Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 49

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 49
þessum samtökum fylgir áskrift að tímaritinu Fontes artis musicae. f 4. hefti árið 1997 birtist í fyrsta sinn skrá um íslensk- ar bækur á sviði tónlistar s.l. 10 ár, en í tímaritinu birtast árlega skrár frá hinum ýmsu aðildarlöndunr undir fyrirsögninni „Recent publications in music“. Landsbókasafn gekk einnig í IASA (International Association of Sound and Audiovisual Archives) í ársbyrjun 1996. IASA samtökin voru stofnað árið 1969 undir handaijaðri UNESCO í þeim tilgangi að efla alþjóðlegt samstarf stofnana og safna er hafa með hljóðrit að gera. Náin tengsl eru milli IAML og IASA. IASA gefur m.a. út tímaritið IASA Joumal og fréttabréfið IASA Information bulletin. Safnadeild RÚV er einnig aðili að IASA. I þessum samtökum starfa ýmsar nefndir og samstarfs- hópar sem fjalla m.a. um skráningu hljóðrita, útgáfu hljóðrita- skráa, siða- og lagareglur, tækniþróun, hljóðritadeildir þjóð- bókasafna og safnadeildir útvarpsstöðva. Norðurlöndin starfa saman í „IASA-Nordic Branch“. Tón- og mynddeild á ekki formlega aðild að þeim hópi, en fær reglulega send fréttabréf og fundargerðir. Óformlegur félagsskapur bókavarða í tónlistar- bókasöfnum á islandi - „tónlistarbókasafnahópur" Haustið 1995 stofnuðu nokkrir bókaverðir, sem starfa í söfnum rneð tónlistarefni, á Reykjavíkursvæðinu með sér óformlegan félagsskap. Þessi hópur hefur hist nokkuð reglulega síðan, en í honum eru fulltrúar frá tónlistardeildum almenningsbókasafna, nokkrum tónlistarskólum, Sinfóníuhljómsveit fslands, fslenskri tónverkamiðstöð og safnadeild RÚV. Tilgangurinn var að kanna starfsemi tónlistardeilda og tónlistarbókasafna og stuðla að samvinnu með þessunr safnategundum og e.t.v. verður þessi hópur vísir að öflugra samstarfi á því sviði. Þótt tónlistarlíf á íslandi sé blómlegt þá er starfsemi tónlistarbókasafna hér lítt sambærileg við önnur lönd. Tónlistarkennsla á háskólastigi á íslandi fer fram í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Sá skóli hefur um árabil rekið umtalsvert bókasafn, en opinber fjárframlög verið af skornum skammti. Fjölmargir tónlistarskólar eru á Reykjavíkursvæðinu og vítt unr land og reka flestir sín söfn af vanefnum eftir því að best er vitað. Tónlistardeildir almennings- bókasafna starfa víða myndarlega og lána út tónlistarefni af ýmsu tagi. Þessa starfsemi þarf að kanna og koma á samvinnu og samvirkni milli hinna ólíku safnategunda eftir því sem unnt er. Hér gæti Landsbókasafn gegnt veigamiklu hlutverki vegna lagalegrar skyldu sinnar um öflun, varðveislu og miðlun alls útgefins tónlistarefnis á Islandi. Varðveisla tónlistarefnis og möguleikar til rannsókna Island Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn, arftaki Lands- bókasafns íslands, er nú. sá aðili sem samkvæmt lögum skal varðveita og gera aðgengilegt tónlistarefni sem gefið er út á ís- landi, bæði hljóðrit og prentað efni. Öllum eru kunnug þrengsli og vanbúnaður í gamla Safnahúsinu til þessara hluta og miklar vonir voru því bundnar við nýtt húsnæði í Þjóðarbókhlöðu. Þær vonir hafa ræst að því leyti, að með tilkomu Tón- og mynd- deildar hefur verið komið upp aðstöðu til hlustunar á íslensk hljóðrit í fyrsta sinn síðan þau voru gerð skilaskyld 1977. I marsmánuði 1994 komu fram vel rökstuddar hugmyndir um tónlistarsafn í Þjóðarbókhlöðu í greinargerð með þverpólitískri þingsályktunartillögu sem Þuríður Pálsdóttir söngkona flutti ásamt sjö öðrum þingmönnum. Tillaga til þingsályktunar um varðveislu tónlistaraifs í Þjóð- bókasafni Islands. „Alþingi ályktar að fela menntamálaráð- lierra að skipa nefnd tónlistar- og safnamanna sem setji fram tillögur um það hvernig best verði staðið að varðveislu tón- listarefnis í Þjóðbókasafni Islands. Jafnframt setji nefndin fram tillögur um hvað þurfi að gera til að sá menningararfur nýtist sem best komandi kynslóðum í sérstakri tónlistardeild innan safnins “. Þessi tillaga hlaut mjög jákvæða fyrstu umræðu og var með samhljóða atkvæðagreiðslu vísað til síðari umræðu og mennta- málanefndar. Því miður fer engum sögum af síðari umræðu, nefndarskipan né nefndaráliti. Málið dagaði einfaldlega uppi. Varla er hægt að tala um heildarstefnu ríkisvalds um varð- veislu íslensks tón- og myndefnis. Eins og að framan segir hefur þjóðdeild Landsbókasafns verið skylt að varðveita og miðla útgefnu hljóðrituðu efni frá árinu 1977. Kvaðir um varð- veislu á útgefnu prentuðu tónlistarefni ná lengra aftur í tímann því lög um skylduskil til íslenskra safna á prentuðu efni voru fyrst sett árið 1886. Þrjú eintök af íslenskum hljóðritum þ.e. „hljómplötum og annars konar tón- og talupptökum“ eru skilaskyld samkvæmt Lögunt um skylduskil nr. 43/1977, en þar segir einnig í I. kafla, 1. gr.: „Tilgangur þeirrar skilaskyldu sem á er lögð í II. kafla laga þessara er að tryggja: a) að unnt sé að varðveita til frambúðar það efni, sem skilaskylda nær til; b) að unnt sé að gera og gefa út tæmandi skrár um þetta efni eða tiltekinn hluta þess; c) að efnið geti verið tiltækt til nota vegna rannsókna, opin- berrar stjórnsýslu eða annarra réttmætra þarfa“. Auk hljóðritanna skal allt annað útgefið tónlistarefni, nótur, smáprent, tímarit og bækur vera tiltækt í Landsbókasafni eins og áður er sagt og auk þess eru handrit allmargra íslenskra tón- skálda varðveitt í handritadeild safnsins. Ærið efni til rann- sóknar- og fræðistarfa á íslenskri tónlistarsögu er því að finna í Þjóðarbókhlöðu. Rikisútvarpið varðveitir samkvæmt Útvarpslögum nr. 68/1985 (III. kafli, 17. gr.) sínar upptökur: „Ríkisútvarpinu ber að stuðla að því að frumflutt dagskrárefni stofnunarinnar verði varðveitt til frambúðar“. í Lögum um Þjóðskjalasafn íslands nr. 66/1985 (3. gr.) kemur fram að „Ríkisútvarpið (hljóðvarp og sjónvarp) skal varðveita myndbönd, plötur og hljómbönd eftir því sem útvarpsstjóri og útvarpsráð ákveða í samráði við þjóðskjala- vörð“. Sú undantekning er gerð í lögunum, að Ríkisútvarpið þarf ekki að afhenda Þjóðskjalasafni fslands þau gögn sem talin eru upp í þriðju málsgrein þriðju greinar ofangreindra laga, BÓKASAFNIÐ 22. ÁHG. 1998 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.