Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 19
fólki. Einnig að með þvf að lesa sé hægt að fræðast um það hvernig megi bregðast við vandamálum sem upp koma í lífinu: „kannski sér maður hlutina öðru vísi og tekur á þeim á annan hátt“ sagði einn þátttakenda. 6.1. Hvers vegna er mikilvægt að börn lesi? Þegar rætt var við foreldra barnanna um það hvers vegna þeir töldu mikilvægt að börn læsu mátti greina nokkur þemu. Algengast var að foreldrarnir töluðu um að lestur hefði áhrif á málþroska barna en svör s.s.: „það þroskar náttúrlega orða- forða,“ „ef þau lesa mikið þá verða þau færari um að skrifa'* og „það náttúrlega þroskar þau í frásögn, þú getur spurt þau og það þroskar þau í frásagnarhæfileikum“ lýsa þessu viðhorfi. Sumir af foreldrunum töldu að tómstundalestur væri mikil- vægur þar sem hann yki lestrarfærni og lesskilning barna: „bóklestur náttúrlega þjálfar lestur hjá krökkum og það er mjög gott“ sagði einn af feðrunum. Ein af mæðrunum tók í sama streng og sagði „það getur verið mjög gott upp á nám seinna að vera vön að lesa texta og skilja, að koma sér í gegnum langan lesinn texta en ekki að vera alltaf að lesa stuttar greinar.” Sú skoðun að það væri þroskandi fyrir börn að lesa vegna þess að lestur ýtti undir ímyndunarafl þeirra var einnig mjög al- menn meðal foreldranna. „Það örvar hug- myndaflugið, þau smíða sinn eigin ramma um bókina" sagði einn feðranna. Nokkrir af foreldrunum nefndu að sjón- deildarhringur barna víkkaði við að lesa og að í gegnum lesturinn öðluðust þau almenna þekkingu á umheiminum og því hvernig lífi og aðstæðum annarra væri háttað. Ein af mæðrunum sagði: „Margar af þessum bókum segja frá lífinu eins og það var hérna áður fyrr. Mér finnst það vera voða góður heimur fyrir þau að komast inn í. Líka hvernig börn hafa það annars staðar í heiminum. Mér finnst það bara óteljandi. Þetta er fræðsluefni að mörgu leyti þó að þetta séu skáldsögur." Jafnframt kom það viðhorf fram að lestur hafi áhrif á per- sónulegan þroska barnanna og að með því að lesa t.d. um fólk sem býr við mismunandi aðstæður öðlist börn meiri skilning á högurn annara. „Þau fá hugmyndir og heyra að það er ekki allt saman bara einfalt, það er ýmislegt sem er öðruvísi annars staðar en hjá þeim“ sagði einn af feðrunum. Þessir foreldrar töldu að við það að lesa vakni upp ýmsar spurningar sem börn velti fyrir sér og að lesturinn geti haft áhrif á hæfileika þeirra til að setja sig í spor annarra. Jafnframt var lalað um að lestur væri mjög góð afþreying fyrir börn „af því að það er svo gaman að lesa,“ að þau gætu haft ákveðinn félagsskap af bókum og að þau slaki vel á við að lesa „það hlýtur að vera róandi að setjast niður og einbeita sér að þessu“ sagði ein af mæðrunum. 6.2. Viðhorf og lestur I umræðunni kom fram nokkur mismunur á viðhorfum foreldr- anna til lesturs. í fyrsta lagi tilgreindu flestir foreldrar þeirra barna sem eru áhugasöm um að lesa fleiri ástæður fyrir mikil- vægi lestrar en foreldrar þeirra barna sem hafa lítinn áhuga fyrir lestri. I öðru lagi virðist mismunurinn á milli foreldra þeirra barna sem hafa lítinn áhuga fyrir lestri og þeirra sem hafa áhuga fyrir lestri felast í því að foreldrar áhugalítilla barna leggja megináherslu á gildi lestrar í tengslum við nám. Þó svo að for- eldrar áhugasamra barna telji gildi lestrar í sambandi við fræðslu vera mikilvægt þá gera þeir því sem venjulega kallast „afþreyingarlestur" hátt undir höfði og telja gildi hans ekki síður mikilvægt. Hjá þeim virðast þessar tvær ástæður fyrir því að lesa, þ.e. að lesa „til að fræðast“ og að lesa „sér til af- þreyingar" vera samtengdar en ekki aðskildar. Nær allir foreldrar þeirra barna sem eru áhugasöm um að lesa hafa hagnýt viðhorf til lesturs og sjálfir lesa flestir þessara foreldra mikið í tómstundum sínum. Flokkun Van Lierops fellur nokk- uð vel að fjölskyldum þessara barna, heimilismenn lesa almennt mikið, sam- ræður um það sem þeir eru að lesa eru al- gengar og það má segja að lestur sé ríkur þáttur í heimilislíft þeitra. Þó að þetta eigi við um flestar fjöl- skyldur þeirra barna sem hafa áhuga fyrir lestri má þar einnig finna fjölskyldu þar sent báðir foreldrarnir láta í ljós hagnýt viðhorf en lesa hvorugt mikið í tóm- stundum sínum. Þessir foreldrar hafa samt sem áður stutt vel við og örvað lestraráhuga barnsins. Um fjölskyldur þeirra barna sem hafa lítinn áhuga fyrir lestri gildir almennt að þar er lestur ekki sameiginlegt áhugamál heimilismanna og samskipti milli þeirra í tengslum við lestur eru lítil. Engu að síður láta að minnsta kosti annað foreldrið og í einni af fjölskyldunum báðir foreldrarnir, í Ijós hagnýt viðhorf til lesturs. Jafnframt eru flestir þessara foreldra sjálfir áhuga- samir um að lesa. Sú lýsing sem Van Lierop hefur sett fram á einkennum fjölskyldna þar sem hagnýt viðhorf eru ríkjandi á ekki við um fjölskyldur þessara barna. Tómstundalestur er ekki áhugamál sem þeir reyna að deila með börnum sínum og gera þau að þátttakendum í heldur halda þeir því meira út af fyrir sig. 7. Lokaorð 1 þessari rannsókn var aðaláhersla lögð á að skoða lestrarvenjur á æskuárum og hvernig foreldrar höfðu haft áhrif á lestraráhuga barna sinna. Hjá fjölskyldum þeirra barna sem voru áhugasönt um að lesa var áhugi fyrir lestri almennur og virðist hafa gengið í arf kynslóð fram af kynslóð. Hefð fyrir lestri var sterkari hjá þessum fjölskyldum en hjá fjölskyldum þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga fyrir því að lesa. Þó hafði annað foreldri flestra þeirra barna áhuga fyrir lestri og því hefðu þau átt að geta haft Lestrarkennsla eftir Sigurð Guðmundsson málara BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.