Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 63

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 63
tilfellum tilneydd til að taka afstöðu og bæði skilgreina not- endahópa sína og jafnvel forgangsraða þeim að einhverju leyti. Háskólanemar þurfa að fá betri upplýsingar um mismuninn á almenningsbókasafni og háskólabókasafni og um leið hvaða þjónustu er að vænta frá hvorri safnategundinni fyrir sig. I Östergötaland hefur upplýsingum verið dreift til háskólanema, sem segja til um hvaða þjónustu almenningsbókasöfn veita þeim og hvaða þjónustu þau veita þeim ekki. Að sama skapi fá nemendur hliðstæðar upplýsingar í notendafræðslu í háskólan- um (Klasson 1988). 2.2 Almenningsbókasöfn eru flóknar stofnanir Almenningsbókasöfn eru að mörgu leyti flóknar stofnanir. Bókasöfn eru ekki gróðastoínanir, þeim er ætlað að veita þjón- ustu. Af þessu leiðir að erfitt er að meta framleiðsluna (sem á bókasöfnum er þjónustan) bæði frá efnahagslegu og gæðalegu sjónarmiði. Það er að sama skapi flókið að greina og meta gildi þjónustunnar (Ginman 1992). Ahugi fyrir því að aðlaga þjónustuna að viðskiptavininum fer oft saman við áhuga fyrir markaðssetningu. Þeirri skoðun er æ oftar haldið á lofti, að bókasöfn þurfi að markaðssetja sig betur. Bókasöfnum myndi ganga betur að ná markmiðum sínum ef þau tækju meira tillit til markaðarins. Þetta gildir ekki aðeins um markaðssetningu á þjónustu, heldur einnig um greiningu á því hvaða þjónustu notendur hafa þörf fyrir (Ginman 1992). I rannsókn sem gerð var af bókasafns- og upplýsingafræði- deild Háskólans í Ábo í Finnlandi (Turku) kom í Ijós að af 25 rannsóknarbókasöfnum höfðu aðeins sex þeirra fyrir alvöru reynt að greina þarfir viðskiptavina sinna. Ein af ástæðunum fyrir þessu áhugaleysi sögðu yfirbókaverðirnir vera þá að þeir vildu ekki auka notkunina á bókasafninu (Ginman 1992). Olaisen et al. halda því fram að almenningsbókasafn sé mjög gott dæmi um stofnun með lokað kerfi (closed system organiza- tion). Höfundarnir eru þeirrar skoðunar að viðskiptavinir skipti afar litlu máli í stofnunum med lokuð kerfi og að bókasöfn bjóði einfaldlega viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem bóka- safnsfræðingar telji nauðsynlega (Olaisen et al. 1996). Höf- undarnir telja einnig að þjónustan fari fram samkvæmt skilmál- um stofnunarinnar. Það sé ekki lögð áhersla á hvaða kröfum og þörfunt unnið er eftir eða á þann árangur sem hefur náðst. Bókasöfn séu mótuð eftir miðstýrðum þörfum og staðlaðri þjónustu. Stofnunin þykir flókin, þar sem hún hefur mörg hlut- verk og beinir þjónustu sinni til margra mismunandi markhópa án þess að hafa skýr markmið sem hún vinnur eftir eða for- gangsraða því sem er mikilvægast. Olaisen et al. (1996) lýsa bókasöfnum sem „sjúkri“ stofnun (patologisk). Notendur almenningsbókasafna eru þverskurður af samfélag- inu. Þeir eru litríkur hópur fólks sem gerir mismunandi kröfur til bókasafna, hefur mismunandi skoðanir, bakgrunn, áhugamál o.s. frv. Þetta gerir það að verkum að hlutverk almennings- bókasafna, þ.e. að veita almenningi þjónustu, verður afar flókið (Vestheim 1997). 1.3 „Meðal" Jón Samkvæmt Vestheim (1992) lifir sú skoðun innan bókavarða- stéttarinnar að til sé svokallaður „meðalnotandi” sem geri kröf- ur til ákveðinna grunnþjónustuliða. Þjónustan eigi að vera án endurgjalds svo að allir hafi sama rétt til hennar án tillits til efnahags. Frá sögulegu sjónarmiði er „meðalnotandinn" hug- myndafræðileg mynd af manneskju sem varð til upp úr menn- ingarpólitískri og félagspólitískri sýn sem fyrst kom fram á 19. öld, en sem hefur verið ráðandi á Norðurlöndunum eftir síðari heimsstyrjöld. Þrátt fyrir þann skilning innan bókavarðastétt- arinnar að til sé „meðalnotandi” hefur enginn hitt hann í eigin persónu. Bóka- varðastéttin lætur það þó ekki hindra sig í því að veita þessum notanda, sem ekki er til, eins góða þjónustu og hægt er. Ný kröfuhörð kynslóð bókasafnsnot- enda vex nú upp. Eitt dæmi um hina nýju kynslóð eru háskólanemar. Þegar þessir notendur koma á bókasöfn verða samskiptin á milli þeirra og bókavarð- anna að breytast. Samskiptin verða tví- hliða í stað einhliða áður. Þessir kröfu- hörðu notendur vilja sjálftr ákveða hverskonar þjónustu þeir fá. Bókasafn- ið reynir þá að mæta notandanum sem einstaklingi með sérstakar þarfir (Vestheim 1992). 1.4 Hvert er hlutverk almenningsbókasafna? Eins og nafnið gefur til kynna eru almenningsbókasöfn fyrst og fremst ætluð almenningi og í lögum um sænsk bókasöfn frá 1996 stendur skýrt að almenningsbókasöfn skuli vera öllum opin (Bibliotekslag 1996). Vestheim (1992) er þeirrar skoðunar að þjónusta við háskólanema sé ekki eitl af meginhlutverkum almenningsbókasafna. En þar sem nemendur sækja mikið til þeirra lenda þau í vanda. Annarsvegar þurfa almenningsbóka- söfn að taka tillit til símenntunar almennings og annarra hags- muna hans og hins vegar þarf bókasafnið að mæta auknum kröfum frá háskólanemum. Skot-Hansen er sammála Vestheim um að það sé ekki hlutverk almenningsbókasafna að veita háskólanemum þjónustu. En þar sem menntastofnanirnar veita ekki nemendunt þá þjónustu sem þeir þurfa leita þeir í æ nteiri mæli til alntenningsbókasafna (Skot-Hansen 1996). 1 ástralskri rannsókn þar sem kannað var hlutfallslegt mikil- vægi þriggja hefðbundinna hlutverka almenningsbókasafna (tómstunda-, menntunar-, og upplýsingahlutverk) kemur frarn að aðeins 3% bókasafnsfræðinga telja að menntunarhlutverkið sé mikilvægast. Þrátt fyrir þetta töldu 95% bókasafnsfræðing- anna að bókasafninu bæri skylda til að taka ábyrgð á fullorðins- fræðslunni. Að sama skapi var meirihluti bókasafnsfræðinganna þeirrar skoðunar að bókasafnið ætti að veita fjarnemum þjón- Almenningsbókasöfn, sem eru ein mikilvægasta menningarstofnunin í landinu, virðast sífellt þróast meira í þá átt að verða mennta- og rannsóknarbókasöfn og samtímis mæta menningarmálin afgangi. 63 BóKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.