Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 7
eldri lögum er varða skjalamál. Ennfremur hefur félagið staðið fyrir heimsóknum í skjalastofnanir og fyrirtæki og ekki má gleyma jólafundum, ferðalögum og ýmsum atburðum af léttara tagi. Allar námsstefnur og margir fræðslufundir félagsins hafa verið opin almenningi og þátttaka jafnan góð. Fréttabréf Félags um skjalastjórn kom fyrst út í mars árið 1989 og hefur komið út nítján sinnum síðan. Það flytur stuttar greinar og frásagnir af því sem hæst ber í innlendum og erlend- um skjalamálum svo og viðtöl og fréttir af félagsmönnum. Núverandi ritstjóri er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Þörf fyrir skjalastjórn Mikil og vaxandi þörf er fyrir skjalastjórn. Ný tækni, eins og ljósritunarvélar, faxtæki og tölvur, hefur liaft í för með sér stóraukið magn af upplýs- ingum í ýmsu formi: á pappír, filmum, diskum og böndum. Hins vegar er ekki þar með sagt að hin nýja tækni hafi leitt til þess að nálgast megi upplýsingar aftur á fljótvirkan og örugg- an hátt þegar á þarf að halda. Skjalastjórn er leiðin að því markmiði. Kröfur um hagkvæmni í rekstri fyrirtækja verða sí- fellt meiri og á síðustu árum hefur gæðastjórnun og til- koma ISO-9000 gæðastaðl- anna haft umtalsverð áhrif á þörfina fyrir kerfisbundna stjórn á skjölum. Mörg fyrirtæki vinna nú að því að fá vottun fyrir vöru eða þjónustu og til þess að öðlast viðurkenningu þurfa fyrirtæki að skipuleggja og skrásetja hvað þau ætla að gera, starfa síðan samkvæmt þeim fyrirætlunum en fari eitthvað úrskeiðis þarf að vera hægt að finna út hvers vegna. Mikilvægur hluti af þessu starfi er gott skipulag skjalamála og greiður aðgangur að skjölum. Ýmis lög og reglugerðir varða upplýsingar, skjöl og skjala- söfn. Má þar nefna Lög um Þjóðskjalasafn íslands (1985), Reglugerð um héraðsskjalasöfn (1994), Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga (1989), Lög um ársreikninga og Lög um bókhald (1994). Stjórnsýslulög (1993), sem m.a. taka til þess að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varðar, og Upplýsingalög (1996), sem fjalla m.a. unt reglur um aðgang fólks að opinberum gögnum, gömlum og nýjum, hafa þó ekki síst átt þátt í því að þörfin fyrij; skjalastjórn er brýnni en nokkru sinni fyrr hjá opinberum aðilum. ingatækni til þess að stuðla að hagsæld og bættu mannlífi. Til þess að ná þessu aðalmarkmiði eru sett fram fimm önnur háleit markmið en það sem fyrst og fremst snertir þá sem starfa að skjalamálum er sú yfirlýsing að allir skuli hafa greiðan aðgang að upplýsingasamfélaginu.5 Þeir sem vinna við skjalastjórn hafa þarna mjög mikilvægu hlutverki að gegna, ekki síður en bókaverðir, að skipuleggja upplýsingar í hvers kyns formi og auðvelda aðgang að þeim. Vegna hinna öru breytinga og tækniþróunar sem eiga sér stað á hverjum degi þurfa skjalastjórnendur sífellt að fylgjast með og endurnýja þekkingu sína. í ljósi þessa hefur Félag um skjala- stjórn ætíð talið það eitt af sínum stærstu hlutverkum að skapa tækifæri til fræðslu og símenntunar fyrir félagsmenn og aðra sem þurfa á að halda. Stjórnendur eru í auknunt mæli farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að koma á skjala- og annarri upplýs- ingastjórn í fyrirtækjum sín- um og stofnunum. Grund- völlur fyrir því er að ráða hæfa starfsmenn sem hafa aflað sér góðrar þekkingar og reynslu á þessu sviði. Mikið hefur áunnist og má nefna sem dæmi að eftirlit með skjalamálum opinberra stofn- ana hefur margfaldast síð- ustu árin. Ástand skjala- og annarra upplýsingamála er þó víða slæmt og eigi framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið að verða að veruleika er ljóst að mikið verk er óunnið. Summary The 10th Anniversary of the lcelandic Records Management Association The Icelandic Records Management Association was founded on the 6th of December 1988, with 57 founding members. The purpose of the Association is to enhance knowledge and understanding of records management amongst individuals, public institutions and private firms. New technology, such as computers, photocopy machines and fax machines, has contributed to an immense increase in many kinds of documented information thus creating a need for better records manage- ment. In 1987, librarians working in various institutes and firms felt the need for an association in order to discuss improvements and better instruction in the area of records management. This group was the forerunner of the Association. The membership is now 170, one in every 16.000 Icelanders. The article concludes by emphasizing the need for better records management in Iceland. Á.A. Fyrsta stjórn félagsins frá árinu 1988: Kristín Pétursdóttir, Ragnhildur Bragadóttir, Jóhanna Gunnlaugssdóttir, Kristín Olafsdóttir, Svanhildur Bogadóttir, Kristín Geirsdóttir. Framtíðarsýn í upríl 1995 setti ríkisstjórn Islands fram stefnuyfirlýsingu þar sem lagður er grunnur að stefnumótun í málefnum upplýsinga- samfélagsins íslands. Henni var fylgt eftir í október 1996 með tveimur niðurstöðuskýrslum. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar setur fram það aðalmark- mið að íslendingar verði meðal fremstu þjóða í nýtingu upplýs- Neðanmálsgreinar 1 Lögfélags um skjalastjórn (Reykjavík: Félag um skjalastjórn, 1988). 2 David O. Stephens, Records management in Australia, Records Management Quarterly 28 (January 1994), 58. 3 Kristín H. Pétursdóttir, Skjala- og upplýsingastjórn, Bókasafnið 11 & 12 (1988), 52. 4 ísland, Lög nr. 66 um Þjóðskjalasafn íslands 27. júní 1985 (Reykjavík: Alþingi, 1985). 5 Framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið (Reykjavík: Ríkisstjórn íslands, 1996), p. 15. BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199« 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.