Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 68

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 68
PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR í ljósaskiptunum - Orðið í norðri Norræn bókasafnavika 10.»16.11.1997 Arið 1993 var haldið í Kaupmannahöfn Norbok- námskeið sem bar yfírskriftina „Stærkere profil og image“ og fjallaði um markaðssetningu almenn- ingsbókasafna. Fljótlega kom upp sú hugmynd í að stofna PR-félag norrænna bókasafna sem hefði það að mark- miði að vinna að markaðssetningu og bættri ímynd bókavarða. Ari síðar var haldin ráðstefna í Lundi um markaðssetningu og þá var PR-foreningen for nordiske biblioteker stofnað. í fimm manna stjórn félagsins situr einn fulltrúi frá hverju landi, þ.e. Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og fslandi. Af íslands hálfu tók sæti í stjórn Marta Hildur Richter, Bókasafni Mos- fellsbæjar. Hér á íslandi var síðan mótaður PR-hópur, sem samanstendur af sex manns, Mörtu, Pálínu Magnúsdóttur, Bókasafni Seltjarnarness, Hrafni Harðarsyni, Bókasafni Kópa- vogs, Huldu Björk Þorkelsdóttur, Bókasafni Reykjanesbæjar, Hólmkeli Hreinssyni, Amtsbókasafninu á Akureyri og Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, Borgarbókasafni, en reyndar er allt skipulag á þessum hlutum í endurskoðun og kem ég að því síðar. I ágúst 1995 var haldinn fundur í Kaupmannahöfn sem bar yfirskriftina „Idékonferanse” eða hugmyndaráðstefna. Ætlunin var að forma markmið félagsins og koma fram með hugmyndir að því að hverju félagið ætti helst að einbeita sér. Á þennan fund mættu tveir frá hverju landi, þ.e. stjórnarmeðlimir og annar meðlimur í PR-hópum hvers lands. Marta Hildur Richter og undirrituð, Pálína Magnúsdóttir mættu þarna fyrir Islands hönd. Við höfðum þá nýverið frétt af samnorrænu verkefni, NORD- LIV, og mættum til fundar með upplýsingar um þetta ágæta verkefni sem Norræna ráðherranefndin hafði lagt ómælda pen- inga í, en einhverra hluta vegna verið heldur hljótt um. Á fund- inum var verkefnið kynnt og þangað mætti kona að nafni Maj- Britt Imnander, sem fulltrúi frá NORDLIV. Hana kannast margir við frá því að hún var forstjóri Norræna hússins hér á landi um tfma, og ég get upplýst það hér að konan talar enn ágæta íslensku þrátt fyrir þann árafjölda sem liðinn er síðan hún bjó hér. Hún kynnti NORDLIV fyrir okkur og þarna var tekin sú ákvörðun að hrinda af stað svokölluðu bókasafnaverkefni í samvinnu við NORDLIV. Strax í upphafi var ákveðið að þetta verkefni yrði Norræn bókasafnavika og skyldi hún vera 10.-16. nóvember 1997 og að upphafsatriði vikunnar yrði á þá leið að lesinn yrði einhver ákveðinn texti á sama tíma alls staðar á Norðurlöndunum. Okkur íslendingunum var falið að finna texta. Það næsta sem gerðist var að haldinn var forstöðumannafund- ur á Bolungarvík. Okkur Mörtu rámaði enn í þetta loforð okkar um að ftnna texta, þó ekki hafði heyrst mikið frá félögum okkar. Sett var nefnd í málið og hann Hrafn okkar Harðarson, Bóka- safni Kópavogs, var nú ekki lengi að finna texta, þetta skyldi vera kaflinn um dauða Böðvars úr Egils sögu. Svo fór boltinn að rúlla. Mótuð var nefnd sem í sátu Marta, Hrafn, Þórdís Þorvaldsdóttir, þáverandi Borgarbókavörður, Lis- beth Ruth, Bókasafni Norræna hússins, undirrituð og verkefnis- stjóri NORDLIV á íslandi, Hrafnhildur Jósepsdóttir (var reynd- ar þá Sigríður Ingibjörg Ingvarsdóttir sem svo hvarf til frekara náms og Hrafnhildur tók við). Haft var samband við félaga okkar á hinum Norðurlöndunum og hafist handa. Undirbúningur Úr hinum herbúðunum (þ.e. NORDLIV) var það hins vegar að frétta að ákveðið var að íslendingar skyldu verða framkvæmda- aðilar verkefnisins. Mikils var vænst af þessu verkefni af hálfu NORDLIV. Frá byrjun var ákveðið að hafa þetta allt saman sem ein- faldast. Engar flóknar rannsóknir sem fela í sér mikla samvinnu við háskóla eða neitt slíkt. Bara norræn bókasafnavika, þar sem vakin er athygli á bókasöfnum, norrænum bókmenntum og norrænum menningararfi. Stjórn PR-félagsins kom síðan hingað til fundar í desember og þá var endanlega ákveðið nafn á vikuna og framkvæmd hennar. Verkefnið fékk nafnið I Ijósaskiptunum með undirtilill- inn Orðið í norðri. Islendingar tóku að sér að útvega hönnuð og við ákváðum að leita til Myndlista- og handíðaskóla fslands, þar sem fram fór samkeppni meðal nema á síðasta ári í grafískri hönnun. Sigurvegarinn í samkeppninni sá síðan unt hönnun á kynningarbæklingi ætlaður bókavörðum, sem/ var prentaður á fimrn tungumálum. I honum má m.a. finna uppástungur um hvað fólk gat tekið sér fyrir hendur þessa viku. Þetta þótti þó ekki nóg þannig að PR-félagið gerði hugmyndabækling sem dreift var til þeirra sem tóku þátt í vikunni. í þessum bæklingi er mikið um skemmtilegar hugmyndir, allt frá örsmáum verkefn- um sem hver og einn átti að geta unnið heima í héraði upp í stærri verkefni sem kosta peninga og vinnu. Allt eftir getu hvers safns. Hægt var að sækja um styrki til NORDLIV á íslandi til að standa straum af kostnaði í kringum hin ýmsu verkefni sem söfnin vildu taka sér fyrir hendur. í október var síðan sent út veggspjald til safnanna til að hengja upp. Þetta veggspjald var prentað á átta tungumálum, þ.e. við hin fimm bættust færeyska, grænlenska og samíska. Einnig var gefið út póstkort með glugg- anum góða. Þetta efni var ætlað til kynningar fyrir almenning. Einnig var sett upp heimasíða verkefnisins. Þess má geta að allt efni var unnið hér á Islandi, bæði hönnun og prentun og síðan 68 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.