Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 73

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 73
Á BOKASAFNINU Richard Aungerville: The Philobiblon of Richard de Bury (K. Paul, Trench & Co., 1888?) 17. kapítuli. Um að sýna tilhlýðilega ráðvendni við umsjá og hirðu bóka. Þýð.: Helga Ólafsdóttir Vér sýnum guði ekki aðeins hlýðni með því að gera nýjar bækur, heldur uppfyllum við einnig heilaga kærleiksskyldu, sumpart þegar vér meðhöndlum bækurnar varlega og sumpart þegar vér látum þeim í té takmarkalausa umönnun, eftir að hafa látið þær aftur á sinn rétta stað, svo að þær njóti hrein- leikans meðan vér höldum á þeim og hvfli öruggar. þegar þær eru lagðar aftur á sinn stað. Næst eftir messuklæðum og heil- ögum kerum sem vígð eru líkama drottins eiga hinar heilögu bækur vissulega skilið að vera meðhöndlaðar með mestu var- tíð, því mikil spjöll eru á þeim unnin, hvert sinn sem óhrein hönd dirfist að snerta þær. Þess vegna finnst oss nytsamlegt að vara stúdenta við margs konar óvanda, sent alltaf er auðvelt að komast hjá, en getur valdið bókunum afskaplegunt skaða. Fyrst og fremst ber að sýna aðgát þegar loka skal bók eða opna, svo að hvorki sé bókin opnuð með óðagoti né henni fleygt til hliðar að notkun lokinni án þess að henni hafi verið lokað á viðeigandi hátt, því það sómir sér að meðhöndla bók ntiklu gætilegar en skó. Skólanemendur eru yfirleitt illa upp alinn lýður, og sé þeirn ekki haldið í skefjum af reglunt þeirra sem eldri eru gefa þeir takmarkalausum barnaskap sínutn lausan tauminn. Þeir eru hvatvísir í hegðun og útblásnir af monti. Þeir dæma um alla hluti, eins og þeir væru öruggir unt málstað sinn, þótt þeir séu alls óreyndir. Þú sérð e.t.v. þrjóskan ungling sitja sofandalegan yfir námi sínu, og meðan vetrarkuldinn er bitur. fær hann nefrennsli vegna nístandi kulda, svo að það fer að leka úr nefi hans, og hann lætur sér ekki detta í hug að snýta sér með vasaklút fyrr en hann er búinn að væta bókina sern liggur fyrir framan hann með þessum ógeðslegu daggardropum. Bara hann liefði ekki bók fyrir framan sig heldur skinn- svuntu skósmiðsins! Hann er með kolsvarta nögl og undir henni daunillan skít, og með þessu setur hann merki, hvar sem honum sýnist. Hann dreifir um fjölda stráa, sent hann leggur hér og þar, til að stráið geti minnt hann á það sem hann getur ekki geymt sér í minni. Þar sern ntagi bókarinnar meltir ekki þessi strá og enginn annar tjarlægir þau, spenna þau bókina fyrst upp og gera þykkari en henni er eiginlegt að vera þegar hún er lokuð, og að lokunt rotna þau og gleymast. Hann blygðast sín ekki l'yrir að snæða ávexti og ost yfir opinni bók- inni eða að flytja drykkjarbikarinn kæruleysislega fram og aftur, og þar sem hann hefur enga ölmususkreppu við hendina lætur hann molana, sem eftir verða, detta niður í bókina. Með- an sífellt er verið að masa, er hann einatt að hreyta í félaga sína og um leið og hann heldur fram tjölda fullyrðinga, gjör- sneyddar skynsamlegu viti, vætir hann bókina, sem liggur op- in á hnjánum hans með því að ýra munnvatni yfir hana. Hvað fieira? Brátt hallar hann sér með krosslagðar hendur fram yfir bókina, og með stuttum lestri býður hann lieim löngum svefni, og til að slétta hrukkurnar beygir hann blaðjaðrana aftur bókinni til ólítils tjóns. Nú er regntíminn liðinn og horfinn og blómin eru komin fram í landi voru. Þá kemur að því að umræddur nemandi, sem fremur er bækur vanrækjandi en fróðleik í þær sækjandi. treður í bók sína fjólum