Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 8
Stefanía Júlíusdóttir Að stuðla að viðhaldi lýðræðis — Hlutverk bókasafnsfræðinga á upplýsingaöld firráð yfir upplýsingum eru nauðsynleg þeim sem með völd fara. í lýðræðisþjóðfélögum er þekking og aðgangur að upplýsingum nauðsynleg fyrir al- menna borgara til þess að halda rétti sínum gagnvart M valdhöfum og til þess að mynda sér stjórnmála- skoðanir í samræmi við hagsmuni sína. Lýðræði Vesturlanda byggist, að miklu leyti, á uppfræðslu almennings. Því upplýstari sem almenningur er þeim mun betur virkar lýðræðið. Til þess að almenningur geti aflað sér þekkingar reka opinberir aðilar heimildasöfn. Til þeirra er aflað nauðsynlegra gagna, sem eru skipulögð og skráð til þess að hægt sé að sjá hvað er til og hvernig má nota það. Slíkar tölvuskrár eru aðgengilegar í bein- línuleitum heimshorna á milli. Öll umsýsla heimildasafna sem geyma upplýsingar, svo sem gerð þeirra, skipulag, skráning, flokkun, varðveisla, aðgangur, eignarréttur, notkun, sala og leiga, skiptir máli, því á þeim byggist afkoma einstaklinga og þjóða og valdakerfi heimsins. Réttur almennings, hér á landi, til þess að afla og nýta upplýsingar er tryggður með lagasetningu. í nýútkomnum ritum um íslenska upplýsingasamfélagið og framtíðarþróun þess kemur fram að stefnt er að því að: Islend- ingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsinga- tœkni í þágu bœtts mannlífs og aukinnar hagsœldar. (I) Þar er almenningsbókasöfnum m.a. ætlað það mikla hlutverk að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi, alþýðumenntun og velferð borg- aranna (2) og í stefnumótun í upplýsingamálum innan heil- brigðiskerfisins er eitt markmiðið að: faglœrðu starfsfólki í heilbrigðisþjónustu verði tryggður aðgangur að völdum gagna- bönkum um heilbrigðismál sem og sérhœfðu námsefni og nám- skeiðum um notkun upplýsingatœkni í heilbrigðisþjónustu. (3) I þessari grein er lýst ýmsum þáttum í starfsemi bókasafna og upplýsingamiðstöðva, mikilvægi aðgengis að upplýsingum fyrir almenning, hættu sem getur skapast við takmörkun á aðgangi að upplýsingum og hlutverki bókasafnsfræðinga við að tryggja almenningi aðgang að upplýsingum. Þær framfarir, sem tölvuvæðing getur skapað, með auknum og auðveldari aðgangi að upplýsingum gæti snúist í andhverfu sína ef ekki er fylgst með þróun tölvutækrar útgáfu og séð til þess að aðgangur almennings að tölvutækum útgáfuritum sé óheftur og frjáls. Mikilvægi upplýsinga Mikilvægi upplýsinga er ekki ný bóia. Tilvist og rekstur skipu- lagðra þjóðfélaga byggist á upplýsingum. Heimildasöfn með upplýsingum sem gegndu sambærilegu hlutverki og opinber skjala- og bókasöfn á okkar tímum voru til fyrir daga ritlistar. Þau voru forsenda þess að skipulögð þjóðfélög gátu þróast. (4) Frá upphafi hefur skráning, skipulag og varðveisla, ásamt rétt- inum til þess að hafa aðgang að upplýsingum skipt sköpum fyrir valdhafa. Stofnandi kínverska keisaraveldisins, Qin, sem uppi var um 220 árum f. Kr. lét, að tillögu ráðgjafa síns, brenna öll rit sem fjölluðu um annað en lækningar, landbúnað og trú- fræði, í því skyni að forheimska þjóðina til þess að ekki væri hægt að gagnrýna aðgerðir stjórnvalda á grundvelli þekkingar um fortíðina. Þegar það dugði ekki til var landið hreinsað af menntamönnum. Ríki Qins stóð á þriðja árþúsund. (5) í tímans rás hefur það verið breytilegt, á Vesturlöndum, hverjir töldust eigendur heimildasafna og einnig hverjir höfðu leyfi til þess að nota þau. Lengst af var aðgangur að heimildum, sérstaklega frumheimildum, en einnig eftirheimildum, takmark- aður við kirkjulega og veraldlega valdhafa, sem töldust eigend- ur heimildasafnanna. Nýting þeirra takmarkaðist jafnframt við þá sem höfðu þekkingu til og efni á, þegar um eftirheimildir var að ræða, að nýta sér þær. (6) í frönsku stjórnarbyltingunni varð gerbreyting á aðgangi að skráðum heimildum í hinum vestræna heimi, jafnt frumheimild- um (7) sem eftirheimildum. (8). Ákveðið var að útgáfurit á bókasöfnum skyldu framvegis vera eign þjóðarinnar til afnota fyrir alla. Ritin voru tekin eignarnámi. Stærsti hluti þeirra fór til Konunglega bókasafnsins í Frakklandi sem gert var að þjóð- bókasafni Frakka, opnað almenningi og nefnt Bibliothéque Nationale. (9) Til þess að borgararnir gætu nýtt sér ritin urðu þeir að vita hvað var til. Skrá var því gerð eftir samræmdum reglum, fyrstu skráningarreglum þjóðar, yfir rit í hverju héraði. Afrit skránna var sent á spjöldum til Parísar þar sem þau fóru í samskrá yfir ritakost landsins. Með þessum hætti voru skráðar um þrjár miljónir útgáfurita. Sjá mátti í skránum hvað til var í hverju héraði og einnig hvað til var í öllu landinu af útgáfu- ritum. (10) Á átjándu og nítjándu öld var öðrum þjóðbókasöfn- um komið á fót í Evrópu, meðal annarra Landsbókasafni Islands árið 1818 (11). Á þessum tíma var einnig mörgum einkabóka- söfnum komið á fót. (12) í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar urðu jafnframt þátta- skil í starfsemi skjalasafna. Fyrsta þjóðskjalasafnið, Archives Nationales, var stofnað 1790 í París og árið 1794 var gefin út tilskipun sem kvað á um að skjalasöfn annarra opinberra aðila heyrðu undir þjóðskjalasafnið, um þetta voru sett lög árið 1796. Samkvæmt tilskipuninni 1794 fékk almenningur lagalegan rétt til aðgangs að skjölum sem voru lögleg sönnunargögn (13). Þess vegna hefur tilskipunin verið nefnd yfirlýsingin um skjal- réttindi manna (14). Viðurkenning á þjóðfélagslegu mikilvægi 8 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.