Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Page 34

Bókasafnið - 01.01.1998, Page 34
í hendur í hugum manna, og gerir það reyndar enn. Fyrir það voru þeir guðinum ævarandi þakklátir. Þrátt fyrir guðdómleika sinn var egypska skriftin ekki eingöngu notuð fyrir trúarbrögð- in. Margt skrifaðra heimilda sem fundist hefur í Egyptalandi hefur alveg eins og fleygrúnirnar varpað hulunni af menningu sem stóð í miklum blóma. Töluvert af goðsögnum og ævintýra- frásögnum forn-Egypta, sem hafa varðveist frá þessum tíma hafa haft mikil áhrif á gerð bókmennta Vesturlanda allt fram á okkar daga. Sama er að segja um margar ballöður og ástar- söngva. Egyptar höfðu ýmis ráð hvað varðar efni til að skrifa á svo sem tré, hör, skinn, stein og tré- plötur að ógleymdum papýrus, sem' varð helsta efni þeirra. Úr papýrussefinu sem vex við Níl unnu menn nytsama hluti eins og reipi, mottur og segl. Egypska orðið papýrus er þegið frá gríska orðinu papýros og hafa verið margar getgátur á lofti um hvað orðið þýði. Kenningar hafa komið fram um að það þýði „vöxtur ár- innar (Nílar)“ eða „það sem til- heyrir ánni (Níl)“. Á fjölda mörg- um tungumálum er hugtak yfir pappír dregið af þessu orði þar á meðal á okkar máli. Besta papp- írsgerðin var í Alexandríu og var varan eftirsótt bæði í Grikklandi og Rómaveldi. Á pappírinn var ritað með sefpenna og bleki. Vegna þess hve auðvelt var að afla pappírs jókst notkun ritlistar og fékk hún brátt geysimikla þýðingu. Letur Egypta er kallað „híeróg- lífur“ og er komið úr grísku orð- unum hieros=heilagur og gly- phein=rista. í fyrstu var það hreint myndletur en síðar komu atkvæði eða hljóðtákn í stað mynda. Það varð því fljótlega letur hins talaða orðs og náði yfir hlutstæð og óhlutstæð atriði. Það náði einnig til ráðlegginga varðandi landbúnað, læknislist, menningu og bænir. Elstu leifar egypska letursins eru um það bil frá 3000 f. Kr. Allar götur fram til 390 e. Kr. breyttist það ekki svo orð sé á gerandi. Það eina sem virðist hafa gerst í þróunarátt er að táknunum fjölgaði. Giskað er á að þeim hafi fjölgað úr 700 í 5000 tákn á tíma- bilinu. í Egyptalandi hinu forna varð eftirsótt starf að verða skrifari. Eins og hjá Súmerum var skriftin líka notuð til þess að halda reikninga, einnig til þess að skrifa niður lög, til að festa kaup- eða hjúskaparsáttmála. Myndletrið hefur líka orðið minn- ismerki um forna hámenningu. Fyrir 5000 árum notuðu skrif- arar örk af papýrus, túss og oddmjóan penna. Pensill var einnig mikið notaður og gaf hann meira svigrúm fyrir breið og mjó strik og hentaði vel fyrir hallandi skrift sem varð sí vinsælli. Orðum er yfirleitt ekki skipt og upphafsstafir ekki greindir frá litlum stöfum. Stundum kom þó fyrir að punktur eða komma voru notuð til að aðgreina orð. Kommur yfir orð og tákn um hlé til öndunar við upplestur koma einstöku sinnum fyrir í ljóðum og oftast hefur þeim verið bætt inní eftir á. Það má merkja af breyttri rithönd. Merkjasetning eins og notuð er nú á tímum sést sjaldan og er þá ekki kerfisbundin. Greinaskil tíðkuðust á sama hátt og á okkar tímum. Titlar verka voru þá þegar þekkt fyrir- bæri og var þeim iðulega komið fyrir í enda rúllunnar. Sá háttur mun hafa orðið ríkjandi vegna þess að menn vöfðu rúlluna ekki til baka að loknum lestri og þess vegna var titillinn sýnilegur stæði hann í lok verksins þegar nýr not- andi kom að rúllunni. Þessi hefð fylgdi ritverkum lengi vel eða löngu eftir að menn fóru að gera skinnbækur og jafnvel prentaðar bækur. Bókmennta- og fræöiverk verða til Egypska bókmenntahefðin er sér- staklega umfangsmikil og nær yfir margs konar bókmennta- greinar t.d. rit siðfræðilegs eðlis, hyllingar til guða og konunga, sögulegar frásagnir, ævintýrasög- ur, ástarljóð, söguljóð og dæmi- sögur svo eitthvað sé nefnt. Allra þekktastar af þessum bók- menntaverkum eru svo kallaðar dauðabœkur sem voru skrifaðar með myndletri og eru frá því unt 1500 f. Kr. Þær hafa varðveist í gröfum manna í þúsundir ára en ekki er ýkja langt síðan þær fund- ust. Egyptar litu á dauðann sem framhald af þessu lífi og það þurfti að hugsa fyrir því fram- haldi. Hinir látnu voru vel útbúnir fyrir ferðina löngu inn í eilífðina og fengu með sér allt mögu- legt sem að gagni kynni að koma í öðrum heimi. Sumir fengu dauðabókina með sér í gröfina en hún tryggði eilíft og ham- ingjuríkt líf eftir þessa jarðnesku vistarveru. Hún var nokkurs konar leiðarvísir um komandi líf. Við útförina las prestur upp- hátt úr bókinni. Bókin var rúlla úr papýrus eða hör, fagurlega myndskreytt. Stærð bókanna gat verið geysimikil. Dæmi munu vera um rúllu sem var þrjátíu metra löng og um hálfan metra á breidd. Textinn var skrifaður með svörtu bleki í lóðréttum dálk- um með myndletri en á milli dálkanna voru dregnar svartar lín- ur. Hins vegar voru titill, kaflafyrirsagnir og fyrsta orð hvers kafla skrifuð með rauðu bleki. Dauðabókin hélt fullu gildi sínu þar til nokkru eftir Krists burð. Ekki má heldur gleyma vísindaverkum af ýmsum toga, sem Mynd !. Leirtafla rituð með fleigrúnum. Takið eftir áhöldunum á myndinni. Mynd 2. Höfundur dáist að risavöxnum leirtöflum íXi’an 34 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG, 1998

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.