Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 36
eins. Verkaskipting og sérhæfing var skýr. Einn munkur gat t.d. borið ábyrgð á verkun skinnsins, sem nota átti í handritið. Það var mikil vinna að súta, skrapa og síðan að slétta það. Þá var það skorið í hæfilega stórar arkir. Skrifarinn byrjaði sitt vanda- sama verk við uppskriftir með gæsa- penna. Hann skildi eftir eyðu fyrir upp- hafsstafi sem síðan voru málaðir og út- flúraðir af þeim sem höfðu skreytinguna sem sérgrein. Vandvirkir og viljugir skrif- arar voru mikils metnir og hefur löngum verið horft til framlags þeirra til menn- ingarsögunnar. I klaustrunum varð metnaðarmál að eiga sem bestan kost rita og til þess að fjölga ritum lánuðu klaustrin bækur sín á milli til að skrifa upp eftir þeim eða þá voru munkar sendir í heimsókn í annað klaustur til að skrifa upp á staðnum eftir- sóknarvert rit. Bækur voru munaðarvara. Þær voru afar dýrar og urðu eðlilega eingöngu eign auðmanna. Einkabókasöfn verða sýnileg um eða nokkru fyrir 1200. Tvenns konar skriftarhefðir, sem bárust frá suðri, urðu til á Norðurlöndum. í fyrsta lagi var rúnletrið tölvert notað fyrir stutt skilaboð, galdra (töfra) og til skreytinga. Rúnaletrið var fyrir þegar latnesku bókstafirnir, sem voru einkum notaðir af kirkju og stjórnvöldum, tóku að breiðast út á Norðurlöndum en það var um eða fyrir árið 1000. Voru þeir mikið notaðir við ýmsa texta bæði á latínu og á norrænum málum. Rúnir þóttu vera tæki heiðinna manna og smám saman ruddi latínuletrið þeim í burtu. Ný starfsstétt varð smám saman til með tilkomu háskólanna í Evrópu á 11. og 12. öld því eftirspurn á bókum jókst auðvitað í kjölfar þeirra. Bókagerð læddist því smám saman út fyrir veggi klaustranna. Stétt leikmenna sem fengust við gerð bókfells, skrifara, skreytara og bókbindara óks hratt í háskólabæjunum. Skrifarar, sem ekki voru lærðir, heldur leikmenn héldu iðju sinni áfram allar miðaldir og voru þeir aðal uppspretta letur- gerðar ásamt öðrum síðari skrifurum sem voru farandskrifarar. Þeir urðu m.a. eftirsóttir við hirðir aðalsmanna. Hinn snjalli skrifari í Evrópu var afsprengi hámenningar á hinu sögulega tímabili síðmiðalda. Hann hafði möguleika á að afla sér góðrar menntunar og gekk að tiltölulega þægilegu og rólegu lífi vísu. Hann ferðaðist um tiltekin svæði og bauð fram þjónustu sína. Oftast bar hann með sér úrklippubók með sýnishornum til að sýna hversu fær hann var. Við vitum heilmikið um færni hans vegna stafrófsins sem hann skrifaði. Snemma urðu menn þess áskynja að þekkingu fylgdi vald og ekki síður virðing. Listin að skrifa var órjúfanlegur hluti af þekkingu. Skrifletrið var undanfari leturgerðar prentlistarinnar og athyglisvert er að lengi vel reyndu prentarar í Evrópu að líkja eftir skrifletri við gerð bókstafa til prent- unar bóka sinna. A Islandi helst óvenju- lengi að skrifa upp prentaðar bækur og urðu uppskriftir oft nákvæm eftirlíking af prentaða eintakinu. Engum blandast hug- ur um að færni í lestri og skrift er lykill að auðugra mannlífi. Skriftin hefur borið stórkostlegan arf, sem er reynsla, hugs- anir og minningar kynslóða, frá einu menningarsvæði til annars. Lýk ég þessum pistli með vísunni góðkunnu. Að lesa og skrifa list er góð, læri það sem flestir; þeir eru haldnir heims hjá þjóð höfðingjarnir mestir. (Gömul vísa). Heimildir: Bonniers varldshistoria. Red. Erling Bjöl. Stockholm: Bonniers Fakta Bokförlag AB, 1982. Dahl, Svend: Bogens historie. 2. udg. Kobenhavn: P Haase & S0ns forlag, 1970. Diringer, David: [Hand-produced book]. The book before printing: ancient, medieval, and oriental. New York: Dover, 1982. Drogin, Marc: Medieval Calligraphy: its hislory and technique. New York: Dover, 1989. Durban-Hansen: Skrift og typer. Oslo: [s.n.], 1960. Focus. Red. Kaj Martelius. 3. omarb uppl. Bd. 4. Stockholm: Almqvist & Wiksell, 1976. Focus: konsten II. Red. Stig Stocke. Bd. 9. Stockhoim: Almqvist & Wikscll, 1979. Gaur, Albert: A History ofWriting. London: The British Library, 1987. Jean, Georges: Skriftens historia genom sex tusen ár. Stockholm: Berghs förlag AB, 1991. Nordberg, Michael: „Klostrens skrivare raddade kulturarvet." Popular historia . Lund: Historiska Media AB, nr 5/96. Þorsteinn Þorsteinsson: „Þættir úr letursögu". Bökarauki í Prent eflir mennt eftir Inga Rúnar Eðvarðsson. Reykjavík: Hið ísl. bókmenntafélag, 1994. Summary The History of Writing In this article the author recounts the history of writing from the first attempts at communication by sign language up through the period when writing had become a well-developed discipline similar to that which we know today. The article includes, amongst others, accounts of the famous clay tablets in Mesopotamia, hieroglyphics and the Egyptian death-books. The greatest emphasis is placed on Europe and the origin of the Latin alphabet. The spread of Christianity and the resulting manuscript production is also described. The author concludes by describing the development of writing in the North, mentioning both the ancient runes and the advent of the Latin alphabet which superseded the runes ca. 1000 A.D. ' Á. A. 36 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.