Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 72

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 72
heiti Aram, í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Þannig varð hugar- heimur bernskunnar í skrifum karla að nokkurs konar þema þegar leið að Þorra, og stóra spurningin sem Jón spyr í Vorljóði - „Geta börn verið fátæk”. Ég held áfram með jólabækurnar eftir því sem þær eru á lausu á bókasafninu og er að lesa bók Kristínar Omarsdóttur, Elskan mín ég dey, sem ég tel vel að rit- höfundaverðlaunum Ríkisútvarpsins 1997 komin. Skyldulesn- ingin í bókaklúbbnum mínum í janúar var bókin Alias Grace eftir Margaret Atwood. Þetta er skáldsaga byggð á raunveruleg- um atburðum sem gerðust í Kanada á nítjándu öld er 16 ára gömul vinnukona var sökuð um grimmileg morð á vinnuveit- anda sínum og ráðskonu hans. Höfundur skapar þarna spenn- andi sögu en einnig vandaða samtímalýsingu á lífi kvenna og viðjum hugarfars þess tíma. Klúbburinn gaf henni góða eink- unn. Næsta viðfangsefni klúbbsins er Njála sem bíður mín á náttborðinu. Sigurður Jón Ólafsson Ég er gjarnan með a.m.k. þrjár bækur í takinu í einu, jafnvel fleiri. Þær eru af ólfkum toga; í fyrsta lagi skáldsaga eða ævisaga, í öðru lagi ljóðabók og í þriðja lagi bók fræðilegs eðlis, oftar en ekki um heimspeki. Björn Th. Björnsson er einhver mesti stílsnillingur þeirra rithöfunda sem starfa í dag. Frá því ég las Hraunfólkið fyrir tveimur árum, sem mér þótti afburða góð, hefi ég lesið allar skáldsögur hans nema Haustskip sem ég er einmitt að lesa um þessar mundir. Björn kallar sögur sínar heimildasögur enda byggja þær á sann- sögulegum atburðum er áttu sér stað fyrr á öldum. Heimilda- skrár fylgja oft sögum hans og jafnvel ættartölur en vitanlega eru atburðirnir stílfærðir. Björn leitast við að ná áhrifum þeirra tíma er sögurnar fjalla um með því að líkja að sumu leyti eftir þeim ritstfl er þá tíðkaðist og tekst það ljómandi vel. Það er ekki síst þess vegna sem bækur hans ættu að vera skyldulesning í framhaldsskólum. Sögur Björns hafa mér vitanlega aldrei verið tilnefndar til verðlauna enda finnst manni einhvern veginn að þær séu utan og ofan við hvers kyns verðlaunaveitingar og metsölulista. Um jólin las ég aðeins eina bók frá upphafi til enda. Sú var Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson. Hafði ég mikla ánægju af því að lesa hana enda er hér á ferð skemmtileg og áhrifarík saga, fjörlega skrifuð og persónusköpun skýr. Hæfileiki Einars til að segja sögu nýtur sín hér vel og ekki er þessi bók síðri en Englar alheimsins. Ég hefi verið að lesa Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar undan- farna mánuði og ár mér til ánægju en ég festi kaup á því þegar það kom út í tilefni 100 ára afmælis skáldsins. Um skáldgáfu og hagmælsku Davíðs efast líklega fáir. Þess á milli lít ég í aðrar Ijóðabækur sem vekja forvitni mína. Þar vil ég minnast sér- staklega á bók Óskars Árna Óskarssonar, Vegurinn til Hólma- víkur, sem út kom í vetur. Ég og starfsbróðir minn, Ingvi Þór, deildum um það hvort hér væri á ferðinni prósaljóð eða örsögur. Þegar ég bað skáldið skera úr þessari deilu kvað hann það einu gilda. Við Ingvi getum því haldið áfram deilu vorri. Mér finnst Óskari takast ljómandi vel í þessum prósaljóðum (sem ég leyfi mér að nefna svo) að varpa skáldlegri sýn á hversdagsleikann, skynja umhverfið á ljóðrænan hátt. í stuttu máli er þetta fjarska notaleg lesning. Mitt ágæta samstarfsfólk var svo elskulegt að gefa mér Sögu daganna eftir Árna Björnsson þegar ég varð fimmtugur. Þessi viðamikla og stórfróðlega bók rekur sögu daganna árið um kring og hefst á sumardeginum fyrsta. Það er ársverk að lesa svona bók enda reyni ég eftir bestu getu að fylgja rímtali bók- arinnar. Það hefur lengi verið ásetningur minn að lesa Sturlungu í heild sinni. Ég var reyndar búin að gera nokkrar atrennur að henni en ákvað nú um jólin að byrja á henni uppá nýtt og svo er bara að sjá hversu lengi sú lesning endist mér. Mér finnst bráð- nauðsynlegt að lesa reglulega eitthvað í miðaldabókmenntum okkar. Við í fjölskyldunni höfum undanfarnar vikur verið að hlýða á lestur Óskars Halldórssonar á Grettis sögu. Þetta er því einskonar húslestur en sagan er valin m.a. með hliðsjón af því að hún er skyldulesning hjá 10. bekk grunnskóla. Þetta er upp- taka úr útvarpinu frá 1981 og það er hrein unun á hlýða á frábæran lestur Óskars. Ég minntist í upphafi þessar greinar á að ég læsi öðruhverju efni heimspekilegs eðlis. Á náttborðinu liggur Siðfrœði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason. Þegar þetta er á disk fest hefi ég aðeins lesið formálann. (Ég er einn af þeim sem hlaupa aldrei yfir formálann). Síðast en ekki síst skal minnst lauslega á barnabækur. Ég les allflestar bækur sem koma á safnið og ætlaðar eru yngstu les- endunum. Það geri ég m.a. með tilliti til þess hvað sé nýtilegt af þeim fyrir sögustund. Fyrir seinustu jól komu út nokkrar ágætar barnabækur og vil ég leyfa mér að mæla með nokkrum þeirra einsog t.a.m. Tígrisdýrinu og vindhviðunni miklu, Gott að bora í nefið, Kóngsdótturinni og grísnum, Lúlla lœkni og síðast en ekki síst Englajólum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Allar hafa þessar sögur einhvern boðskap að flytja og þarsem ég reyni að varðveita barnssálina í mér þá hefi ég fullt eins gaman af þeim og börnin sem ég er að lesa fyrir. Svanfríður Harpa Magnúsdóttir Ég fékk sex bækur í jólagjöf, þar af tvær af Bert og baðstrandargellunum. Ég setti hana á jólaóskalistann, af því að mér finnst Bert-bækurnar svo skemmti- legar. Ég hef lesið fjórar. Núna er ég að lesa Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson. Hún er allt í lagi. Ég fékk hana á skólabókasafninu en annars fer ég líka í bókabílinn í Stakkahlíðinni og fæ bækur þar. Skemmtilegasta bókin sem ég hef lesið er samt Ungfrú Nóra. Ég fékk hana í jólagjöf í fyrra. Fyrst þegar ég byrjaði á henni fannst mér hún ekkert skemmtileg en svo þegar ég las meira varð hún skemmtilegri og skemmtilegri 72 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.