og maríu- lyklum, rósunt og fjögralaufasmára. Þá mun hann nota rakar hendur sínar, sem svitinn drýpur af, til að fletta bókununt. Þá ntun hann slá á hvítt bókfellið með rykugum hönskunum, og fara yfir blaðsfðuna línu eftir línu með vísifingrinum klæddum gömlu skinni. Við stingandi flóarbit er hinni helgu bók síðan fleygt til hliðar, og henni er varla lokað innan mánaðar. en bólgnar út af því ryki, sem í hana safnast, svo hún lætur ekki undan þó að reynt sé að loka henni. Einkum ætti þá að stemma stigu við því að þeir ófyrirleitnu unglingar snerti bækur, sem taka upp á því, um leið og þeir hafa lært að draga til stafs, ef þeir fá tækifæri til, að gera athugasemdir af miklunt vanefnum við hinar fegurstu bækur. og eru reiðubúnir að krabba eitthvað klunnalega þar sem þeir sjá vel væna spássíu utan með texta: og fljúgi þeim skyndilega einhvers konar smekkleysa í hug, vogar ósiðlátur penni þeirra sér óðara að skrifa hana. Latínusveinninn, heimspekineminn og hver og einn fáfróður skrifari reynir þar hvort penni hans dugir, en það höfum við rnjög oft séð rýra bæði notagildi og verðmæti hinna fegurstu bóka. Þá eru einnig til þjófar nokkrir, sent vinna bókunt hið mesta tjón með þvf að skera ræmur af blaðjöðrum til að nota sem bréfsefni og skilja textann einan eftir, ellegar þeir taka til hlífðar, til annarlegra nota, en þess háttar helgispjöll ætti að fyrirbjóða undir banns pínu. Það hæfir einnig kurteislegri liegðun skólanemenda, að þeir láti jafnan handþvott fara á undan lestri, þegar þeir hverfa aftur að nánti að loknum máltíðum, en fingur ataður floti fái ekki áður blöðum að fletta eða spennslum frá að spretta. Ekki má grátandi barn fá að dást að myndum upphafsstafanna, svo að það bletti ekki bókfellið nteð votri hendinni, því að það snertir óðara allt, sent það sér. Ennfremur eru leikmenn, sem líta eins á bók, hvort sem hún snýr öfugt eða er opin á eðli- legan hátt, öldungis óverðugir alls samneytis við bækur. Sá lærði verður einnig að sjá um að sótugur eldhússtrákur með eiminn af pottunum snerti ekki liljur bókanna óþveginn, en sá sem fram gengur flekklaus á að varðveita dýrmætar bækur. Hreinleiki ráðvandra handa væri bæði bókum og nemendum að miklu liði. ef útbrot og bólur væru ekki klerkleg einkenni. Jafnskjótt og skentmda verður vart á bókum, ætti þegar í stað að gera við þær, þar sem ekkert lengisl hraðar en rifa, og sprunga, sem ekki er skeytt um í svip, þarfnast síðar viðgerðar nteð vöxtum. Sá hógværi maður Móses kennir okkur í 31. kapítula fimmtu Mósebókar, hvernig hægt er með góðu móti að gera bókahirslur, þar sem varðveita má bækur öruggar fyrir öllu hnjaski: „Takið lögmálsbók þessa,“ segir hann, „og leggið hana við hliðina á sáttmálsörk drottins guðs yðar.“ Ó, hve hæfilegur staður og þægilegur bókasafni, enda var hann gerður af akasíuviði, sem ttldrei fúnar, og allur lagður gulli að innan og utan. En öllu óráðvendnishirðuleysi í meðferð bóka hefur Iausnarinn vísað á bug rneð fordæmi sínu, svo sem lesa rná hjá Lúkasi í 4. kapítula. Þvf að þegar hann var búinn að lesa spádómsorð ritningarinnar, sem urn hann vóru skrifuð, í bókinni sem honum hafði verið rétt. fékk hann ekki þjóninum hana aftur, fyrr en hann var búinn að loka henni með helgurn höndurn sínum. Með þessu er brýnt fyrir nemendum, að varð- andi umhirðu bóka skuli ekki einu sinni hið allra smá- vægilegasta vanrækt. BóKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199« 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.