Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 12
samningu kennsluefnis og einnig á Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. Áhrif efnisvals, að óséðu, á skráningu Með aukinni samnýtingu á safnkosti sem bókfræðilegur að- gangur er veittur að í samskrám og aukinni sölu á efni í staf- rænu formi, velja notendur efni til kaups eða til að fá í milli- safnaláni án þess að geta skoðað það fyrst eins og það efni sem valið er af hiliunt bókasafna. Á upplýsingaöld eru hvers kyns upplýsingar í auknum mæli rándýr söluvara. Þá skiptir miklu máli að heimildir séu skráðar þannig að fólk geti gert sér grein fyrir því hvaða upplýsingar eða heimildir það hefur þörf fyrir áður en kaupin eru gerð. Lýsingu í skráningartexta verður að miða við að notandi velji efni án þess að geta glöggvað sig fyrst á valinu með því að skoða ritin sjálf. Ekki mun standa á því að upplýsingaviðskiptin geti gengið greiðlega. Útgefendur hafa nú þegar þróað ný auðkennistákn sem kallcist DOl (Digital Object Identifier). (39) Þessum táknum er m.a. ætlað að gera bókfræði- legan aðgang að mun smærri upplýsingaeiningum mögulegan og þar með mögulega sölu mun smærri eininga heimilda. Hlutverk bókasafnsfræðinga við skráningu heimilda, er að sjá til þess að það sem skráð er um hverja upplýsingaeiningu nægi notendum til þess að geta valið rit samkvæmt upplýsingum í skrám af nákvæmni og öryggi. Bókfræðílegur aðgangur Við stefnumörkun fyrir „notendavinsamlegt upplýsingasam- félag“ í Evrópu er miðað við samræmdan bókfræðilegan aðgang að hverri upplýsingaeiningu í heimild, á veraldarvísu. Miðað er við að heimildir í stafrænu formi séu viðskiptavara í upplýs- ingasamfélaginu. Til þess að markmið um samræmdan aðgang náist þarf að nota alþjóðlega staðla rn.a. ISO-staðla og reglur sem eru ígildi alþjóðlegra staðla við skipulag hans. í tölvuskrám er mögulegt að ná því langþráða marki að fjölga aðgangsleiðum að hverri heimild eða upplýsingaeiningu, m.a. með því að auðkenna þær rneð mörgum efnistáknum. Einnig er hægt að gera bókfræðilegan aðgang mun nákvæmari með ýmiss konar möguleikum á takmörkunum við leitir. Þannig er komið til móts við þarfir notenda sem vilja geta fundið smærri ein- ingar. Við þróun þess aðgangs ntunu framleiðendur og sölu- aðilar, sem áhuga hafa á að selja mun smærri einingar en hingað til hefur tíðkast, leggja drjúgt að mörkum. Eins og á fyrri öld- um, þegar þróun skráningarreglna var á frumstigi, eiga þeir hagsmuna að gæta, nú við að koma sinni vöru í smásölu. Þar sem ekki er verið að selja verk í heild heldur stakar smáar upp- lýsingaeiningar úr því, t.d. eina töflu eða línurit úr tímaritsgrein. Stefnumörkun Innan hvers lands þarf að marka stefnu um það hvaða upp- lýsingar eiga að vera aðgengilegar, hverjum, og á hvaða verði. Slíka stefnumörkun þarf að hluta að byggja á fyrri reynslu af nýtingu upplýsinga, þekkingu á því sem í boði er og á kostnaði. Bókasafnsfræðingar hafa reynslu af uppbyggingu safnkosts, þeir þekkja möguleikana á að bjóða upp á upplýsingaþjónustu og vita hvernig henni hefur verið háttað og hvernig hún hefur verið notuð. Hér á landi hafa þeir tekið þátt í stefnumörkun opinberra aðila um upplýsingaþjóðfélagið. (40) (41). Það sama gildir á alþjóðavettvangi og er stefnumörkun Evrópusambands- ins í upplýsingamálum, m.a. í Fjarvirkniáætluninni og í Fimmtu rammaáætlunini dæmi um það. (42) (43) Hlutverk bókasafnsfræðinga við stefnumörkun um upp- lýsingaþjónustu innanlands og alþjóðlega er vaxandi. Á því sviði verða þeir að vera leiðandi afl í framtíðinni. Endurheimt upplýsinga Með bættum lýsingum í skráningartextum, bættum bókfræði- aðgangi, námskeiðum og síkennsluefni munu safngestir auð- veldlega geta fundið upplýsingar í tölvutækum gagnasöfnum, nokkurn veginn að sama marki og þeir gátu fundið það sem þeir þurftu á að halda á hillum bókasafna. Við nákvæmari og ýtar- legri leitir verður þörf á sérfræðivinnu bókasafnsfræðinga. Við slíkar leitir þarf fólk með menntun í að vista upplýsingar þannig að þær megi finna aftur eftir mörgum leiðum, ásamt þjálfun og daglegri reynslu af sérhæfðri endurheimt upplýsinga. Bóka- safnsfræðingar munu starfa við sérhæfða endurheimt upplýs- inga hjá viðskiptafyrirtækjum og stofnunum, auk bókasafna og annarra heimildasafna. Hlutverk bókasafnsfræðinga við endurheimt upplýsinga er að bæta aðgang almennra notenda að heimildum, í samvinnu við framleiðendur og dreifingaraðila, með endurbótum á vistun þeirra og leitaraðferðum, námskeiðahaldi og samningu kennslu- efnis, auk þess að sjá um sérhæfðar upplýsingaleitir. Gæðamat Eftir því sem magn upplýsinga í tölvutæku formi eykst, verður þörfin brýnni á að meta gæði og gildi upplýsinga í boði, á sama hátt og gert hefur verið með efni í hefðbundinni pappírsútgáfu, til þess að auðvelda notendum val upplýsingalinda. Aðferðir bókasafnsfræðinga við mat hefðbundins bókasafnaefnis við uppbyggingu safnkosts, eru í fullu gildi við mat á efni tölvu- gagnasafna. Þetta eru m.a. aðferðir notaðar við að nteta gildi heimildar út frá forsendum ábyrgðaraðila fyrir gerð hennar, gæði útgáfunnar, m.a. út frá lyklun efnisins, o.fl. slíkt. Hlutverk bókasafnsfræðinga við gæðamat, á upplýsingaöld, verður óbreytt. Nú þegar láta þeir til sín taka við mat á gæðum tölvuvæddrar útgáfu og það starf verður að aukast til muna í framtíðinni. Lokaorð Bókasöfn, sem opin eru almenningi, einkum almenningsbóka- söfn og þjóðbókasöfn, eru virkir þátttakendur í viðhaldi lýð- ræðis, með því að veita óheftan aðgang að öllum útgáfuritum. Þau styðja við menntun og lærdóm á mörgum stigum, með því að hafa á boðstólum „hráefni" þekkingar. (44). Þjóðbókasöfn hafa sérstaklega mikilvægu hlutverki að gegna samkvæmt sam- þykktum Vínarfundarins (Symposiunt of National Libraries in Europe) sem haldinn var árið 1958 (45). Þar segir m.a. að það sé á ábyrgð hvers þjóðbókasafns að safna og varðveita allt prentað efni þjóðarinnar..., það ætti að gangast fyrir því að upp verði teknar sameiginlegar skráningarreglur innanlands..., það 12 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.