Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 30
eru afar misjöfn, enda sýnist mér sem svo að lítill vandi sé að koma hlutum af stað, en vandasamt að gera úr því áhugaverðar og nothæfar heildir. Megnið af því sem hægt er að skoða á vefnum að minnsta kosti er hálf- karað efni sem dælt er út án nógu góðra skil- greininga eða minnstu möguleika á notkun með þeim hætti sem tölvur bjóða upp á. Skönnun bóka, handrita, skjala o.fl. er í fullum gangi og vissulega verður hægt að skoða margvíslegt efni á vefnum sem hefur fram að þessu aðeins verið aðgengilegt þröngum hópi. Það er ef til vill einn af aðal- kostum nettexta að fágæti og annað efni sem hefur hvergi birst á prenti verður aðgengilegt þeim sem hefðu ella ekki haft neina möguleika á að kynnast því. En til að slíkt efni nýtist sem skyldi þarf vandaða ritstjórn alveg eins og hefur tíðkast hingað til með prentaðar bækur. Það er auðvelt að skanna texta í tölvu ef tækniþekking er fyrir hendi. Tölvulæsi og sú þekking sem til þarf er orðin mjög almenn og einmitt þess vegna er hætt við því að sumir hverjir sem fást við textaskönnun og fá þá flugu í höfuðið að sniðugt sé að skanna inn tiltekna texta haft hvorki nægan metnað né þá grundvallarþekkingu sem til þarf til að útgáfan verði til sóma. Mun erfiðara er að setja gæðareglur um netútgáfu en hefðbundna bóka- útgáfu og sjá til þess að þeim sé fylgt vegna þess að uppbygging netsins hefur frá upphafi hvorki gert ráð fyrir miðstýringu né eftirliti af neinu tagi. Tilgang netútgáfu þyrfti að skilgreina hverju sinni: Hvert er markmið útgáfunnar? Uppfylla rit- stjórar vefsíðunnar lágmarkskröfur um gæði? Dæmi um vandaða ritstjórn og skýr markmið má finna á vefsíðu Dick Ringlers, prófessor við Wis- consin-háskóla. Prófessor Ringler hefur sett saman efni um Jónas Hallgrímsson handa ensku- mælandi bókmenntafræðinemum. Þar er að finna texta á íslensku og ensku, umfjöllun um textana, íslenska bragarhætti og svo um Jónas sjálfan auk myndefnis. Einnig er hægt að hlusta á góðan upp- lestur á mörgum ljóðum Jónasar. Síðast en ekki síst eru allar nauðsynlegar upplýsingar um upp- runa textanna og höfundaraðild nákvæmlega til- greindar. Samt er því ekki að neita að snemma læddist að mér sú hugsun að bók og snælda hefðu vel getað komið í stað vefsíðunnar og að það hefði jafnvel verið þægilegra og skemmtilegra að kynnast efninu á þann hátt. Það var fagnaðarefni að sjá þær upplýsingar á vefsíðunni nýlega að Hið íslenska bókmenntafélag hyggst gefa út efni hennar, aukið og endurbætt, árið 2000. Fyrir námsmenn er opinn aðgangur þó ótvíræður ávinningur auk þess að kostnaði er haldið í lágmarki. bu/ues cnœc/ fcíor T ler ChrR^ rmS5e gawi ((f and^S fincl Óskalisti danskrar 8 ára stelpu frá árinu 1982 Hvaða ávinningur er að því að hafa texta á Netinu? Að ofan er greiðari og skjótari aðgangur nefndur. Einnig er hægt að fletta upp í þeim, rifja upp orðalag og sækja beinar tilvitnanir og útdrætti, sem sagt það er hægt að nota þá í upplýsingaleit. Það hlýtur að vera kostur fyrir fræðimenn og aðra að hafa aðgang að textum í einkatölvunni og geta afritað klausur og flutt yfir í ritvinnslu. Textarnir þurfa að sjálfsögðu að vera leitarbærir svo hægt sé að ftnna ákveðinn kafla eða málsgreinar fljótt og örugglega. Þeir þurfa líka að vera réttir og bókfræðiupplýsingar um þá aðgengilegir. Því hefur verið spáð að Netið verði með tímanum eins og risastór spjaldskrá þar sem hægt verði að fletta upp nánast hvaða bók sem er. Eftir því sem fleiri textar verða aðgengilegir á Netinu mun það æ meir líkjast risastóru bókasafni. Dæmi um slíkt er nú þegar að finna. The Internet Public Library er netbókasafn sem Háskólinn í Michigan hefur stofnað og þar er aðgangur að meira en 5.500 sígildum skáldverkum. I fyrrnefndum fyrirlestri segir Már að lokum: Tölvutækar útgáfur á textum, töl- um eða myndum sem bæta engu við miðað við venjulegar bækur eru einskis nýtar, það er ef bara er hægt að lesa þær og skoða eins og bók. Þá væri betra að halda bara áfram að gefa út bækur, enda verður það gert. Bækur lesum við, en í tölvum leitum við. Við njótum bóka, en notum tölvutæk gögn. Þetta eru athyglisverðar fullyrðingar. Við njótum bóka og lesturs. Við notum nettexta, enda enn sem komið er afar óþægilegt að lesa þá á skjá. Reyndar hafa bækurnar enn vinning- inn yfir tölvurnar því að við lesum ekki bara bækur og njótum þeirra heldur leitum við ennþá í þeim ekki síður en í tölvum. Kjami málsins er að bókin og tölvan eru þrátt fyrir allt ólíkir .miðlar og hafa að þessu leyti enn ólíkan tilgang. Bækur hafa verið hluli af lífi rnínu frá því ég man eftir mér. Eg varð snemma læs og ef ég var spurð hvað ég vildi fá í afmælisgjöf þegar ég var barn svaraði ég oftar en ekki: bækur. A þessum árum las ég bækur eftir þekkta barnabókahöf- unda eins og Enid Blyton, Louisu May Alcott, Lauru Ingalls Wilder og Frank L. Baum. Eg safnaði vikupeningum í margar vikur til að geta keypt nýjustu Fimm-bókina þegar hún kom í W.H. Smith, ensku bókabúðina á Rue de Rivoli. Því miður urðu íslenskir barnabókahöfundar eins og Stefán Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir út- undan. Pabbi las þó íslenskar þjóðsögur fyrir okkur á kvöldin meðan við kúrðum undir sæng og sáum fyrir okkur djáknann á 30 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.