Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 40
Auk þess að kynna væntanlegum þátttakendum sumarlestur- inn er nauðsynlegt að starfsfólk safnsins sé vel með á nótunum, viti hvað stendur til og hvernig framkvæmdin verður. Það er líka nauðsynlegt að einhver einn beri ábyrgð á sumarlestrinum. Hjá okkur á Selfossi hefur það æxlast þannig að við erum tvær sem aðallega sjáum um undirbúninginn, undirrituð og Hlíf S. Arndal. Auk annars hefur hún það sér til ágætis að vera vel liðtækur teiknari. Aðrir bókaverðir sjá mikið til um útlánin og ýmislegt þeim tengt. A miðvikudögum (sem hefur verið sá dagur sem þátttakendur eru boð- aðir sérstaklega í safnið) hafa bókaverðir líka aðstoðað við ýmis verkefni. Ymislegt fjölritað efni tengt sumarlestrinum verður að útbúa. Hér að ofan voru nefnd kynning- arblöð og eyðublöð. Auk þess fá þátttakendur sitt eigið skírteini, dagatal með viðburðum sumar- lestursins, bók (!) til að færa inn í | hvað og hve mikið er lesið, miða sem þau afhenda þegar þau mæta í hópstarf á miðvikudögum (gildir sem happdrættismiði) og loks viðurkenningarskjal. Allt þetta efni er myndskreytt í samræmi við þema sumarlestursins. Nokkrum sinnum höfum við fengið teiknara til að myndskreyta allt eða hluta af þessu efni. Með því fæst heildarsvipur á allt efni. I Bandaríkjunum er víða notað efni sem útbúið er á landsvísu og söfnin geta keypt til að nota í sumarlestrinum. Að auki höfum við útbúið veggspjald (A-3) lil að skilja eftir í bekkjunum í heimsókninni og til að skreyta með í safninu. Þemað þarf að velja með tilliti til þess að hægt sé að nota það til að skreyta- fjölritað efni og einnig til að skreyta í safninu sjálfu. Þau þemu sem við höfum haft hingað til eru: HAFIÐ (1993), ÍSLAND - LANDIÐ MITT (1994), MJÓLKIN OKK- AR (1995 í samvinnu við Mjólkurbú Flóamanna), GÆLUDÝR (1996), SELFOSS - BÆRINN OKKAR (1997 að hluta til í samvinnu við Sundhöll Selfoss. Selfossbær átti það ár 50 ára kaupstaðarafmæli). Eins og á þessari upptalningu sést höfum við tvisvar valið þema vegna atburða í íslensku þjóðfélagi. Við reynum að skreyta safnið bæði með prentefni og einnig með munum. Þar hefur starfsfólkið oft hlaupið undir bagga og við höfum einnig fengið lánaða ntuni frá byggðasafninu, ættingjum, MBFo.fl. Það þarf oft töluvert mikla út- sjónarsemi til að ftnna efni og ná í það en um leið er það einhver skemmtilegasti hluti undirbún- ingsins. Eitt af því sem Sue Sherif lagði áherslu á við kynningu á sumarlestrinum var að börnin þyrftu hvatningu til að koma í safnið. Við hermdum því eftir og höfum haft einn dag í viku „bóka- safnsdag" og völdum miðviku- daginn til þess. Þá hefur verið skipulögð dagskrá í bókasafninu. Síðustu ár hefur sumarlesturinn staðið í um fjórar vikur, miðvikudagarnir hafa því orðið fjórir. Framkvæmd Þróunin hefur verið sú að í eitt skipti höfum við fengið fyrirles- ara með erindi sem tengist þemanu. M.a. fengum við Einar Egilsson í heimsókn 1993. Hann kom með lifandi sjávardýr sem hann hafði fengið í gildru í Reykjavíkurhöfn. 1995 heim- sóttum við Mjólkurbúið. Svo hefur verið föndrað (bókagerð, pappírsgerð). Á lokadaginn hefur verið ratleikur og afhending Sumarlestur 1997. Bókagerð úr heimagerðum pappír. Merkileg merkivél brother p-touch 200 Nýja merkivélin hefur sannarlega slegið í gegn. Þessi frábæra vél er tilvalin fyrir þá sem vilja hafa allt í röð og reglu í kringum sig. Hún hentar jafnt atvinnulífinu og heimilinu. ► íslenskir stafir ► 5 leturstærðir ► 8 mismundandi leturútlit ► 6, 9 og 12 mm prentborðar ► Prentar í tvær línur ► Prentborðar í mörgum litum Nýbýlavegi 28, Kópavogi. Sími 554 4443 40 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.