Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Page 24

Bókasafnið - 01.01.1998, Page 24
79,3% strákanna. í hinum aldurshópunum er þessi munur 3,5% meðal 12 ára, 6,5% meðal 14 ára og 4,6% meðal 16 ára ungl- inga strákunum í hag. Það stingur sérstaklega í augum að aðeins 59,8% 14 ára stelpna skuli fá bækur í jólagjöf á meðan 88% segist hafa lesið. Þar hljóta bókasöfnin að bæta úr bókaskort- inum eða að viðkomandi fær lánað hjá vinum og skyldmennum. 3,3 Búsetumunur Þegar skoðaður var bóklestur eftir búsetu kom í ljós lítill munur á lestri barna og unglinga eftir því hvort þau búa á landsbyggð eða á höfuðborgarsvæði. Það sama má segja um jólabækurnar þar sem höfuðborgin hefur aðeins vinninginn. Tafla 6. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0E+0 . 10 ára 12 ára 14 ára 16 ára Heild □ Höfuðborg □ Landsbyggð Jólabækur eftir busetu 84.5 80,6 78,2 72,7 56,2 -57,5- 68,4 Sé hópurinn skoðaður sem heild þá fá 72,7% höfuðborgarbarna- og unglinga bók í jólagjöf en 68,4% þeirra sem á landsbyggð- inni búa. Hér er vert að gefa sérstakan gaurn að 12 ára börnum í þessu tilliti. Innan þessa hóps fékk 90,2% á landsbyggðinni bók í jólagjöf og 86,6% lásu og er þetta eini hópurinn sem er í meirihluta hvað varðar báða þessa þætti. Alls staðar annars stað- ar hafði höfuðborgin vinningin bæði hvað varðar jólabækur og lestur. Annað atriði sem vert er að gefa gaurn er hversu lágt hlutfall 16 ára landsbyggðarunglinga fékk bækur. Aðeins 48,3% þeirra sem búa utan suð-vesturhornsins sögðust hafa fengið bók í jólagjöf. Að vísu hafði 62,9% litið í bók en þetta eru þó lægstu tölur sem fram komu í könnuninni, bæði hvað varðar jólagjaftr og lestur. Enn skal á það bent að tengsl eru milli bókagjafa og bóklestrar. Það eru 16 ára landsbyggðarunglingar sem lesa minnst og j þeir eru líka sá hópur sem síst fær bækur í jólagjöf. Skýringa má hugsanlega leita í því að unglingar á landsbyggðinni séu frekar farnir að sjá fyrir sér sjálfir, fluttir að heiman og farnir að stofna eigið heimili, eða að þeir séu síður í skóla og bækur hafi minna aðdráttarafl fyrir þá en jafnaldra þeirra á höfðuðborgar- svæðinu en þetta eru samt aðeins getgátur sem engar vísbend- ingar úr þessari könnun gefa svör við. 4. Jólagjafabækur árið 1996 Til þess að kanna hversu mikill hluti jólagjafabóka var nýútgef- inn var spurt um hvaða titla ungmennin hefðu fengið í jólagjöf. Einnig var spurt um hvaða bækur þeim þættu skemmtilegastar. Sú spurning var meira til gamans en þó má þykja fróðlegt að kanna hvort börn og unglingar geti nefnt einhverjar bækur sem þeim þykja skemmtilegar. 4.1 Algengustu jólabækurnar Eins og áður kom fram voru nefndir margir titlar, en hér eru aðeins taldar þær 5-6 bækur sem oftast voru nefndar. Tölur í sviga sýna hversu oft hver bók var nefnd. 10 ára: Ekkert að marka (46), Játningar Berts (41), Latibœr á Ólympíuleikum (15), Grillaðir bananar (11), Besta skólaátr allra tíma (10) Hér kemur fátt á óvart. Hér keppa um efstu sætin Guðrún Helgadóttir með bók sína, Ekkert að marka og nýjasta bókin um hinn sænska Bert sem hefur notið fádæma vinsælda meðal íslenskra barna. Þarna er líka sú bók sem hlaut íslensku barna- bókaverðlaunin 1996, Gríllaðir bananar. 12 ára: Játningar Berts (55), Ekkert að marka (23), Á lausu (20), Saltfiskar í strigaskóm (18), Allt í sleik (16) Meðal 12 ára barna er bókin utn Bert langvinsælust. Þetta er einnig eina þýdda bókin á þessum lista. Einnig er athyglisvert að á þessum lista má sjá bæði bækur sem ætla má yngri les- endum svo sem Ekkert að marka og svo unglingabækurnar tvær Á lausu og Allt ísleik. 14 ára: Á lausu (40), Játningar Berts (23), Allt í sleik (11), Ég sakna þín (9), Vér unglingar (9), Þokugaldur (9) Af þeim bókum sem lentu í pakka 14 ára barna var Á lausu vinsælust. Bert er í öðru sæti. Af þeim sex bókum sem nefndar voru níu sinnum eða oftar eru þrjár þýddar og þrjár frumsamdar. 16 ára: Á lausu (18), Nostradamus (4), Allt í sleik (3), Dansað við dauðann (3), Islensk knattspyrna (3), Z-Astarsaga (3) Þar sem 16 ára unglingar fá yfirleitt færri bækur en yngri aldurshóparnir éndurspegla tölurnar hversu sjaldan hver bók er nefnd. Vinsælust er Á lausu og eru nefningar alls 18. Sú bók sem nefnd er næst oftast er Nostradamus sem fjórir unglingar fengu í jólagjöf. Annars má á það benda að allar þessar bækur eru íslenskar. Þegar skoðaðir eru þeir titlar sem nefndir eru oftast af þessum fjórum hópum kemur í ljós að hver einasti þeirra er nýútgefinn. Að vísu koma fram bækur neðar á listunum sem eru eldri en þessar tölur virðast styðja þá kenningu að langalgengast sé að gefa börnum og unglingum nýútgefnar bækur. Það styður einnig kenningu um náin tengsl bókaútgáfunnar og jólabókahefðar- innar. í heildina má sjá að sú kenning að börn og unglingar fái að mestu leyti nýjar bækur er rétt. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er þetta staðreynd. Það gerir að sjálfsögðu kapphlaupið um markaðinn ennþá grimmilegra fyrir jólin því ef bók selst 24 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.