Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 44

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 44
STEINGRtMUR JÓNSSON Hvað er bók? Nyrst og vestast á Skáni gengur alllöng vík inn í landið og heitir hún Skálderviken. Sunnan og vestan hennar er nes eitt, hálent nokkuð miðað við landið umhverfis, klettótt yst og að norðanverðu. Af sjó er nesið tilkomumikið að sjá og heitir það því mikla nafni Kullaberg eða Hæðarfjall. Yst heitir nesið Kullen og er þar vinsæll útsýnisstaður sem fjölmargir sækja heim á fögrum sumardegi. Nesið er friðland þar sem óheimilt er að byggja eða breyta nema að fengnu samþykki yfirvalda. Norðantil á nesinu, spölkorn inni í Skálderviken, er dálítið vik eða dæld inn í klettótta ströndina. Fjaran er stórgrýtt og ólendandi þar á bát, svo eina leiðin liggur um einstigi niður snarbrattan klettavegginn. Enda fór enginn þangað þar til Lars Vilks, ungur maður sem bjó þar í nágrenninu og stundaði jafn- framt doktorsnám í listfræðum við Lundarháskóla, reikaði þangað eitt sinn árið 1980. Eins og títt er um doktorsnema átti hann í hugarstríði þegar hann velti fyrir sér teoríu og raunveru- leika í listinni. Hvernig myndu iistaverk líta út þegar allar hefð- bundnar listastefnur hefðu runnið skeið sín á enda? Hann dró til nokkra steina þarna í fjörunni og hugðist skapa einhvers konar pýramída. Vilks fann fljótt að steinarnir voru þungir og byrjaði þess vegna í staðinn að safna sprekum sem hann negldi saman. Þegar spýtnadraslið í fjörunni var uppurið tók hann að safna greinum og kvistum í skóginum uppi á ásnum ofan við dældina. Allt þetta negldi hann saman í fjörunni, og smám saman stækk- aði spýtnahrúgan og varð að einhverju sem fékk nafnið Nimis (lat.: ,of mikið’). Næstu mánuðina og árin fór Vilks reglulega í víkina norðan á Kullabergi, safnaði sprekum og negldi þau saman. Nimis óx og dafnaði, og tók brátt á sig mynd sem einhvers konar gríðarstór kastali eða kolkrabbi úr tré sem teygði anga sína úr fjörunni langt upp í hlíðina fyrir ofan. í ársbyrjun 1982 barst Vilks brúnt umslag í pósti. Yfirvöld landsins spurðu spurninga um framkvæmdirnar í friðlandinu. Blaðamenn komust á snoðir um málið og frétt kom í sjónvarp- inu. Friðurinn var úti. Fólk fór að koma til að skoða. Það var erfitt að rata, og setti Vilks því upp merkingar. Og við einstigið setti hann upp kaðal til að enginn skyldi hrapa í kettunum. En það var ekki bara forvitið fólk sem kom og vildi sjá og heyra. Það komu líka menn í opinberum erindagjörðum, menn sem voru í vinnu sinni. Yfirvöldin sem áttu að sjá til þess að ekki væri byggt eða breytt í friðlandinu. Og þeir komu ekki með friði. Þeir tóku alla vegvfsa og merkingar, og meira að segja kaðalinn. Engu mátti breyta og ekkert bæta í friðlandinu. Og þeir kærðu Lars Vilks og drógu hann fyrir dómstóla. Framhald baráttusögu Lars Vilks við yfirvöld landsins skal ekki rakið hér.* Hann hefur verið fundinn sekur og dæmdur til að fjarlægja Nimis. Til að borga fjársektir seldi hann Nimis þýska listamanninum Joseph Beuys, og þar með var allt málið orðið flóknara því þá var það orðið að milliríkjamáli. Þegar Beuys andaðist 1986 varð Nimis eign ungversk-ameríska lista- mannsins Christos sem heimsþekktur er fyrir ýmis náttúrulista- verk sín, t.d. gulu og bláu regnhlífarnar í Ameríku og Japan og ekki síst fyrir að hafa pakkað inn þinghúsinu í Berlín. Yfir- völdin sænsku héldu þó áfram að ofsækja Vilks, sem fyrir tveimör árum neyddist til að grfpa til þess örþrifaráðs að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á norðurströnd Kullabergs. Ríkið Ladónía er bæði konungsríki og lýðveldi, forseti landsins býr í Brasilíu en drottningin í Svíþjóð. Ríkisborgarar eru um 3000 talsins og hafa flestir þeirra að vísu aldrei komið til Ladóníu en halda sambandi hver við annan um Internet og fá upplýsingar um heimasíðu Ladóníu. URL: <http://www.aim.se/ladonia/> Forvitið fólk kemur hins vegar alltaf til að sjá og heyra, og lætur nærri að um 30.000 manns klöngrist niður einstígið á hverju ári. Upp úr 1990 sneri Lars Vilks sér aftur að steinunum í fjör- unni. Þeir voru reyndar jafn þungir og forðum, en það leysti hann með því að velja þá minni. Hann hóf að byggja eitthvað sem hann vissi ekki hvað var. Með steinum úr fjörunni, stein- steypu og járni sem hann bar með sér í bakpoka að heiman, stækkaði nýja verkið sem fékk nafnið Arx (lat.: ‘virki’). Þegar Vilks hafði verið að í 2-3 ár átti bókaútgefandi einn í Lundi leið framhjá. Hann sá strax að þetta sem Vilks var að gera var bókl Vilks létti stórum, og þegar bókaútgefandinn bauðst til að gefa Arx út á forlagi sínu Nya Doxa, tók Vilks tilboðinu fegins hendi. Arx fékk sitt ISBN 91-88248-47-X og er skráð í LIBRIS samskrána sænsku <http://www.libris.kb.se>. Fullur titill er Arx: en bok om det outsagliga, útgefin 1993 af Nya Doxa, 352 síður, 6 m á hæð og 12 m á breidd, og er þar með í svonefndu grallarabroti eins og það er nefnt þegar hæð bókar er minni en breidd. Bókin vegur um 150 tonn, og leiðbeinandi verð til bóksala er 89.240:00 sænskar krónur. Háskólabókasafnið í Lundi sem lögum samkvæmt er prentskilasafn sem á rétt á öllum sænskum bókum hefur farið fram á skylduskil til safnsins en því miður ekki fengið enn sem komið er. Þess vegna er eintak ekki til, sem ráða má af LIBRIS þar sem Arx hefur status: Saknas i L. Yfirvöld landsins stefndu Lars Vilks fyrir lög og rétt vegna Arx. Reyndar flækti það málið þegar ljóst varð að um bók var að ræða því þá snerist málið um prentfrelsi sem bundið er í stjórnarskrá. Engu að síður var Vilks dæmdur til að greiða 35.000 sænskar krónur í sekt til ríkisins fyrir ólöglega bygging- arstarfsemi eins og það var kallað. Skipti engu þótt Vilks legði BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.