Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 35

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 35
fengu rými í rituðu máli í fornöld, svo sem læknavísindum og enn síður textum sem fjalla um spádóma og galdra, matargerð- arlist og að sjálfsögðu stjörnufræði og tímatalsreikning. Daga- talið sem áður hafði verið stillt af við tunglið, var ca 2000 f.Kr. lagað eftir gangi sólar og árinu var skipt í 365 daga. Bæði í Egyptalandi og í Mesopotamíu voru það forréttindi að kunna að lesa og skrifa og að ná góðu valdi á listinni þýddi auk- ið vald. Öll kennsla fólst í því að kenna fólki listina að skrifa og fór kennslan fram í musterunum. Skrifarinn, sem hafði veiga- miklu hlutverki að gegna í samfélaginu, losnaði undan erfiðis- vinnu, var mikils metinn, bjó við velsæld og síðast en ekki síst hafði hann mikil áhrif. Margar gátur um skrifletur í Mesopótamíu og Egyptalandi hafa nú verið leystar en ekki er sömu sögu að segja um letur sem notað var á eynni Krít í fornöld. Vís- indamenn hafa átt í erfiðleikum með að ráða í letrið sem þar var notað og sennilega einnig notað á meginlandinu þ.e. Pelopsskaga. Verður ekki fjallað nánar um það hér. Mynd 3. Skrifari við störf sín Ritlistin berst til Evrópu A 16. öld f.Kr. fór þjóðflokkur nokkur á Sínaískaganum að breyta híróglífunum í hljóðletur. Þetta stafróf hafði 22 sam- hljóða en sérhljóðarnir voru ekki skrifað- ir. Stafróf þetta breiddist út og meðal þeirra sem tóku það upp voru Fönikíu- rnenn. Þeir voru afbraðs siglingamenn og fóru víða og báru með sér menningu sína. Þeir kenndu Grikkjum stafróf sitt og varð það afdrifaríkt því þaðan breiddist það hratt út. Þau stafróf sem notuð eru á Vest- urlöndum eiga rætur að rekja til stafrófs Fönikíumanna. Grikkir komust í kynni við samhljóða- skriftina um 800 f. Kr. og betrumbættu hana með því að bæta inn táknum fyrir sérhljóð enda þurfti mál þeirra á því að halda. Þar með tóku þeir síðasta skrefið að fullmótaðri hljóðskrift og sköpuðu urn leið skrifletur Vestur- landa sem síðan hefur haldið því formi sem Grikkirnir gáfu því í upphafi. Þannig fengu Grikkir letur sent var auðlært og auð- lesið og er áreiðanlega sveigjanlegasta skriftarkerfið sem notað hafði verið til þessa. Þar með hófst hinn sögulegi tími á Grikk- landi en einmitt Grikkir urðu frumkvöðlar í menningarlegu tilliti. Frá þeim höfum við Vesturlandabúar þegið hvað mest allra þjóða menningarlega séð. Gríska skrifletrið þróaðist síðan í tvær greinar. Ákveðin þróun varð í vesturátt og önnur til austurs. Hin austlæga þróun nær til dæmis til kyrilliska letursins sem notað er í Rússlandi og hjá Skreyting úr miðaldahandriti öðrum slavneskum þjóðum. Hin vestlæga gerð varð síðan upp- haf að latínuletri því sem Vesturlandabúar nota enn í dag. Róm- verskir leturgrafarar fundu þessu letri farveg. Þetta letur er oft kallað kapitalletur og er eingöngu stórir bókstafir. Á þeim grunni byggði hversdagsletur samtímans. Þessu tilheyrir skáletur eða kursivskriftin svo og únsíalskriftin, sveigt hástafaletur, sem var notuð í bókletur sem þróaðist um 300 e.Kr. Hálfúnsíalletrið kom síðan um 500 og var miklu léttari leturgerð. Frá henni höfum við þróað litlu bókstafma. Hún formaðist rækilega í svo kallaðri karólínskri lágstafaskrift eða karlungaletri, sem átti uppruna sinn í Frakklandi á 8. öld. Frá 12. öld hafði gotneskur stíll, sem er brotið letur, æ ineiri áhrif á leturgerð. Bókstafirnir urðu háir og grannir eins og sjá má af textúrleturgerð 15. aldar og brotaleturgerð 16. aldar. Kristnin eykur útbreiðslu ritlistarinnar Gallar þágu latínuna í arf frá Rómverjum og fengu leturgerð- ina í kaupbæti. Fimrn öldum sfðar eða um 800 lagði Karl mikli, sem sjálfur mun ekki hafa kunnað að skrifa, ofuráherslu á að ná aftur tökum á þeirri menningu í Frakklandi sem hafði farið nokkuð halloka fyrir barbörum Evrópu. Um aldir var latína notuð í ríki Franka. Á tímum útbreiðslu kristninnar var latína rnálið sem menn notuðu við skriftir og við að endurrita texta. Saga rit- listarinnar í Evrópu er að mestu varðveitt í handritum sem voru í höndum kristinnar kirkju á miðöldum. 1 meira en þúsund ár var ritlistin forréttindi rnunka. Munkar snemmmiðalda voru oft á tíðum fátækra manna synir sem höfðu verið sendir af fjölskyldum sínum í klaustur til að afla sér menntunar og þjóna síðan þar guði sínum. Ekki síður voru það menn sem vegna sannfæringar sinnar vildu setjast að í klaustrum og ganga reglu þeirra á vald eða þá þeir voru á flótta frá óstöðugleika og erli lífsins utan klausturveggjanna. Þeir voru frábrugðnir skrifurum Mesópótamíu og hinna fornu Egypta að því leyti að þeir gáfu sig ekki listinni á vald í sama mæli og fyrirrennarar þeirra og skriflistin færði þeim ekki samsvarandi völd. En óhætt er að segja að listsköpun munkanna hafi fengið annan og ekki síðri farveg. Það voru þeir sem þróuðu skriftina sem listgrein „kalligrafi“. Handril þeirra, sem prýdd voru forkunnarfögrum lýsingum, gera það að verkum að fyrstu bækur Vesturlanda eru ómetanlegir dýrgripir. Víða í klaustrunum var skylda að vinna eitthvað við skriftir. Vafalaust hefur það verið mismikið eftir vilja og getu hvers og BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.