Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Page 45

Bókasafnið - 01.01.1998, Page 45
fram vitnisburð prófessors í arkitektúr sem staðfesti að Arx væri ekki ,bygging\ Vilks á ekki í digra sjóði að sækja og voru því góð ráð dýr. Sem fyrr seldi hann sjálfan gripinn, en nú með sama hætti og sumir gera þegar um er að ræða dýrar og fágætar bækur. Með því að verðleggja hverja blaðsíðu í Arx á 100 sænskar krónur fékk hann þá fjárhæð sem til þurfti og 200 krón- ur að auki. Þeir sem keyptu fengu þó ekki síðurnar með sér heim heldur sérstakt skjal sem staðfesti að ákveðin blaðsíða í Arx væri eign viðkomandi. Um þessar mundir vinnur Lars Vilks að ,prentun’ eintaks númer tvö af Arx en ætlunin er að alls verði upplagið 50 eintök. Hvernig skylduskilin munu eiga sér stað er enn nokkuð óljóst því hvert eintak vegur sem fyrr segir um 150 tonn. Sendingarkostnaður fellur þó samkvæmt prentskila- lögum ekki á prentsmiðjurnar heldur eru það prentskilasöfnin sem greiða póstburðargjaldið. Er öllum ljóst að það verður ekki lítil upphæð. Þriðja eintakið af Arx varð lii í sambandi við listasýningu á þorr- anum 1994 í Helsingborg. Samtímis kom Arx út í 'pocket’ í samtals 50 eintökum. Vasaútgáfan var úr steinsteypu og pappír, 10x15x5 cm að stærð og vóg 0,6 kg. Eftir sýninguna var hins vegar þriðja eintakið rifið sundur og glataðist þar með alger- lega. * * * Nú er eflaust margur sem segir að Arx sé ekki bók. Hvað er þá bók? Eitthvað sem er innbundið í spjöld og hægt er að fletta. Hvað þá um papýrusrúllur? Hvað með leirtöflur? Hvað með rafrænu bókina? Nei, bók er miklu meira en það sem er prentað á pappír og bundið í spjöld. Það sem hefur númer samkvæmt ISBN-kerfinu hlýtur að teljast bók. Það eru að sjálfsögðu til margar bækur án ISBN, en Arx er ekki bók utan númerakerfisins. Allar bækur hafa ein- hvern höfund, þótt oft sé hann ókunnur eða feli sig á bak við dulnefni. Þannig er ekki með Arx. Höfundurinn er þekktur. Flestar bækur hafa einhvern titil, og það hefur Arx, sent meira að segja hefur undirtitil sem lýsir nokkuð innihaldinu. Einhver gömul skilgreining segir að bók skuli vera a.m.k. 49 síður. Arx er 352 síður. Önnur skilgreining segir að bók skuli kosta a.m.k. einn dollar. Arx kostar yfir 10.000 dollara. Arx er bók sem hægt er að lesa. Margar síður hafa ýmis tákn faststeypt, það eru ekki beinlínis bókstafir heldur meira í ætt við fornar myndrúnir. Þar má nefna gömul armbandsúr sem sýna sumartíma, þar er sænsk smámynt sem sýnir verðlag hér á árum áður, flöskuupptakari sem sýnir margt, byssugikkur sem sýnir enn meira og húslykill sem sýnir að einhvern tíma hafa verið til verðmæti einhvers staðar sem þurfti að læsa inni. En er Arx bók? * * * Þær bækur sem við höfum vanist uppfylla ákveðin skilyrði sem gera þær að bókum. Og þá hugsum við fyrst og fremst um það sem prentað er í prentsmiðjum í stórum eða litlum upplögum. Prentaða bókin er hins vegar frekar ný miðað við sögu bókar- innar sem teygir sig þúsundir ára aftur í tímann. Fyrir aðeins 550 árum voru ekki til neinar prent- aðar bækur. Allar bækur voru handskrifaðar. Handskrifaða bók- in er að því leyti frábrugðin hinni prentuðu að einungis er til eitt eintak af hinni handrituðu, hinar prentuðu eru til í einhverju upp- lagi þar sem öll eintökin eru eins. Þó eru frávik frá þessu og á það við um báðar gerðirnar. Hand- ritaðar bækur voru fjöldafram- leiddar, stundum með svo ntikilli nákvæntni að fleiri eintök virðast alveg eins. Einungis við nákvæma skoðun kemur í ljós að mis- munur er á eintökunum. Prentuðu bækurnar hins vegar voru stundum handgerðar að einhverju leyti. Þar er handskreyting eða lýsing þeirra algengasta dæmið um mismun. En það gat líka komið fyrir að hafin var prentun einhverrar bókar þegar menn uppgötvuðu einhverja prentvillu eða annan ágalla, og þá var villan lagfærð í sátrinu og prentun síðan fram haldið. Þar með voru prentuðu eintökin ekki öll eins, og þannig er ekkert öruggt undir sólinni í þessum efnum. Áður en codex-formið kom til sögunnar á 1. eða 2. öld e. Kr. voru papýrusrúllur algengasta bókarformið. Það átti sér mörg- þúsund ára sögu, sem m.a. má sjá af fornum myndristum sem fundist hafa. Breytingin sem varð þegar skinnið kom til sög- unnar og papýrusinn vék til hliðar gerbreytti útliti bókarinnar. Það er mesta breyting sem orðið hefur í sögu bókarinnar frá upphafi fram á vora daga. Blaðsíður urðu til í stað þess að ein- ungis höfðu áður verið til dálkar. Róttækasta breytingin var að sjálfsögðu sú að unnt var að hætta lestri og loka bók í codex- formi án þess að þurfa að ,spóla til baka’ eins og gera þurfti til að rúllurnar væru tilbúnar fyrir nýjan notanda. Codex-formið er ein merkasta uppgötvun sem maðurinn hefur gert og hefur staðið af sér allt í nær 2000 ár. Á undan papýrusrúllunum voru leirtöflur notaðar til að rita á. Bókasafnið í Ebla, elsta stóra bókasafnið sem vitað er unt, var fyrir 4500 árum fullt af leirtönum sem raðað var í hillur eftir Ookkunarkerfi til þess að unnt væri að finna það sem að var leitað. * * * Fjaran er stórgrýtt og ólendandi þar á bát, svo eina leiðin liggur um einstigi niður snarbrattan kleltavegginn. Endafór enginn þangað þar til Lars Vilks, ungur maður sem bjó þar í nágrenninu og stundaði jafnframt doktorsnám í listfrœðum við Lundarháskóla, reikaði þangað eitt sinn árið 1980. (Ljósm. Ingmar Skogar) BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199« 45

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.