Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 46
Áður en ritmenning hófst voru heimildir varðveittar frá kynslóð til kynslóðar með munnlegri geymd. Þetta má skilgreina sem bókartegund og má kalla hana hina munnlegu bók. Munnlega bókin var fyrst og fremst algeng meðal fólks þar sem rithefð og ritmenning var ekki til. Ýmsir frumstæðir þjóðflokkar eru gjarn- an nefndir sem dæmi í þessu sambandi. Það skal hér látið ógert en í staðinn nefnt íslenskt dæmi frá því fyrir ritöld á íslandi, sem er Grágás, lögbók þjóðveldisins forna, sem lögsögumaður J skyldi mæla af munni fram á alþingi, þriðjung bókar á hverju | ári. Annað fslenskt dæmi eru íslendingasögurnar, a.m.k. á meðan menn trúðu á hina svonefndu sagnafestukenningu sem snerist um það að sögurnar hefðu gengið munnlega manna á milli uns einhver skrifaði þær niður. * * * Uppgötvun Gutenbergs var eiginlega ekkert annað en geysistórt skref til að fjöldaframleiða handritaðar bækur. Prentaða bókin átti að líta eins út og sú handritaða. Síðan hafa allar framfarir í bókagerð snúist um það að gera bókaframleiðsluna stórvirkari, hraðvirkari og ódýrari. Hraðpressan í upphafi 19. aldar og setjaravélin síðar á sömu öld breyttu engu um útlit bókarinnar. Vélbókband ekki heldur. Þegar offsetprentun og loks tölvusetn- ing á filmur og plötur útrýmdu blýinu breyttist codex-formið ekki. Þótt bókagerðin hafi þannig gerbreyst á 500 árum, svo rækilega að Gutenberg myndi ekki skilja einn einasta verkþátt í ferlinu, hefur útlit bókanna ekki breyst í grundvallaratriðum. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir byltingu í bókagerð sem er miklu meiri en sú sem kennd er við Gutenberg og að minnsta kosti sambærileg við breytinguna frá rúllum í codex. Spurning hvort breytingin núna er ekki ennþá stórfelldari. Það er rafræna bókin sem ryður sér til rúms. Samt er kannski ekki rétt að segja ,ryður sér til rúms’ því hún hefur eiginlega ekkert áþreifanlegt rúm, hún tekur ekkert hefðbundið pláss í hillum heldur er hún svo og svo mörg Kb (.kilobyte’) eða Mb (,megabyte’). Rafræna bókin setur öll hugtök og form úr lagi. Rafræna bók- in hefur enga hefðbundna stærð. Hún er hvorki síður eða arkir. Hún hefur ekkert ákveðið útlit. Hún getur verið löng og mjó á J einhverjum skjá, samtímis því sem hún er breið og stutt á öðr- um. Hún getur verið með 12 punkta Times letri á einum skjá, samtímis sem hún getur verið með 14 punkta Courier á öðrum. Og allt þetta samtímis: Það er nefnilega ekkert til lengur sem heitir eintakafjöldi ef rafræna bókin er á einhverri nettengdri tölvu. Og það er ekkert sem hindrar að ,eintakið’ sé afritað, en afritið verður alveg eins og frumritið, hugtökin frumrit og afrit heyra sögunni til. Rafræna bókin getur verið í optísku formi á CD-ROM diski eða hún getur verið í magnetísku formi á tölvudiski eða segulböndum. Notandinn getur ekki vitað hvort heldur er. Notandinn getur ekki heldur vitað hvar rafræna bókin er ,staðsett’, hún getur verið í sama húsi eða í sömu borg, eða hún getur verið í einhverju öðru landi, jafnvel hinum megin á hnettinum, mismunandi hlutar bókarinnar geta verið á mismun- andi stöðum, allt án þess að notandinn verði hið minnsta var við það. Ýmsum þykir illt í efni og harma endalok pappírsbókarinnar. Ekki er þó ástæða til að óttast neitt því eitt af því sem einkennir allar breytingar sem bókin hefur gengið í gegnum á liðnum öldum og árþúsundum er að hið gamla hverfur ekki samtímis því sem hið nýja kemur fram. Handritaðar bækur voru fram- leiddar löngu eftir daga Gutenbergs, og á íslandi voru bækur handskrifaðar í stórum stíl langt fram á 19. öld. Papýrusrúllur voru til samtímis codex-bókunum í mörghundruð ár. Bækur voru ritaðar og síðar prentaðar á skinn og pappír samhliða. Og munnlega bókin hefur verið til allt fram á síðustu ár. Þar get ég nefnt eitt dæmi sem ég hef persónulega fengið að upplifa. Fyrir um aldarfjórðungi sótti ég fyrirlestra í almennri sögu, mann- kynssögu eins og almennt var kallað, hjá Olafi Hanssyni pró- fessor við Háskóla Islands. Hann hafði aldrei neitt skrifað með sér í tíma heldur las fyrir blaðalaust úr munnlegri bók. Og það var alveg á hreinu að um bók var að ræða því þegar ég missti úr fyrirlestur einhverju sinni þá fékk ég að láni uppskriftir félaga míns sem sótt hafði fyrirlestra Olafs árið áður. Og það sem mig vantaði fann ég þar og féll það inn í mínar uppskriftir eins og hanski að hönd. * * * Hér hefur verið staldrað við ýmis konar bækur, allt frá hefð- bundnum bókum í codex- og papýrusformi yfir í formlausar bækur á borð við rafrænar bækur og munnlegar bækur. Til er a.m.k ein tegund bóka til viðbótar sem kalla mætti ímyndaðar bækur. Þær eru tvenns konar. Annars vegar eins og þær sem Halldór Laxness vitnar til í upphafsorðum tveggja skáldsagna sinna. Islandsklukkan (Rv. 1943) hefst á orðunum: „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka.” Þessar tilvitnuðu bækur eru ekki til, hafa aldrei verið og verða ekki. Þær eru hugarsmíð Haldórs Laxness. Sjálfstœtt fólk (2. útg., Rv. 1952) hefst á orð- unum: „Islenskar bækur skýra frá því, að hér á landi hafi snemma dvalist vestrænir menn og skilið eftir sig krossa, klukk- ur og aðra þvílíka gripi, sem notaðir eru til galdurs.” Slái menn upp í lslendingabók Ara fróða sést glöggt að öðruvísi er þar frá sagt, og vitnar því Halldór ekki í Ara heldur í ímyndaðar bækur. Ekki er rétt að segja að Halldór fari með rangt mál því þessar bækur eru ímyndaðar bækur hans. Allt eins getur verið að rangt sé með farið hjá Ara og skal þá hafa það sem réttara er. Hin gerðin af ímynduðum bókum eru allar þær bækur sem fólk ætlar sér að skrifa. Margar þessarra ímynduðu bóka verða að raun- veruleika smám saman þegar höfundurinn kemur því í verk að skrifa þær. Hins vegar eru þess líka dæmi að ekki hafi orðið úr verki, og skal salt ekki sett í þau sár með því að nefna dæmi. * * * Auðvitað er það að lofa upp í ermina að boða einhverjar óvé- fengjanlegar niðurstöður. Það verður því ekki gert. Hins vegar er vandamálið um hvort Arx sé bók eður ei ekkert lítið. Það er bæði stórt og þungt, alveg eins og Arx. En kannski liggur lausnin einmitt þar. Er það ekki ófrávíkjanlegt skilyrði til að 46 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.