Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 27

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 27
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR Eru dagar bókarinnar taldir? - Hugleiðingar um bókina Bækur eru lífið sjálft. Þær eru mér fæði og framtíð," skrifaði rússneski rithöfundurinn, Fjodor Dosto- jevskíj, í bréfi til bróður síns, Mikjáls, árið 1854. Þessi orð Dostojevskíjs vil ég gera að mínum. Hvers virði væri lífið án bóka? Það væri að minnsta kosti töluvert fátæklegra. Þegar ég var barn bjó ég í út- löndum. Ég fór reglulega á bókasöfn til að fá lánaðar bækur. Fyrsta bókasafnið mitt var Ameríska bókasafnið í París. Það var til húsa á fimmtu hæð virðulegrar gamallar byggingar á Champs-Elysées. Þegar komið var inn í anddyrið þurfti að taka lyftu upp á fimmtu hæðina. Lyftunni var lokað að innanverðu með útflúruðum járngrindum og í gegnum þær sást stigagangur- inn. Endrum og eins brá gangandi mannveru fyrir. Eftir- væntingin eftir að komast í bækurnar var mikil og jókst í hvert skipti sem hrykkti í gömlu lyftunni meðan hún mjakaðist hærra og hærra. Svo stöðvaðist hún með rykk, hurðunum var ýtt til hliðar og okkur systkinunum hleypt inn í heim ævintýranna, heim bókanna, sem biðu þolinmóðar eftir að við veldum okkur lesefni næstu vikna. Mér fannst ég stundum vera Fransí, tólf ára gömul söguhetja í skáldsögunni Gróður í gjósti, en hún hafði ákveðið að lesa eina bók á hverjum degi og tvær á laugardög- um. Þótt löngunin væri fyrir hendi varð ég aldrei jafnoki hennar. En ég var lestrarhestur og minningarnar frá þessu bókasafni æsku minnar eru meðal þeirra ljúfustu frá þeim tíma. Fyrir nokkrum árum var þetta bókasafn lagt niður eins og mörg önnur amerísk bókasöfn í Evrópu, m.a. hér á íslandi. Nútíma tölvutækni og Internetið hafa orðið til þess að vekja upp spurningar um framtíð bókarinnar, bæði hjá bókavörðum og öðrum. Bókasöfn hafa lengst af verið staðir sem voru sóttir fyrst og fremst bókanna vegna. Þau voru, eins og nafnið segir til um, söfn bóka. I öndverðu var hlutverk þeirra umfram allt að varðveita bækur og veita fræðimönnum aðgang að þeim. Sá aðgangur var oft aðeins veittur fáum útvöldum. Með tímanum komu fleiri og fleiri á bókasöfnin. Þá sem fyrr voru bækur það sem starfsemin snerist um. Smám saman fóru þau að þjóna al- menningi með útlánum og seinna með því sem nú heitir upplýsingaþjónusta. Þó að starfsemi bókasafna hafi verið að mótast og breytast frá upphafi voru breytingarnar fremur hæg- fara þar til eftir miðja þessa öld. Það er fyrst með tilkomu tölvu- tækninnar og mikilli og örri þróun hennar á undanförnum áratugum ásamt tengingu tölva í tölvunet að ímynd bókasafna og störf bókavarða fara að breytast. Nútímabókasöfn eru „upp- lýsingamiðstöðvar" þar sem ekki einungis á að vera hægt að nota eigin gögn safnsins heldur einnig að leita sér upplýsinga í stórum gagnabönkum um allt milli himins og jarðar. Um fátt hefur verið eins mikið rætt og ritað á undanförnum misserum og Netið. Það hefur fest sig í sessi og breiðst út með ógnarhraða. Áður en langt um líður mun nettenging eflaust telj- ast jafnsjálfsögð og sjónvarp á heimilum landsmanna. Þetta eru svo sem engin ný sannindi og um mikilvægi Netsins hafa verið skrifaðar ótal greinar og bækur. Nýjustu tölvurnar, ný og betri forrit, ný og umfangsmeiri gagnasöfn og svo Netið. Þetta eru mál málanna. Gæði bókasafna og álit manna á þeim er nú oftar en ekki talið byggjast á því hversu margar tölvur safnið á, hversu mörg gagnasöfn á diskum eru til, hversu nýr bæði hug- búnaður og vélbúnaður er o.s.frv. Hins vegar kaupa flest söfn færri bækur með hverju ári sem líður. Netið á sér margar hliðar en í þessari grein eru það fyrst og fremst textar (eða bækur) sem ég ætla að gera að viðfangsefni mínu. Hver er munurinn á nettextum og textum í prentuðum bókum? Eru dagar prentuðu bókarinnar taldir? Eru dagar bókasafna taldir? Svör við þessum spurningum finnst mér fyrst og fremst hljóta að byggja á svörurn við eftirfarandi spurningum: Er rökrétt að álykta að rafræna bókin muni taka við af prentuðu bókinni eða mun hún þróast við hlið hennar og þjóna öðrum tilgangi? Sýnt þykir að lestur bóka fari minnkandi. Hve lengi og upp að hvaða marki mun sú þróun halda áfram? Tölvan hefur vissulega breytt miklu, ekki aðeins hvað starf- semi bókasafna varðar. Ef rekja á sögu hennar þarf ekki að fara langt aftur. Tölvan var upphaflega reiknitæki sem var smíðað skömmu eftir seinna stríð. Þróun hennar var hröð og á önd- verðum sjöunda áratugnum var flest það sem einkennir tölvuna nú komið til sögunnar. Einmenningstölvur komu þó ekki fram fyrr en á miðjum áttunda áratugnum. Nú eru tölvur til á all- flestum heimilum landsmanna. Heimilistölvan er notuð í marg- þættum tilgangi og möguleikarnir virðast óþrjótandi. Saga Nets- ins hófst árið 1969 þegar nokkiar stórar stofnanir í Bandaríkj- unum tengdu saman tölvur sínar og opnaðist þá nýr heimur með enn fleiri möguleikum. Þessari þróun hefur Anne Clyde, dósent í bókasafns- og upplýsingafræðum, lýst ágætlega í nýlegri grein (Anne Clyde 1992). Það leið ekki á löngu áður en hægt var að tengjast Netinu frá heimilistölvunni og með tilkomu Veraldar- vefsins jukust möguleikarnir enn. En bókin og bókaútgáfa eiga sér einnig sína sögu sem hófst ekki fyrir fimmtíu árum, heldur rúmum fimm þúsund árum. Fyrstu bækurnar urðu til í Egyptalandi og Kína um 3.000 f. Kr. Allar götur síðan hafa útlit, efni og framleiðsluhættir bókarinnar verið að þróast. Á þessum fimm öldum hafa leirtöflur og handskrifaðar papyrusbókrollur fyrri alda smám saman breyst í fjöldaframleiddar bækur sem unnar eru í tölvu og prentaðar eftir ftlmu. Samt hefur það form bókarinnar sem við þekkjum hvað best nú, þ.e. codex-formið, haldist í meginatriðum óbreytt í tvær BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.