Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Side 32

Bókasafnið - 01.01.1998, Side 32
Kristín Bragadóttir Saga skriflistarinnar Igrein þessari verður leitast við að rekja sögu ritlistar- innar frá því að menn fóru fyrst að tjá sig með táknum og fram til þess að skrift er orðin vel þróuð og lík því sem við þekkjum nú. Einkum er fjallað um þær rætur skriflistarinnar sem hafa haft áhrif á Vestur-Evrópu og þá menn- ingarstrauma sem runnið hafa frá hinum fornu menningar- þjóðum við Miðjarðarhaf. Löng þróunarsaga býr á bak við skrifletrið eins og við þekkj- um það nú á tímum. Talið er að mannkynið hafi byggt jörðina í eina miljón ára. Furðulegt má því telja að maðurinn hafi aðeins kunnað að skrifa í tæp sex þúsund ár. Fyrir nútímamenn er nánast ómögulegt að hugsa sér veröldina án skriftar og leturs. Löngu áður en skriftin varð að veruleika, eða í þúsundir ára, höfðu menn aðferðir til þess að tjá sig hver við annan með hjálp mynda, teikninga og alls kyns tákna. Ekki er hægt að tala um skrift í þeirri merkingu sem við leggjum í hugtakið fyrr en til var nægilega mikið af táknum eða myndum sem höfðu öðlast fastan sess, myndað nokkurs konar kerfi, sem skrifarar gátu gripið til. Skrift var upphaflega notuð í hagnýtum tilgangi og var hún í byrjun aðallega notuð til að halda bókhald yfir ýmsar vörur. Á elstu minjum má t.d. sjá lista yfir tjölda kornpoka og kvikíjár til kaupa og sölu. Skriftin dafnaði á menningarsvæðunum fornu Bæði í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna Efrats og Tigris, í Egyptalandi og í menningarlöndum Asíu blómstraði skriflistin þúsundum ára fyrir Krists burð. Nokkur munur var þó talinn milli skrifara á þessum miklu menningarsvæðum fornaldarinn- ar. I Egyptalandi var skrifarinn opinber starfsmaður, sem hlotið hafði ákveðna menntun og þykir frekar ósennilegt að almúga- fólk þar hafi verið læst og skrifandi. I Mesópótamíu hins vegar var sú skylda lögð á þegnana, að undanskildunt allra lægstu stéttunum, að þeir skyldu hafa lestur og skrift á valdi sínu. Það var því skylda foreldra að sjá til þess að synir þeirra og að öllum líkindum einnig dætur lærðu að skrifa. Margt bendir til að skólar hafi verið reknir við flest musteri í Babýlon. Menntun var í höndum presta í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Bókasöfn voru þegar komin á laggirnar, í hofunt stærri borga var safn steinblokka eða með öðrum orðum bóka, þeirra tíma bókasafn. Útlán voru meira að segja stunduð frá þessum söfnum. Nám í lestri og skrift fór fram í „húsum taflnanna" og fram- haldsmenntun fór fram í „húsunt viskunnar“ og var þar um að ræða m.a. málvísindi, guðfræði, læknisfræði, stjörnufræði og stærðfræði. Öll helstu hof höfðu bæði skóla og “bóka”söfn sem voru full af menningarverðmætum, að vísu í frumstæðu formi að okkar mati. Elst af þeim leturgerðum sem vitað er um eru fleygrúnir sem Súmerar fundu upp og þróuðu í Babýlon rúntlega 3000 f. Kr. Táknin líta út eins og skarpir fleygar. Hvert tákn merkir venju- lega eitt atkvæði. Mesópótamíumenn höfðu ekki aðgang að papýrus og notuðu því rakar leirtöflur til að marka fleygrúnir í. Leturtáknin voru þrykkt í rnjúkan leirinn með trépinnum. Töfl- urnar voru síðan sólþurrkaðar og héldu sér bærilega eftir það. Tugir þúsunda leirtaflna hafa varðveist og af þeim má lesa mikla sögu. Þær eru af öllum mögulegum stærðum og mótaðar á mjög mismunandi hátt. Þó mun lögun töflu á mynd I hafa verið algengust. Auðvitað komst ekki alltaf tiltekið efni fyrir á einni töflu og þurfti þá fleiri töflur til að ljúka verki alveg á sama hátt og bækur nútímans hafa mörg blöð. Röð af töflum gat myndað eitt og sama verk og voru töflurnar þá númeraðar. Þar að auki má finna auðkenni eða „stimpil" bókasafnsins á mörgum þeirra. Fleiri tiltæk efni voru notuð t.d. var steinn ekki óalgengur. Um það bera alls kyns minjar vitni svo sem stein- súlur, lágmyndir og styttur með áletrunum. Þar sem menn réðu yfir skriflistinni hefur margvíslegt efni eðlilega ratað á síður taflnanna. Um leið og menn eignast eitthvað til að versla með kemur þörfin fyrir að halda reikninga og stemma þá af. Einnig finnast leifar þess að Súmerar hafi ekki bara notað peninga í verslun og viðskipti heldur líka lánað þá gegn vöxtum. Margt annað má lesa af töfium þeirra, til dæmis goðsagnir, sálma og söguljóð. Er Gilgames söguljóðið þekktast en það lýsir ferðum og ævintýrum konungsins Gilgames á áhrifaríkan hátt. Einnig er þar að finna ástarljóð og lagatexta. í lagatextum er vitnisburður um elstu lög í heimi en það er geysihá taBa sem inniheldur hin frægu lög Hammurabis kon- ungs. Þarna er líka að finna landakort sem sýna samsvörun lands og hafs svo og árfarvegi en hvort tveggja skipti miklu máli fyrir fólkið. Menningarþjóðir Asíu notuðu sambærilega tækni og ber steintöflusafnið í gömlu, kínversku keisaraborginni Xi'an þess merki. Þar eru geymdar hvorki meira né minna um 3000 steintöflur. Kínversku töflurnar hafa jafnan vakið mikla athygli og aðdáun fyrir listfengi skrifletursins. Það er sérstaklega fallegt enda Kínverjar frægir fyrir að leggja formfegurð í ritlistina í aldanna rás. Ekki er unnt að gera skriflist Asíuþjóða frekari skil hér en það væri efni í sérstaka grein. Fleygrúnirnar eru sambland af orða- og orðhlutaskrift (atkvæðakrift) eins og letur Egyptanna, hieroglyfskriftin, varð síðar. Það letur notaði færri tákn en fleygrúnirnar þar sent Egyptarnir notuðu einungis samhljóðin. Samkvæmt trú forn Egypta var ritlistin guðleg forsjá. Það var guðinn Thot sem hafði skapað hana og fengið mönnunum að gjöf en hann var guð skriftar og þekkingar, en þetta tvennt hélst 32 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.