasamir lesendur þurfa margir þættir að koma til. Venjur foreldra í tengslum við lestur og einkum hvað það er sem þeir gera til að vekja upp og viðhalda áhuga barna fyrir lestri skipta hér miklu máli. Ekki er nóg að lesa fyrir börn áður en þau verða sjálf læs heldur þarf að halda áfram að vekja hjá þeim áhuga á nýju lestrarefni eftir að þau eru orðin læs, fara með þau á bókasöfn og ræða við þau um það sem þau hafa verið að lesa. Lestur þarf að vera hluti af uppeldi og nánasta umhverfi barnanna og lestraráhugi forelda þarf að vera börnum þeirra fyrirmynd og þeim sýnilegur. Heimildaskrá Baumrind, Diana (1966). „El'fects of authoritative parental control of child behavior." Child Development, 37, bls. 887-907. Clark, Margaret M. (1984). „Literacy at home and at school: Insights from a study of young fluent readers." í: H. Goelman, A. Oberg og F. Smith (ritstj.): Awakening to Literacy. Portsmouth, NH: Heinemann, bls. 122-130. Greaney, Vincent og Mary Hegarty (1987). „Correlates of leisure-time reading." Journal ofResearch in Reading, 10(1), bls. 3-20. Guthrie, John T., William Schafer, Yuh Yin Wang og Peter Afflerbach (1995). „Relationships of instruction to amount of reading: An explora- tion of social, cognitive, and instructional connections." Reading Research Quarterly, 30(1), bls. 8-25. Morrow, Lesley Mandel (1983). „Home and school correlates of early interest in literature." Journal of Educational Research, 76(4), bls. 221- 230. Peer, W. van (1991). „Literary socialization in the family: A state of the art." Poetics, 20(199), bls. 539-558. Ross, Catherine Sheldrick (1995). „If they read Nancy Drew, so what?“: Series book readers talk back." Library & Information Science Research, 17(3), bls. 201-236. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir (1993). Læsi ísienskra barna, [Reykjavík]: Menntamálaráðuneytið: Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála; Kennaraháskóli fslands, 110 bls. Taylor, Steven J. og Robert Bogdan (1984). Introduction to Qualitative Research Methods: The Search for Meaning (2. útg.). New York: John Wiley & Sons, 302 bls. Summary Reading in lcelandic Families This article describes a research project which was carried out in Ice- land as part of the requirements for the author’s MA-degree. The pro- ject was part of a larger Nordic research project carried out simul- taneously in Denmark, Norway and Sweden. It consisted of research into the use of printed media (reading) compared with the growing use of audiovisual media during the last 50-60 years and research into the reading patterns of three generations within the same families in order to ascertain the influence of older generations on younger ones. Changes in the attitude of each age-group and each generation towards reading were also checked. The project was carried out by qualitative research methods. Twelve families were interviewed, i.e. children between 10 and 12 years of age, their parents and grandparents. In all 74 participants took part. The main conclusion is that children who read a lot come from families where reading is regarded as an essential element of life. It is important to read to young children and, after they have learned to read for themselves, they should be actively encouraged in their reading. Reading should be an integral part of every child’s upbringing. Á. A. ORÐIEYRA hefur nú til sölu yfir 40 titla af hljóðbókum, íslenskar og þýddar / skáldsögur fyrir börn og fullorðna. A þessu ári koma út nýjar og spennandi bækur. Fylgist með tilkynningum frá ORÐI í EYRA, hljóðbókaútgáfu / Blindrabókasafns Islands. Upplýsingasími 564 4222 Netfang helgao@ismennt.is 20 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.